Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Page 79

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Page 79
í málinu var einkum deilt um hvort lögregla hefði nægilega skýrar lagaheim- ildir til handtöku við þessar aðstæður, sbr. 67. gr. stjskr. og 5. gr. MSE, og hvort uppfyllt væru skilyrði laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála um að fram- ferði mótmælenda fæli í sér óspektir. Hæstiréttur taldi svo ekki vera og benti á nauðsyn þess að lagaheimildir til skerðingar á tjáningarfrelsi væru ótvíræðar: Handtaka manna, sem hafa í frammi mótmæli sem þessi, er viðurhlutamikil skerðing á því tjáningar- og fundafrelsi, sem verndað er af framangreindum ákvæðum stjórn- arskrár. Af þessum sökum verður að gera ríkar kröfur til þess, að skýr heimild sé til handtöku ísettum lögum, sbr. einnig 1. mgr. 67. gr. stjómarskrárinnar, sbr. 5. gr. laga nr. 97/1995, og 5. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, enda sé handtaka nauðsynleg af þeim ástæðum, sem nefndar eru í 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar. Af þessum dómi má ráða að ekki eru aðeins gerðar strangar kröfur um skýrar lagaheimildir til frelsisskerðingar, sbr. 1. mgr. 67. gr. stjskr., og að meðalhófs sé gætt. Við þessar aðstæður verður einnig gerð krafa um að sýna þurfi fram á sér- staklega ríka nauðsyn til skerðingar tjáningarfrelsi samkvæmt 3. mgr. 73. gr. stjskr. að teknu tilliti til hagsmuna lýðræðisþjóðfélags og mikilvægi réttarins til frjálsra mótmæla. Hér er því í raun um að ræða beitingu tvöfaldrar meðalhófs- reglu í ljósi beggja stjórnarskrárákvæðanna. 6.6 Réttur almennings til aðgangs að upplýsingum Hér verður síðast nefndur til sögunnar athyglisverður dómur sem fjallar um áhrif 73. gr. stjskr. og 10. gr. MSE á rétt til aðgangs að upplýsingum í dómi Hæstaréttar frá 14. mars 2002 í máli nr. 397/2001. í málinu krafðist Öryrkja- bandalag íslands þess að fá aðgang að minnisblaði sem lagt hafði verið fyrir ríkisstjórnarfund. Hafði neitun um aðgang að því verið byggð á undanþágu- heimild 1. tölul. 4. gr. upplýsingalaganna nr. 50/1996, sem undanskilur gögn af ríkisstjómarfundum rétti almennings til aðgangs að upplýsingum. Það var túlkun Hæstaréttar að þar sem minnisblaðið hefði síðar fengið annað hlutverk sem erindisbréf sérstakrar nefndar sem skipuð var af forsætisráðuneytinu ætti undanþágan ekki lengur við. Yrði af þessum sökum að beita almennum reglum laganna um rétt almennings til aðgangs að gögnum í opinberri stjómsýslu.65 Segir síðan varðandi takmarkanir á þeim rétti: Ber af þessum sökum við úrlausn málsins að beita meginreglu 1. mgr. 3. gr. laganna um rétt almennings til aðgangs að gögnum í opinberri stjómsýslu, sbr. og 73. gr. stjómarskrárinnar og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sem veitt var lagagildi á íslandi með lögum nr. 62/1994, en það ákvœði hefur meðal annars verið skýrt svo að 65 Gagnrýni á þessa túlkun á ákvæðum upplýsingalaganna kemur fram í grein Páls Hreinssonar: „Dómur Hæstaréttar frá 14. mars 2002. Getur almenningur átt rétt til aðgangs að skjölum sem tekin hafa verið saman fyrir fundi ráðherra eða ríkisstjórnar?" Ulfljótur. 2. tbl. 2002, bls. 321. 413
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.