Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 67
yrði um nauðsyn takmarkana og samrœmi við lýðrœðishefðir náðist þó endan-
lega sátt um hið nýja tjáningarfrelsisákvæði. Var meðal annars vísað til þess að
orðalagið yrði þá í betra samræmi við sambærileg ákvæði í alþjóðlegum mann-
réttindasamningum.53 Má fallast á að sú breyting á ákvæðinu hafi verið mjög til
bóta og hafi ákveðna þýðingu fyrir beitingu dómstóla á hinu nýja tjáningar-
frelsisákvæði í 73. gr. stjómarskrárinnar.
6. DÓMAFRAMKVÆMD UM BEITINGU 73. GR. STJÓRNARSKRÁR-
INNAR OG ÁHRIF 10. GR. MSE í ÞVÍ SAMBANDI
6.1 Álitaefni um stöðu og áhrif 10. gr. sem almennra laga eftir breytingar
á stjórnarskránni
Frá því að stjórnarskrárbreytingamar tóku gildi á miðju ári 1995 hafa gengið
ýmsir athyglisverðir dómar þar sem reynt hefur á hið nýja tjáningarfrelsis-
ákvæði 73. gr. stjskr. með ýmsum hætti og jafnframt frá nokkrum nýjum hliðum
sem ekki komu til skoðunar í gildistíð eldra prentfrelsisákvæðis. í þessum kafla
verða raktir þeir helstu úr safni þessara dóma sem hafa þýðingu við mat á því
hvernig vernd tjáningarfrelsis er háttað að íslenskum rétti eftir gildistöku 73. gr.
stjskr. og hver eru áhrif 10. gr. MSE í því sambandi.
I upphafi er þó rétt að benda á að vegna hinna ríku tengsla sem eru nú á milli
73. gr. og 10. gr. MSE hefur tæplega neitt raunhæft gildi lengur að velta fyrir
sér réttarheimildalegri stöðu 10. gr. MSE sem almennra laga, sbr. lög nr.
62/1994 um mannréttindasáttmála Evrópu. Hið nýja stjómarskrárákvæði hefur
það markmið að vemda tjáningarfrelsið í víðu samhengi, þar er mælt fyrir um
ákveðin skilyrði fyrir takmörkunum á því frelsi og krafa gerð um að meðalhófs
sé gætt í slíkum takmörkunum með vísan til lýðræðishefða. Er hin nýja fram-
setning augljóslega undir áhrifum frá 10. gr. MSE og leiðir það til þess að að-
ferðir dómstólanna við beitingu stjómarskrárákvæðisins hljóta að taka mið af
því. Því getur reynst erfitt að greina sérstaklega bein áhrif 10. gr. sáttmálans á
beitingu 73. gr. í einstaka málum. Álitaefni um samrýmanleika yngri laga við
10. gr. MSE, sbr. lög nr. 62/1994, og áhrif þess að ákvæðið hefur stöðu al-
mennra laga eru væntanlega ekki lengur fyrir hendi þegar stjómarskráin sjálf
tekur nú af skarið um öll þau réttindi sem vernduð eru í 10. gr.
6.2 ítarlegri rökstuðningur í dómum
Með hliðsjón af því sem nú hefur verið lýst kemur ekki á óvart að við skoðun
dóma um 73. gr. stjskr. kemur í ljós að dómstólar hafa nú tilhneigingu til þess
að rökstyðja með ítarlegri hætti en áður úrlausnir sínar þar sem reynir á
skerðingu tjáningarfrelsis, sérstaklega ef fallist er á að takmarkanir séu rétt-
lætanlegar. Þetta sést einkar vel þegar bomir eru saman dómar um álitaefni sem
52 Alþt. 1995, B-deild, bls. 139-140.
53 Alþt. 1994-1995, A-deild, bls. 3385 og Alþt. 1995, B-deild, bls. 139-140.
401