Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Side 32
málans. Af þessu verður tæplega dregin önnur ályktun en sú að ákvæði 8. gr.
sáttmálans hefði átt að ganga fyrir ákvæðum 1. og 2. mgr. 87. gr. laga um með-
ferð opinberra mála ef ósamræmi hefði verið talið vera fyrir hendi. Þar sem lög
nr. 62/1994 eru yngri en lög nr. 19/1991, hefði verið unnt að láta hin síðamefndu
víkja á grundvelli þeirrar reglu að yngri lög gangi framar eldri lögum ef talið
hefði verið að um árekstur hefði verið að ræða. Á hinn bóginn gefur sú stað-
reynd, að ákvæði sáttmálans er nefnt samhliða ákvæðum stjómarskrárinnar, til-
efni til þess að álykta að mannréttindasáttmálinn og þar með lög nr. 62/1994 hafi
þá stöðu að prófa þurfi sérstaklega hvort almenn lög, óháð því hvort þau eru eldri
eða yngri en lög nr. 62/1994, samrýmist sáttmálanum. Það er álitamál hvort rétt-
mætt sé að orða það svo að stjómskipulegt gildi laga sé prófað með þessum
hætti, en beiting ákvæðis sáttmálans við hlið stjórnarskrárákvæðis réttlætir það.
Með þessu fær sáttmálinn og lög nr. 62/1994 stöðu sem er, a.m.k. að þessu leyti,
hliðstæð mannréttindaákvæðum stjómarskrárinnar. Eins og í H 1995 2172, sem
rakinn er að framan, em rök til þess að líta svo á að ákvæðum sáttmálans og þar
með laga nr. 62/1994 sé í þessu máli í reynd beitt eins og þau hefðu stjómskipu-
lega stöðu þótt um almenn lög sé að ræða að formi til.
H 1996 4284
í dómi Hæstaréttar var prófað hvort ákvæði laga um meðferð opinberra mála, sem
m.a. heimila takmarkanir á aðgangi ákærðu að framlögðum skjölum sem innihalda
skýrslur vitna eða annarra sakborninga fyrir lögreglu, væru samrýmanlegar 3. mgr.
6. gr. mannréttindasáttmálans eða 70. gr. stjórnarskrárinnar. I dóminum segir: „Sam-
kvæmt 70. gr. stjómarskrárinnar, eins og hún hljóðar eftir breytingu þá sem gerð var
með stjórnskipunarlögum nr. 97/1995, skal sá sem ákærður er fyrir refsiverða hátt-
semi eiga rétt til réttlátrar málsmeðferðar innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlut-
drægum dómstóli, sbr. 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sem veitt var
lagagildi á Islandi með lögum nr. 62/1994. Hvert aðildarríki sáttmálans fyrir sig get-
ur sett lög í samræmi við og til fyllingar ákvæðum 6. gr. hans. Dómur Hæstaréttar
19. apríl 1994 var meðal annars reistur á því að það færi ekki í bága við sjónarmið
um jafnræði og réttláta dómsmeðferð, að sakborningur verði yfirheyrður um sakar-
efni fyrir óháðum dómstóli áður en hann kynnir sér skjöl málsins, þar á meðal fram-
burð annarra ákærðu, enda standi réttmætar og efnislegar ástæður til þess. Ekkert í 1.
og 3. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans eða 70. gr. stjórnarskrárinnar breytir þessu
eða leiðir til þess að jafnræði aðila sé skert, eða um óréttláta málsmeðferð sé að ræða,
þótt ákærða sé ekki heimilað að kynna sér gögn málsins til hlítar fyrr en eftir að hann
hefur gefið skýrslu sína fyrir dómi, og áður en mál verður sótt og varið. Verjendur
eiga ætíð rétt til þess að kynna sér gögn málsins á hverju stigi þess, og gæta þeir
þannig lögvarinna hagsmuna skjólstæðinga sinna“.21
Hér er prófað með hliðstæðum hætti og í H 1996 2553 hvort ákvæði laga
um meðferð opinberra mála, sem heimila takmarkanir á aðgangi að framlögð-
21 Sjá einnig sama álitaefni í H 1997 2397.
366