Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Qupperneq 54
áratugina en á fyrstu tíu starfsárum sínum frá 1959-1969 kvað dómstóllinn
aðeins upp sjö dóma, þótt mannréttindanefndin sem tók til starfa árið 1954
fengi mun fleiri kærumál til úrlausnar á sama tímabili.
3.2 Grunnurinn lagður að inntaki og túlkun 10. gr. MSE
Það var ekki fyrr en eftir miðjan áttunda áratug síðustu aldar, meira en tuttugu
árum eftir gildistöku Mannréttindasáttmála Evrópu, sem Mannréttindadómstóll
Evrópu kvað upp sinn fyrsta dóm sem varðaði 10. gr. MSE. Fór sú þróun auk
þess frekar hægt af stað en á níunda og tíunda áratuginum tók fjöldi mála um
10. gr. sáttmálans kipp og hefur dómstóllinn kveðið upp mikinn fjölda dóma
sem lúta að margbreytilegum atriðuni um túlkun á inntaki 10. gr. og um tak-
markanir tjáningarfrelsis. Frá öndverðu hefur dómstóllinn byggt á því að við
mat á takmörkunum á tjáningarfrelsi þurfi að vera uppfyllt þrjú skilyrði sem
fólgin eru í 2. mgr. ákvæðisins, en svipuðum aðferðum er beitt við mat á tak-
mörkunum réttinda samkvæmt 2. mgr. 8., 9. og 11. gr. MSE sent eru byggðar
upp með svipuðum hætti. í fyrsta lagi þarf að hafa verið mælt fyrir um takmark-
anirnar í lögum með nægilega skýrum hætti. í öðru lagi verður takmörkun að
stefna að einhverju þeirra markmiða sem talin eru í ákvæðinu, þ.e. þjóðar-
öryggi, almannaheill, heilsu, siðgæði o.s.frv. Loks verður í þriðja lagi að sýna
fram á að takmörkun sé nauðsynleg í lýðrœðisþjóðfélagi, en þetta síðasta skil-
yrði er að jafnaði sérstaklega vandasamt úrlausnar þegar tjáningarfrelsið er ann-
ars vegar. Beiting meðalhófsreglu í þessu síðasta skilyrði kallar á að andstæðir
hagsmunir séu vegnir og metnir og að sýnt sé fram á að ekki sé nægilegt að
beita viðurhlutaminni takmörkunum til að ná sama markmiði.27
Nauðsynlegt er að geta stuttlega nokkurra af fyrstu dómum mannréttinda-
dómstólsins sem lögðu grunninn að túlkun hans á 10. gr. MSE um nokkur
mikilvæg atriði og lutu sérstaklega að sjónarmiðum um skilyrði fyrir takmörk-
unum á tjáningarfrelsi samkvæmt 2. mgr. 10. gr. Er enn í dag vísað til þessara
dóma í umfjöllun um þær grundvallarreglur sem 10. gr. felur í sér. Þær byggjast
m.a. á sjónarmiðum um gildi meðalhófsreglunnar við takmörkun tjáningar-
frelsis út frá hagsmunum lýðræðisþjóðfélags og að svokallað svigrúm ríkja til
mats varðandi nauðsyn takmarkana á tjáningarfrelsi sé að jafnaði lítið ef um
ræðir stjórnmálaumræðu eða umræðu um samfélagslega hagsmuni.28
Fyrsti dómur dómstólsins með stefnumarkandi túlkun á 10. gr. sáttmálans var
í máli Handyside gegn Bretlandi árið 1976.29 í þessu máli var tekist á um hvort
27 Jacobs and White: The European Convention on Human Rights, bls. 201.
28 P. van Dijk og G.J.H. van Hoof: Theory and Practice of the European Convention on Human
Rights, bls. 88.
29 Dómur MDE frá 7. desember 1976, 48. mgr. í dómi MDE frá 8. júní sama ár í máli Engel o.fl.
gegn Hollandi sem fjallaði um agaviðurlög innan hollenska hersins var einnig tekið til skoðunar
brot á 10. gr. ásamt nokkrum fleiri ákvæðum, einkum 5. og 6. gr., en ekki talið að brotið hefði verið
gegn 10. gr.
388
1