Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 36
stjómskipunarlaga nr. 97/1995 hins vegar um áhrif alþjóðlegra mannréttinda-
sáttmála við skýringu ákvæða stjórnarskrárinnar, en þau sjónarmið sem þar eru
rakin gefa þessum skýringaraðferðum við beitingu laga nr. 62/1994 vissulega
byr undir vængi.
Að öðru leyti en því sem rakið var felst réttarheimildaleg sérstaða og gildi
ákvæða mannréttindasáttmálans og laga nr. 62/1994 í eftirtöldum atriðum:
1) Beiting sáttmálans og laga nr. 62/1994 raskar venjubundnum aðferðum
við úrlausn árekstra milli hliðsettra ákvæða. Hún verður þar af leiðandi ekki
skýrð til hlítar með vísan til formlegrar stöðu laganna sem almennra laga, þ.m.t.
hefðbundinna sjónarmiða um tengsl eldri laga og yngri og tengsl sérlaga og al-
mennra laga. Þessi athugasemd getur einnig að nokkru átt við stöðu ólögfestra
þjóðréttarsamninga eins og fram kemur í kafla 4.1, en á augljóslega við um
beitingu laga nr. 62/1994.
2) Sáttmálinn eins og hann er lögfestur með lögum nr. 62/1994 er ráðandi
um skýringu ákvæða stjórnarskrárinnar. Þetta er í samræmi við tilætlun lög-
gjafans eins og fram kemur í lögskýringargögnum sem varða undirbúning laga
nr. 62/1994 og stjórnskipunarlaga nr. 97/1995. Þó er bent á að þetta gengur
lengra en viðtekin sjónarmið um skýringu laga til samræmis við þjóðréttar-
samninga í norrænum rétti, m.a. vegna þess að reglan er talin eiga við um
almenn lög en ekki stjórnarskrá. Þá er það nærtæk ályktun af þessari aðferð sem
Hæstiréttur notar og höfundar frumvarps til laga nr. 62/1994 og stjórnskipunar-
laga nr. 97/1995 mæla með, að líta svo á að lögin sem lögfesta samninginn, hafi
að geyma réttindaákvæði sem njóta stjómskipulegrar verndar. I því atriði einu
sér felst mikil sérstaða laganna. Vitaskuld getur löggjafinn fellt lög nr. 62/1994
úr gildi, en einstökum réttindaákvæðum þeirra getur löggjafinn ekki breytt og
takmarkað réttindin án þess að fari gegn þjóðréttarskuldbindingum og stjórnar-
skránni.
3) Akvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu og laga nr. 62/1994 er beitt til
hliðar við ákvæði stjómarskrárinnar til að undirbyggja staðhæfingar um gildi
grundvallarreglna sem njóta stjórnskipulegrar vemdar.
4) Akvæðum mannréttindasáttmálans og laga nr. 62/1994 er beitt ásamt
ákvæðum stjórnarskrár þegar prófað er hvort lög samrýmast stjórnarskrá.®
HEIMILDASKRÁ:
Rit sem vísað er til í neðanmálsgreinum:
Alþingistíðindi.
Ármann Snævarr: Almenn lögfræði. Reykjavík 1989.
Björg Thorarensen: „Beiting ákvæða um efnahagsleg og félagsleg mannréttindi í stjórn-
arskrá og alþjóðasamningum“. Tímarit lögfræðinga. 2. hefti 2002, bls. 75-105.
Davíð Þór Björgvinsson. Lögskýringar. Reykjavík 1996.
Dómar Hæstaréttar Islands.
Gulman, Claus: „Folkeret som retskilde". I riti W.E. von Eyben. Juridisk Grundbog 1.
Retskilderne. Kaupmannahöfn 1991.
370