Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Qupperneq 46

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Qupperneq 46
anir gætu gengið of langt miðað við það markmið sem stefnt væri að með þeim, hvar mörk leyfilegrar skerðingar gætu legið eða hvort eðli og samhengi umræð- unnar gæti haft áhrif í því sambandi.14 Var því einvörðungu litið til þess hvort ummæli væru þess eðlis að þau nægðu til sakfellis samkvæmt refsiskilyrðum fyrrgreindra ákvæða almennra hegningarlaga án þess að stjórnarskráin hefði nokkur áhrif á skýringu þeirra.15 Þegar álitaefni um löggjöf sem lagði skorður við útgáfu prentaðs máls kom fyrst til úrlausnar dómstóla kemur ekki á óvart að fyrst hafi verið litið til þess hvort hún færi í bága við eina afdráttarlausa bannið sem stjórnarskráin setti, þ.e. við ritskoðun eða annarri fyrir fram tálmun fyrir prentfrelsi. Endurspeglast það í dómi Hæstaréttar í H 1943 237 í svokölluðu Hrafnkötlumáli. Um var að ræða refsimál þar sem ákært var fyrir brot á 2. gr. laga nr. 127/1941 sem veitti ís- lenska ríkinu einkarétt til þess að gefa út íslensk rit sem samin voru fyrir 1400. Þó gat ráðuneyti sem færi með kennslumál veitt öðrum leyfi til slíkrar útgáfu og mátti binda leyfið því skilyrði að fylgt yrði samræmdri stafsetningu fornri. Ákærðu í málinu sem höfðu gefið út fomrit án þess að sækja um slíkt leyfi báru því við að ákvæðið færi í bága við prentfrelsisákvæðið í þágildandi 67. gr. stjskr. Varð niðurstaða meirihluta réttarins um þetta eftirfarandi: Samkvæmt 67. gr. stjómarskrárinnar skal vera prentfrelsi hér á landi, en þó svo, að menn verða að bera ábyrgð á prentuðu máli fyrir dómstólum. Ritskoðun og aðrar tálm- anir fyrir prentfrelsi má aldrei í lög leiða. Ákvæði greinarinnar takmarkast að vísu af því að áskilja má mönnum höfundarrétt að ritum og meina öðmm útgáfu ritanna, meðan sá réttur helzt. En rök þau, sem að því hníga og byggjast á nánum, persónu- legum hagsmunum höfundar, liggja ekki til grundvallar 2. gr. laga nr. 127/1941. Þau fyrirmæli em sett til þess fyrir fram að girða fyrir það, að rit sem greinin tekur til, verði birt breytt að efni eða orðfæri, eftir því sem nánar getur í lögunum. Með því að áskilja ríkinu einkarétt til birtingar rita þessara og banna á þann hátt öðmm birtingu þeirra, nema að fengnu leyfi stjórnvalda, hefur verið lögð fyrirfarandi tálmun á útgáfu ritanna, sem óheimil verður að teljast samkvæmt 67. stjómarskrárinnar. Þessi rökstuðningur gefur tilefni til umhugsunar um eðli þeirra takmarkana sem lög nr. 127/1941 lögðu við prentfrelsinu. Þannig er álitamál hvort um var að ræða „fyrirfarandi“ tálmun í sama skilningi og á við um ritskoðun enda var verið að koma fram eftirfarandi refsiábyrgð við broti á lögum. í dóminum er ekki lagt mat á hvert var markmið umræddrar takmörkunar á útgáfu fornritanna eða hvort löggjafinn hefði gengið of langt til að ná slíkum markmiðum. En 14 í þessu sambandi má t.d. nefna H 1932 504 og H 1941 124. í þessum dómum var refsað fyrir blaðaskrif með hvassri gagnrýni í garð stjórnmálamanna. 15 Hefur ærumeiðingum samkvæmt þeim refsiákvæðum í meginatriðum verið skipt í þrjá flokka; móðganir (234. gr.), aðdróttanir (235. gr.) og útbreiðslu ærumeiðinga (234.-236. gr.), sbr. Einar Arnórsson: „Meiðyrði og meiðyrðamál“. Tímarit lögfræðinga. 3. hefti 1952, bls. 125. Nánari um- fjöllun um hugtakið „æra“ svo og um greiningu á ærumeiðingum eftir efni þeirra og eðli má má sjá í riti Gunnars Thoroddsen: Fjölmæli, bls. 127-146. 380
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.