Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Side 62

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Side 62
réttarreglu fyrir dómi eða stjórnvöldum en ekki aðeins sem leiðbeiningargögn við lögskýringar. Samhliða gætu einstaklingar fengið dómsúrlausn hér á landi um ýmis þau kæruefni sem ella hefðu þurft að fara til stofnana sáttmálans. Loks var á það bent að ákvæði stjórnarskrárinnar um mannréttindi væru fremur fáorð og komin mjög til ára sinna. Þótt lögfestingin breytti í engu efni þessara ákvæða mætti ætla að hún hefði allt að einu þau óbeinu áhrif að ríkari tilhneiging yrði en áður til að beita rúmri skýringu á stjórnarskránni til samræmis við reglur sáttmálans þar sem það gæti átt við.46 Nefndin tók einnig fram að lögfesting frumvarpsins hefði í för með sér að líta mætti svo á að fyrirmæli eldri laga, sem kynnu að reynast ósamþýðanleg ákvæðum sáttmálans, teldust að meginreglu falla niður við gildistöku laganna. Með því hins vegar að hér yrði um almenn lög að ræða yrðu ákvæði þeirra yfir- leitt að víkja fyrir yngri lögum. Af þessu væri þannig ljóst að eitt helsta mark- mið frumvarpsins, að tryggja samræmi milli íslensks landsréttar og ákvæða sáttmálans, næðist ekki út affyrir sig formlega til frambúðar með því einu að það yrði að lögum fyrst unnt væri að virða þetta markmið að vettugi með setn- ingu yngri laga. Til þess að fyrirbyggja slíka þróun mála þyrfti að veita þessum reglum stöðu stjórnskipunarlaga sem gæti vel verið œskileg þróun mála þegar til lengri tíma væri litið.41 Eins og við er að búast liggja ekki fyrir margir dómar þar sem prentfrelsis- ákvæði stjómarskrárinnar kom til umfjöllunar á því rétt rúma ári sem leið frá því lög nr. 62/1994 tóku gildi 30. maí 1994 fram að gildistöku stjskl. 97/1995, 5. júlí 1995, sem bættu nýju og gerbreyttu tjáningarfrelsisákvæði í stjómar- skrána. Þó voru kveðnir upp tveir hæstaréttardómar í meiðyrðamálum frá fyrri hluta ársins 1995 þar sem sjá má nýmæli í rökstuðningi um stjórnarskrárvernd tjáningarfrelsis. í H 1995 408 var um ræða mál sem fyrirtækið Gallerí Borg og framkvæmda- stjóri þess höfðuðu gegn ritstjóra og blaðamanni vikublaðsins Pressunnar vegna greinar sem þar birtist um vafasama viðskiptahætti og málverkasölu fyrirtækis- ins. Voru ummælin að mestu leyti dæmd ómerk og stefndu dæmd bótaskyld. Birtist jafnframt í dómi Hæstaréttar einna ítarlegasti rökstuðningur fram til þessa varðandi vernd tjáningarfrelsis, en þar segir m.a.: Tjáningarfrelsi er grundvallarregla í lýðfrjálsu þjóðfélagi. Við skýringu á lagaregl- um, sem vernda æru manna, ber að hafa hliðsjón af þeim grundvallarreglum um frelsi manna til að tjá sig í rœðu og riti, sem felast í 72. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Islands nr. 33/1944, sbr. meðal annars einnig 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sem nú hefur verið lögfestur hér á landi með lögum nr. 6211994. Fyrirtæki, sem bjóða almenningi þjónustu sína, verða að þola gagnrýni um þá starfsemi í meira mæli en aðrir. Fjölmiðlar hafa mikilvœgu hlutverki að gegna í nútímaþjóðfélagi, og verður að 46 Alþt. 1992-1993, A-deild, bls. 5892. 47 Alþt. 1992-1993, A-deild, bls. 5890. 396
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.