Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Síða 63

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Síða 63
játa blaðamönnum frelsi til tjáningar. Hins vegar verður að gera þær kröfur til blaðamanna, að þeir byggi umfjöllun sína á vandaðri könnun á staðreyndum. Segja má að hér hafi verið lagður grunnur að breyttri skýringu á stjómskipu- legri vemd tjáningarfrelsis í ljósi 10. gr. MSE, en í þessum dómi sló Hæstiréttur í fyrsta skipti föstu með berum orðum að í 72. gr. stjskr. fælust grundvallarregl- ur um frelsi manna til að tjá sig í ræðu og riti. Aðeins rúmum mánuði síðar gekk annar hæstaréttardómur í H 1995 752, þar sem skýring prentfrelsisákvæðisins kom aftur til úrlausnar dómsins. Var þar um að ræða meiðyrðamál sem nokkrir þátttakendur í Félagi áhugamanna um vaxtarrækt höfðuðu gegn heilsugæslu- lækni á Akureyri vegna ummæla sem hann lét falla í útvarpsviðtali um lyfja- notkun vaxtarræktarmanna. í dóminum er ekki fjölyrt um almennt gildi 72. gr. stjskr. sem slíkrar varðandi vemd tjáningarfrelsis og hvergi vikið að áhrifum 10. gr. MSE í því sambandi, en látið sitja við eftirfarandi rökstuðning: Skýra verður ákvæði almennra hegningarlaga nr. 19/1940 um æruvernd út frá grundvallarreglum íslenskrar stjórnskipunar um frelsi manna til að tjá sig í ræðu og riti. í sératkvæði eins dómara, sem var sammála meirihlutanum um sýknu, kvað þó við ákveðnari tón og áþekkari þeim sem fram kom í fyrrnefndu máli Gallerí Borgar, en í sératkvæðinu sagði m.a: Við úrlausn málsins verður að líta til þess, að tjáningarfrelsi í ræðu og riti er horn- steinn íslenskrar stjórnskipunar samkvæmt 72. gr. stjómarskrárinnar, og ber að skýra ákvæði XXV. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með hliðsjón af því. Þær takmarkanir, sem tjáningarfrelsinu eru settar, verða að eiga sér örugga stoð í stjórn- lögum og þeim alþjóðlegu skuldbindingum um mannréttindi, sem Islendingar hafa gengist undir. í 2. mgr. 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sem fullgiltur var af ís- lands hálfu árið 1953, sbr. auglýsingu nr. 11/1954, og nú hefur verið veitt lagagildi hér á landi með lögum nr. 62/1994, er mælt fyrir um heimild til lögbundinna tak- markana tjáningarfrelsis, meðal annars til verndar mannorði eða réttindum ann- arra, enda séu þœr nauðsynlegar í lýðrœðislegu þjóðfélagi. Athyglisvert er að bera saman þessa tvo dóma og meta ástæður fyrir ítarlegri og afdráttarlausari rökstuðningi í fyrri dóminum með tilvísun til 10. gr. MSE. Hugsanlega hafði áhrif í því sambandi að í fyrra málinu var um að ræða skerð- ingu á tjáningarfrelsi blaðamanna og fjölmiðla. Af báðum þessu dómum má álykta að staða 10. gr. MSE sem almennra laga eftir lögfestingu sáttmálans hafi leitt til rýmri túlkunar á 72. gr. stjskr. en áður var þekkt úr framkvæmd Hæsta- réttar. Á það bæði við um ummæli sem lúta að vernd ákvæðisins á tjáningu bæði í ræðu og riti og einnig varðandi sjónarmið sem hafa bæri í huga við skerðingu tjáningarfrelsis sem fram koma í fyrri dóminum og sératkvæði við síðari dóminn. Tæplega er þó hægt að draga víðtækari ályktanir varðandi áhrif 397
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.