Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Side 70

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Side 70
Með þátttöku sinni í umræðunni veitti áfrýjandi tilsvör í þágu föður stefndu og sína, leitaðist við að leiðrétta misskilning um efni málsins og hafði jafnframt uppi réttmætar ábendingar um nauðsyn þess að hafa í heiðri réttindi manns, sem dæmdur hefur verið sýkn í refsimáli. A hinn bóginn verður að taka tillit til þess að áfrýjandi hefur áratuga reynslu af málflutningsstörfum. Verður íþví Ijósi að œtla að orð, sem hann lét falla í umrœðu um þjóðfélagsmál á sviði, sem tengdist störfum hans, hafi vegið þyngra gagnvart almenningi en ef einhver annar œtti í hlut. Afþeim sökum og vegna stöðu hans sem lögmanns mátti œtlast til að hann fjallaði á þeim vettvangi af nœrfœrni um atriði, sem vörðuðu viðkvœm einkamálefni stefndu. [...] Andspænis þessum atriðum, sem áhrif geta haft við mat á frelsi áfrýjanda til að tjá sig á þann hátt, sem um ræðir í málinu, standa hagsmunir stefndu af vernd einkalífs síns og æru. Hún var tvítug að aldri þegar umræðan um mál föður hennar stóð hæst. Þótt áðurgreind kæra hennar á hendur föður sínum haft leitt til saksóknar þurfti hún ekki að búast við því að persóna hennar og einkahagir yrðu gerðir að umtalsefni í almennri umrœðu að gengnum dómi í málinu. Hvorki átti stefnda upptök að umræðunni né tók hún þátt í henni, en ekki getur hún þurft að gjalda þess gagnvart áfrýjanda að skyldmenni hennar eða aðrir, sem töldu á hana hallað með dómi um sýknu föður hennar, hafi hleypt umræðunni af stað og átt síðan stóran hlut að henni. Við mat á ummælum lögmannsins þess efnis að stúlkan hefði borið fram rangar sakir á föður sinn lagði Hæstiréttur til grundvallar aðgreiningu á því hvort ummælin vörðuðu staðreyndir eða gildisdóma: Þótt áfrýjandi hafi samkvæmt 1. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar verið frjáls að þeirri skoðun að draga mætti slíka ályktun af niðurstöðunni, verður ekki litið fram hjá því að með framangreindum ummælum hagaði hann ekki orðum eins og um vœri að ræða slíkan gildisdóm sinn, heldur þvert á móti eins og staðreyndin vœri sú að stefnda hafi af ásetningi boriðföður sinn röngum sökum. Fyrir því er ekki liald. Þessi framsetning áfrýjanda var jafnframt ástæðulaus þótt gætt sé fyllilega að réttmætu markmiði með þátttöku hans í umræðunni, sem hér stóð yfir, enda var honum í lófa lagið að halda fram skoðunum sínum berum orðum sem gildisdómi. Þá voru þær skýringar, sem áfrýjandi færði fram sem hugsanlega ástæðu fyrir framferði stefndu, að auki á ýmsan veg niðrandi í hennar garð. Réttur stefndu til friðhelgi einkalífs og œruverndar verður í þessu efiii að ganga framar rétti áfrýjanda til að viðhafa þessi ummœli um hana í almennri umrœðu. Það var niðurstaða dómsins að hluti ummæla lögmannsins, er þau voru metin í heild, fæli í sér ólögmæta meingerð gagnvart stúlkunni í skilningi 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, og var hann dæmdur til greiðslu miskabóta af þeim sökum. Dómur þessi er um margt athyglisverður, ekki síst út frá beitingu Hæstaréttar á viðmiðum um staðreyndir og gildisdóma. Dregur sú aðferð við skýringu 73. gr. stjskr. dám af beitingu mannréttindadómstólsins á 10. gr. MSE sem áður er lýst og grunnur var lagður að í Lingens málinu.54 Reyndar hafði 54 Sbr. dóm MDE f máli Lingens gegn Austurríki frá 8. júlí 1986 sem reifaður var í kafla 3.2. 404
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.