Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Side 72

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Side 72
reyndum málsins eins og m.a. kom fram af hálfu lögmannsins í málinu og að færa þurfi fram varnir fyrir hönd skjólstæðings á þeim vettvangi vega því ekki jafn þungt á móti friðhelgi einkalífs vitna í málinu og á við um meðferð málsins í dómsal. Loks verður bent á dóm Hæstaréttar frá 24. aprfl 2002 í máli nr. 461/2001 þar sem kom í fyrsta skipti til úrlausnar dómstóla og var sakfellt fyrir brot á ákvæði sem bætt var við almennu hegningarlögin í 233. gr. a. árið 1973 með lögum nr. 96/1973, í því markmiði að sporna við kynþáttahatri. Er þar lögð refsing við því að ráðast opinberlega með háði, rógi, smánun, ógnun eða á ann- an hátt á mann eða hóp manna m.a vegna litarháttar eða kynþáttar.59 Tilefni þessa refsimáls var opnuviðtal sem birtist í dagblaðinu DV við varaformann Félags íslenskra þjóðernissinna undir fyrirsögninni „Hvíta Island“. I viðtalinu sem var slegið upp með forsíðumynd af viðmælandanum á helgarblaði DV birtust ummæli hans í garð fólks af svörtum kynþætti sem byggðust einkum á samanburði á íslendingi og „afríkunegra“ eins og það var kallað í greininni. Lýsti hann þar ótvíræðum yfirburðum hvíta kynstofnsins og benti á ýmsa nei- kvæðra eiginleika í fari Afríkubúa. Að öðru leyti var allt viðtalið helgað um- fjöllun um Félag íslenskra þjóðernissinna og skoðunum sem það stæði fyrir, en markmið þess væri að stöðva innflutning á fólki af öðrum uppruna en evrópsk- um til landsins og vernda íslenska kynstofninn. Hæstiréttur vó hér andstæða hagsmuni með eftirfarandi orðum: Akærði á rétt til skoðana sinna og að láta þær í ljós samkvæmt 1. mgr. og 2. mgr. 73. stjómarskrárinnar, eins og henni var breytt með 11. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995, sbr. einnig 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Skorður verða ekki settar við frelsi áfrýjanda til skoðana sinna um þjóðerni, litarhátt og kynþætti manna og því aðeins samkvæmt 3. mgr. 73. gr. við frelsi hans til að tjá þær opinberlega að nauðsyn beri til í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til vemdar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda sé það gert með lögum og samrýmanlegt lýðræðishefðum. Andspœnis tjáningarfrelsi ákœrða stendur réttur manna til þess að þurfa ekki að þola árásir vegna þjóðernis þeirra, litarháttar eða kynþáttar, sem varinn er af233. gr. a almennra hegningarlaga með síðari breyting- um, sbr. 1. mgr. 65. gr. stjórnarskrárinnar. Verður þannig að meta, eins og héraðs- dómari hefur gert, hvort gangi framar, frelsi hans samkvæmt 2. mgr., sbr. 3. mgr. 73. gr. stjómarskrárinnar til að láta ummælin uppi í opinberri umræðu eða réttur þeirra sem fyrir atlögum hans verða, án þess að hafa nokkuð til þess unnið. Er síðan vikið að mati á ummælunum í ljósi markmiðs refsiákvæðisins en um það segir: 59 Uppruna refsiákvæðisins má rekja til alþjóðlegra skuldbindinga Islands í 4. gr. Samnings Sam- einuðu þjóðanna um afnám alls kynþáttamisréttis frá 1965, sbr. Björg Thorarensen: „Tjáningar- frelsið og bann við útbreiðslu kynþáttafordóma". Úlfljótur. 3. tbl. 2002, bls. 427. 406
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.