Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Qupperneq 75
óvœgin og harkaleg. Við ákvörðun þess, hvort hann hafi með þeimfarið útjyrir mörk
tjáningarfrelsis verður hins vegar fallist á þau rök hans, sem áður getur, og lúta að
því að játa verði mönnum rúmu tjáningarfrelsi á því sviði, sem hér um rœðir. Verður
einnig fallist á að mörg ummælin hafi falið í sér gildisdóma, þar sem áfrýjandinn
hafi lagt mat sitt á staðreyndir, sem hann hafi talið vera fyrir hendi.
Hér kemur í fyrsta skipti fram í úrlausn Hæstaréttar tilvísun til greinarmunar
sem gera verði á staðreyndum og gildisdómum, með svipuðum hætti og gert
hefur verið í framkvæmd mannréttindadómstólsins. Ljóst er að frelsi manna til
þess að álykta af staðreyndum og lýsa skoðunum sínum um þær er þannig sér-
staklega rúmt.
Nýleg framkvæmd íslenskra dómstóla varðandi rýmra tjáningarfrelsi um
samfélagsleg málefni og stofnanir samfélagsins virðast samræmast sjónarmið-
um sem koma fram um það efni í dómaframkvæmd mannréttindadómstólsins,
allt frá dómi hans í Þorgeirsmálinu. Þó er mikilvægt að benda á að mannrétt-
indadómstóllinn hefur fallist á að sérstök æruvernd opinberra starfsmanna geti
átt rétt á sér, og að ekki sé ávallt rétt að jafna stöðu þeirra við stöðu stjórnmála-
manna þegar tekist er á í umræðu um samfélagslega hagsmuni. í nýlegum dómi
f máli Pedersen og Baadsgaard gegn Danmörku kom til úrlausnar dómsins
hvort sakfelling tveggja þáttagerðarmanna hjá danska ríkissjónvarpinu vegna
ummæla sem féllu í garð tiltekins lögreglumanns í sjónvarpsþætti um saka-
málarannsókn sem hann stýrði bryti gegn 10. gr. MSE. Að undangengnu mati á
því hvort um ræddi staðhæfingar eða gildisdóma og að teknu tilliti til rúms
tjáningarfrelsis fjölmiðla sagði dómstóllinn:
Finally, the court reiterates that limits of acceptable criticism in respect of civil
servants exercising their powers may admittedly in some circumstances be wider
than in relation to private individuals. However, it cannot be said that civil servants
knowingly lay themselves open to close scrutiny oftheir every word and deed to the
extent to which politicians do and should therefore be treated on an equal footing
with the latter when it comes to the criticism of their actions. Moreover, civil
servants must enjoy public confidence in conditions free of undue perturbation if
they are to be successful in performing their tasks and it may therefore prove necess-
ary to protect themfrom ojfensive and abusive verbal attacks when on duty. Public
prosecutors and superior police officers are civil servants whose task it is to
contribute to the proper administration of justice. In this respect they form part of the
judicial machinery in the broader sense of this term. It is in the general interest that
they, like judicial officers, should enjoy public confidence. It may therefore be ne-
cessaryfor the State to protect themfrom accusations that are unfounded.62
Dómstóllinn lítur hér sérstaklega til stöðu lögreglumanna sem hluta af réttar-
vörslukerfinu og mikilvægi þess að viðhalda trausti almennings á störfum
62 Dómur MDE í máli Pedersen og Baadsgaard frá 19. júnf 2003, 66. mgr. Sbr. einnig dóm MDE
í máli Lesnik gegn Slóvakíu, frá 11. mars 2003.
409