Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Page 63
játa blaðamönnum frelsi til tjáningar. Hins vegar verður að gera þær kröfur til
blaðamanna, að þeir byggi umfjöllun sína á vandaðri könnun á staðreyndum.
Segja má að hér hafi verið lagður grunnur að breyttri skýringu á stjómskipu-
legri vemd tjáningarfrelsis í ljósi 10. gr. MSE, en í þessum dómi sló Hæstiréttur
í fyrsta skipti föstu með berum orðum að í 72. gr. stjskr. fælust grundvallarregl-
ur um frelsi manna til að tjá sig í ræðu og riti. Aðeins rúmum mánuði síðar gekk
annar hæstaréttardómur í H 1995 752, þar sem skýring prentfrelsisákvæðisins
kom aftur til úrlausnar dómsins. Var þar um að ræða meiðyrðamál sem nokkrir
þátttakendur í Félagi áhugamanna um vaxtarrækt höfðuðu gegn heilsugæslu-
lækni á Akureyri vegna ummæla sem hann lét falla í útvarpsviðtali um lyfja-
notkun vaxtarræktarmanna. í dóminum er ekki fjölyrt um almennt gildi 72. gr.
stjskr. sem slíkrar varðandi vemd tjáningarfrelsis og hvergi vikið að áhrifum 10.
gr. MSE í því sambandi, en látið sitja við eftirfarandi rökstuðning:
Skýra verður ákvæði almennra hegningarlaga nr. 19/1940 um æruvernd út frá
grundvallarreglum íslenskrar stjórnskipunar um frelsi manna til að tjá sig í ræðu og
riti.
í sératkvæði eins dómara, sem var sammála meirihlutanum um sýknu, kvað
þó við ákveðnari tón og áþekkari þeim sem fram kom í fyrrnefndu máli Gallerí
Borgar, en í sératkvæðinu sagði m.a:
Við úrlausn málsins verður að líta til þess, að tjáningarfrelsi í ræðu og riti er horn-
steinn íslenskrar stjórnskipunar samkvæmt 72. gr. stjómarskrárinnar, og ber að skýra
ákvæði XXV. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með hliðsjón af því. Þær
takmarkanir, sem tjáningarfrelsinu eru settar, verða að eiga sér örugga stoð í stjórn-
lögum og þeim alþjóðlegu skuldbindingum um mannréttindi, sem Islendingar hafa
gengist undir. í 2. mgr. 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sem fullgiltur var af ís-
lands hálfu árið 1953, sbr. auglýsingu nr. 11/1954, og nú hefur verið veitt lagagildi
hér á landi með lögum nr. 62/1994, er mælt fyrir um heimild til lögbundinna tak-
markana tjáningarfrelsis, meðal annars til verndar mannorði eða réttindum ann-
arra, enda séu þœr nauðsynlegar í lýðrœðislegu þjóðfélagi.
Athyglisvert er að bera saman þessa tvo dóma og meta ástæður fyrir ítarlegri
og afdráttarlausari rökstuðningi í fyrri dóminum með tilvísun til 10. gr. MSE.
Hugsanlega hafði áhrif í því sambandi að í fyrra málinu var um að ræða skerð-
ingu á tjáningarfrelsi blaðamanna og fjölmiðla. Af báðum þessu dómum má
álykta að staða 10. gr. MSE sem almennra laga eftir lögfestingu sáttmálans hafi
leitt til rýmri túlkunar á 72. gr. stjskr. en áður var þekkt úr framkvæmd Hæsta-
réttar. Á það bæði við um ummæli sem lúta að vernd ákvæðisins á tjáningu
bæði í ræðu og riti og einnig varðandi sjónarmið sem hafa bæri í huga við
skerðingu tjáningarfrelsis sem fram koma í fyrri dóminum og sératkvæði við
síðari dóminn. Tæplega er þó hægt að draga víðtækari ályktanir varðandi áhrif
397