Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Síða 55
réttlæta mætti bann breskra yfirvalda við dreifingu kynfræðslubókar fyrir skóla-
böm, með vísan til siðgæðis samkvæmt 2. mgr. 10. gr. Dómurinn leit svo á að
ekki væru til staðar í aðildarríkjunum samræmd siðgæðisviðhorf sem hægt væri
að líta til í málinu. Við mat á því hvort takmörkun teldist nauðsynleg í lýðræðis-
legu þjóðfélagi yrði að játa aðildarríkjum ákveðið svigrúm til mats um hvaða
aðgerðir væru nauðsynlegar til að vernda siðgæði. Slíkt svigúm væri þó ekki
takmarkalaust og yrði að sýna fram á að takmarkanimar væru viðeigandi og
gengju ekki lengra en þörf væri á.
Þremur ámm síðar kvað dómstóllinn upp dóm í öðru mikilvægu máli um túlk-
un 10. gr. MSE, mál Sunday Times gegn Bretlandi. Þar var deilt um takmarkanir
sem lagðar voru við birtingu blaðagreina um umfangsmikil skaðabótamál sem
rekin voru á sama tíma fyrir breskum dómstólum vegna lyfjanotkunar barnshaf-
andi kvenna sem olli fósturskaða. Var takmörkunin studd við heimild í niður-
lagi 2. mgr. 10. gr. til þess að tryggja vald og óhlutdrægni dómstóla, en hætta
var talin á að umfjöllunin gæti haft áhrif á afstöðu dómstóla til málsins. í þessu
máli útfærði dómstóllinn nánar hvað fælist í kröfu 2. mgr. 10. gr. um að tak-
mörkun tjáningarfrelsis þurfi að vera nauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi. Þannig
tók hann fram að auk skilyrðisins um að sýna þurfi fram á að takmarkanir séu
ekki úr hófi, miðað við þau réttmætu markmið og hagsmuni sem þær stefna að,
sé með nauðsyn átt við ríka þjóðfélagslega þörf (pressing social need) og einnig
á því byggt að takmarkanir skuli byggðar á viðeigandi og nægilega ríkum
ástæðum (relevant and sufficient reasons).30
í málunum Barthold gegn Þýsklandi frá 1985 og Observer og Guardian gegn
Bretlandi frá 1991 urðu til mikilvæg fordæmi dómstólsins um hlutverk fjöl-
miðla í lýðræðisþjóðfélagi.31 Hefur dómstóllinn síðar ítrekað staðfest að í lýð-
ræðisþjóðfélagi gegni fjölmiðlar sérstöku hlutverki sem „varðhundar almenn-
ings“ (e. public watchdog) til að miðla áfram upplýsingum og skoðunum á vett-
vangi stjórnmálaumræðu og um þjóðfélagslega hagsmuni. I ljósi þessa mikil-
væga hlutverks fjölmiðla, að endurvarpa skoðunum í hverju lýðræðisþjóðfé-
lagi, hefur dómstóllinn litið svo á að það sé ekki aðeins skylda fjölmiðla að
miðla upplýsingum heldur einnig réttur almennings að fá slíkar upplýsingar.
Því þurfa sérstaklega ríkar ástæður að liggja til grundvallar því að skerða starf-
semi þeirra þannig að slík skerðing geti talist nauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi.32
Loks er mikilvægt að fara nokkrum orðum um stefnumarkandi dóma sem
30 Sbr. dóm MDE frá 26. apríl 1979 í máli Sunday Times gegn Bretlandi, 62. mgr.
31 Dómar MDE í málunum Barthold gegn Þýskalandi frá 25. mars 1985 og Observer og Guardian
gegn Bretlandi frá 26. nóvember 1991.
32 Björg Thorarensen: „Tjáningarfrelsið og bann við útbreiðslu kynþáttafordóma“. Úlfljótur. 3.
tbl. 2002, bls. 436. Sbr. einnig dóm MDE í máli Jersild gegn Danmörku frá 23. september 1994
sem fjallaði um takmarkanir á að senda út fréttaskýringarþátt í sjónvarpi sem fjallaði um kynþátta-
hatur. ítarlega umfjöllun um vemd 10. gr. MSE varðandi starfsemi fjölmiðla og blaðamanna og
dómaframkvæmd dómstólsins á því sviði má sjá í doktorsriti Herdísar Þorgeirsdóttur: Joumalism
Worthy of the Name.
389