Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Page 36

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Page 36
stjómskipunarlaga nr. 97/1995 hins vegar um áhrif alþjóðlegra mannréttinda- sáttmála við skýringu ákvæða stjórnarskrárinnar, en þau sjónarmið sem þar eru rakin gefa þessum skýringaraðferðum við beitingu laga nr. 62/1994 vissulega byr undir vængi. Að öðru leyti en því sem rakið var felst réttarheimildaleg sérstaða og gildi ákvæða mannréttindasáttmálans og laga nr. 62/1994 í eftirtöldum atriðum: 1) Beiting sáttmálans og laga nr. 62/1994 raskar venjubundnum aðferðum við úrlausn árekstra milli hliðsettra ákvæða. Hún verður þar af leiðandi ekki skýrð til hlítar með vísan til formlegrar stöðu laganna sem almennra laga, þ.m.t. hefðbundinna sjónarmiða um tengsl eldri laga og yngri og tengsl sérlaga og al- mennra laga. Þessi athugasemd getur einnig að nokkru átt við stöðu ólögfestra þjóðréttarsamninga eins og fram kemur í kafla 4.1, en á augljóslega við um beitingu laga nr. 62/1994. 2) Sáttmálinn eins og hann er lögfestur með lögum nr. 62/1994 er ráðandi um skýringu ákvæða stjórnarskrárinnar. Þetta er í samræmi við tilætlun lög- gjafans eins og fram kemur í lögskýringargögnum sem varða undirbúning laga nr. 62/1994 og stjórnskipunarlaga nr. 97/1995. Þó er bent á að þetta gengur lengra en viðtekin sjónarmið um skýringu laga til samræmis við þjóðréttar- samninga í norrænum rétti, m.a. vegna þess að reglan er talin eiga við um almenn lög en ekki stjórnarskrá. Þá er það nærtæk ályktun af þessari aðferð sem Hæstiréttur notar og höfundar frumvarps til laga nr. 62/1994 og stjórnskipunar- laga nr. 97/1995 mæla með, að líta svo á að lögin sem lögfesta samninginn, hafi að geyma réttindaákvæði sem njóta stjómskipulegrar verndar. I því atriði einu sér felst mikil sérstaða laganna. Vitaskuld getur löggjafinn fellt lög nr. 62/1994 úr gildi, en einstökum réttindaákvæðum þeirra getur löggjafinn ekki breytt og takmarkað réttindin án þess að fari gegn þjóðréttarskuldbindingum og stjórnar- skránni. 3) Akvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu og laga nr. 62/1994 er beitt til hliðar við ákvæði stjómarskrárinnar til að undirbyggja staðhæfingar um gildi grundvallarreglna sem njóta stjórnskipulegrar vemdar. 4) Akvæðum mannréttindasáttmálans og laga nr. 62/1994 er beitt ásamt ákvæðum stjórnarskrár þegar prófað er hvort lög samrýmast stjórnarskrá.® HEIMILDASKRÁ: Rit sem vísað er til í neðanmálsgreinum: Alþingistíðindi. Ármann Snævarr: Almenn lögfræði. Reykjavík 1989. Björg Thorarensen: „Beiting ákvæða um efnahagsleg og félagsleg mannréttindi í stjórn- arskrá og alþjóðasamningum“. Tímarit lögfræðinga. 2. hefti 2002, bls. 75-105. Davíð Þór Björgvinsson. Lögskýringar. Reykjavík 1996. Dómar Hæstaréttar Islands. Gulman, Claus: „Folkeret som retskilde". I riti W.E. von Eyben. Juridisk Grundbog 1. Retskilderne. Kaupmannahöfn 1991. 370
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.