Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Side 82

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Side 82
ingarfrelsis að íslenskum rétti var dómur mannréttindadómstólsins frá 25. júní 1992 í máli Þorgeirs Þorgeirsonar Sá dómur leiddi til þess að refsiákvæði um sérstaka æruvernd opinberra starfsmanna var fellt niður úr almennum hegning- arlögum en einnig til þess að sáttmálinn var lögfestur með lögum nr. 62/1994. Með þriðja orsakavaldinum, lögfestingunni, skapaðist skýrari grunnur en áður til þess að beita 10. gr. MSE við skýringu laga eins og vel sést í H 1995 408 (Gallerí Borg). Þó var ósvarað ýmsum álitaefnum um hver væri staða sátt- málans sem almennra laga, einkum gagnvart yngri löggjöf sem færi í bága við ákvæði sáttmálans. Aðeins rúmu ári eftir gildistöku laganna um Mannréttindasáttmála Evrópu gengu í gildi stjskl. nr. 97/1995 sem höfðu að geyma umfangsmiklar breytingar á mannréttindaákvæðum stjómarskrárinnar og gerbreyttu inntaki og framsetn- ingu tjáningarfrelsisákvæðisins. Af lögskýringargögnum er ljóst að breyting- arnar stefndu að því að færa stjórnarskrárákvæðin til samræmis við ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu og eru tengsl 73. gr. stjskr. um tjáningarfrelsið við 10. gr. MSE augljós. Þessi fjórði og síðasti þáttur er sá sem ótvírætt hafði mest áhrif til að festa í sessi áhrif Mannréttindasáttmála Evrópu. Með þessu voru réttindi 10. gr. í raun felld undir vernd 73. gr. stjómarskrárinnar, og því hefur tæplega sérstaka þýðingu lengur að velta fyrir sér stöðu 10. gr. MSE sem almennra laga á grundvelli laga nr. 62/1994. Því var lýst í 5. kafla hvernig aðferðir dómstóla við úrlausn mála sem varða tjáningarfrelsið hafa tekið stakkaskiptum frá gildistöku nýja ákvæðisins í 73. gr. stjskr. árið 1995. Verða hér áréttuð nokkur atriði sem einkenna þá þróun. í fyrsta lagi er ótvírætt að íslenskir dómstólar, einkum Hæstiréttur, rökstyðja nú ítarlegar en áður úrlausnir sínar þar sem reynir á skerðingu tjáningarfrelsis. Má þar sérstaklega benda á aukin og sýnilegri áhrif meðalhófsreglunnar, þar sem dómstólar meta hvort takmörkun er nauðsynleg og hæfir því markmiði sem hún stefnir að. í þessu sambandi má benda á rökstuðninginn í H 1999 781 (bann við áfengisauglýsingum) en einnig aukna áherslu á það vandasama hagsmuna- mat sem fer fram þegar vegast á tjáningarfrelsi manna og friðhelgi einkalífs, t.d. í H 1999 857 (tjáningarfrelsi ævisöguritara). Vafalaust skiptir miklu máli í þessu sambandi, vegna ótvíræðra áhrifa frá Mannréttindasáttmála Evrópu, að 3. mgr. 73. gr. stjskr. skilgreinir þau markmið sem takmarkanir mega stefna að, gerir ótvíræða kröfu um að þær séu lögmæltar og síðast en ekki síst að sýnt sé fram á að takmörkunin samrýmist lýðræðishefðum. Er líka óhætt að segja að aðferðir íslenskra dómstóla við túlkun ákvæðisins beri nú ákveðinn blæ af túlk- unaraðferðum Mannréttindadómstóls Evrópu og jafnframt að litið sé til dóma- framkvæmdar hans um túlkun á inntaki ákvæðanna þótt ekki hafi verið vísað beint til dóma hans á þessu sviði. í því sambandi má benda á greinarmun sem gerður er á staðreyndum og gildisdómum við mat á skerðingu tjáningarfrelsis, t.d. í dómi Hæstaréttar frá 21. mars 2002 (tjáningarfrelsi lögmanns). I öðru lagi hefur því verið lýst að vernd tjáningarfrelsis hefur aukist frá því sem áður gilti á vettvangi samfélagslegrar umræðu um opinberar stofnanir og 416
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.