Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 53

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 53
lögum. Upp úr 1970 fór þess að gæta að vísað væri til ákvæða sáttmálans fyrir íslenskum dómstólum, m.a. um réttindi sem ekki eru nefnd berum orðum í stjómarskránni eins og friðhelgi einkalífs. Dómstólar voru varkárir í yfirlýsing- um um hvemig bæri að skýra íslensk lög í ljósi sáttmálans.24 Léki vafi á því hvort íslensk lög samrýmdust ákvæðum sáttmálans var til þess vísað að ákvæði hans hefðu ekki lagagildi hér á landi.25 Ákvæði 10. gr. MSE virðast aldrei hafa komið til skoðunar í íslenskum dóms- málum frá þessum tíma þegar tekist var á um gildissvið prentfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar eða takmarkanir á tjáningarfrelsinu. Þó hefði mátt ætla að hin víðtæka vemd sem 10. gr. MSE veitir tjáningarfrelsinu og skilgreining á inntaki þess hefði verið fallin til stuðnings kröfum um að tjáningarfrelsið nyti vemdar í víðtækum skilningi en ekki aðeins sá afmarkaði tjáningarháttur sem laut að prentfrelsi samkvæmt 72. gr. stjskr. í 1. mgr. 10. gr. er lýst yfir rétti sérhvers manns til tjáningarfrelsis og inntak þess réttar nánar skýrt, án þess þó að vera tæmandi, og er þar talið frelsi til að hafa skoðanir, taka við og skila áfram upp- lýsingum og hugmyndum heima og erlendis án afskipta stjómvalda. Eins hefði mátt líta til hins ítarlega takmörkunarákvæðis í 2. mgr. 10. gr. MSE út frá þeim markmiðum sem lágu að baki lögbundnum takmörkunum á tjáningarfrelsinu eða hvort meðalhófs væri gætt til dæmis í meiðyrðamálum, þ.e. hvort takmörk- un væri nauðsynleg í lýðræðislegu þjóðfélagi.26 Ástæður fyrir þessu algera áhrifaleysi 10. gr. og annarra ákvæða MSE á ís- lenskan rétt fyrstu áratugina era margþættar en skýrast líklega fyrst og fremst af því að áhrif þjóðréttarsamninga á íslenskan rétt vora almennt lítil og viðhorf nokkuð önnur en þau sem nú ríkja um mikilvægi þjóðréttarsamninga til skýr- ingar íslenskum lögum. Auk þess var lítil almenn þekking á tilvist og efni Mannréttindasáttmála Evrópu eins og annarra alþjóðaskuldbindinga Islands um mannréttindi. í öðru lagi má ætla að í raun væri viðurkennd rýmri vernd tján- ingarfrelsis en ráða mátti af prentfrelsisákvæði 72. gr. stjskr. og því myndi 10. gr. ekki bæta neinu við í þeim efnum, sbr. t.d. H 1975 578 og H 1979 588 sem raktir voru að framan í kafla 2.3. í þriðja lagi er mikilvægt að hafa í huga að ekki er hægt að líta á íslenskan rétt sem einangrað fyrirbæri í þessu sambandi. Þekking á sáttmálanum var framan af almennt lítil í flestum aðildarríkjum hans rétt eins og hér á landi. Það leiddi til þess að kærur til eftirlitsstofnana sáttmál- ans, Mannréttindanefndar og Mannréttindadómstóls Evrópu, voru fáar fyrstu 24 í H 1963 456 má finna sérstætt dæmi um tilvísun til sáttmálans, en þar vísaði Hæstiréttur til niðurlagsorða 1. gr. 1. viðauka MSE um vemd eignarréttar til stuðnings þeirri niðurstöðu að leggja mætti löghald á skip sem hefði verið notað til ólöglegra botnvörpuveiða og selja það síðan að undangengnu fjárnámi til lúkningar sektum á hendur skipstjórnarmanna svo og sakarkostnaði. 25 Sbr. t.d. H 1975 601 (bann við hundahaldi og 8. gr. MSE) og H 1987 356 (skipan dómsvalds og 6. gr. MSE). Varðandi almennt yfirlit yfír þróun og áhrif sáttmálans á íslenskan rétt er vísað til greinar Guðrúnar Gauksdóttur: „The Effects of the ECHR on the Legal and Political Systems of Member States - Iceland", í ritinu Fundamental rights in Europe, bls. 399-422. 26 Björg Thorarensen: „Áhrif meðalhófsreglu við skýringu stjómarskrárákvæða", bls. 77-78. 387
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.