Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Side 65

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Side 65
ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum. í athugasemdum með 11. gr. frumvarpsins sem varð 73. gr. stjskr. er lýst markmiðum hins nýja tjáningarfrelsisákvæðis og vísað til 10. gr. MSE og 19. gr. alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi í umfjöllun um inntak og efnislega vemd sem stefnt er að með ákvæðinu. Er rakið það markmið breytinganna að rýmka stjómskipulega vernd tjáningarfrelsisins og á það bent að hafa beri til hliðsjónar við skýringar á nánara inntaki tjáningarfrelsisins ítarlegar skilgreiningar sem finna megi í þessum alþjóðasamningum. Segir svo í athugasemdunum: Þannig segir í upphafi 1. mgr. 10. gr. mannréttindasáttmálans að sérhver maður eigi rétt til tjáningarfrelsis, en tekið er síðan fram að sá réttur nái m.a. einnig til frelsis til að taka við og skila áfram upplýsingum og hugmyndum. I 2. mgr. 19. gr. alþjóða- samningsins um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi segir í byrjun að allir skuli eiga rétt til að láta í ljós skoðanir sínar, en í kjölfarið er tekið fram að í þessum rétti felist frelsi til að leita, taka við og miðla vitneskju og hugmyndum. Þegar að er gáð má þó sjá að í raun er ekki svo stórfelldur munur á 2. mgr. 11. gr. frumvarpsins og þessum ákvæðum því samkvæmt þeim telst réttur manna til að taka við upplýsingum, vitneskju eða hugmyndum frá öðrum og miðla slrku síðan áfram aðeins vera hluti af tjáningarfrelsinu. Má ganga út frá að þessir nánar skilgreindu þœttir tjáningarfrelsis felist einnig í 2. mgr. 11. gr. frumvarpsins þótt þeir séu ekki taldirþar upp með sam- bœrilegum hœtti og í áðurnefndum ákvæðum alþjóðasamninga, enda er almennt ekki gengið jafnlangt í greinum frumvarpsins og gert er í samningunum í viðleitni til að skilgreina til hlítar einstök hugtök.49 I athugasemdum við 11. gr. er fjallað um hinar nýju takmörkunarástæður í 3. mgr. ákvæðisins í framhaldi af umfjöllun um þá reglu sem stendur óbreytt í ákvæðinu um að menn skuli ábyrgjast hugsanir sínar fyrir dómi. Segir síðan um röksemdir fyrir takmörkunarákvæðinu: í núgildandi 72. gr. er ekki tekið nánar fram undir hvaða kringumstæðum geti reynt á slíka ábyrgð og ekki er heldur minnst þar á hvort og þá hvenær geti komið á annan hátt til álita að takmarka rétt manns til að tjá hugsanir sínar. Að því leyti eru ákvæði 11. gr. frumvarpsins öðru marki brennd því í 3. mgr. er tekið beinlínis fram að með lögum sé unnt að setja tjáningarfrelsi skorður vegna allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs ann- arra. Benda verður þó á að ekki er ætlast til að unnt yrði að beita heimildunum til að skerða tjáningarfrelsi í 3. mgr. til að réttlæta frávik frá reglunni í 2. mgr. 11. gr. um bann við ritskoðun. Að öðru leyti skal þess getið að telja má að upptalningin í 3. mgr. 11. gr. á ástœðum, sem geti réttlœtt að meginreglunni um tjáningarfrelsi verði viícið til hliðar með lögum, endurspegli að mestu leyti óskráðar reglur um þetta efni sem 49 Alþt. 1994-1995, A-deild, bls. 2104. 399
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.