Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Qupperneq 83

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Qupperneq 83
gagnrýni sem kann að koma fram á starfsemi þeirra og starfsmenn. Fyrir bein áhrif niðurstöðu mannréttindadómstólsins í Þorgeirsmálsinu um brot íslenska rrkisins á 10. gr. MSE og lagabreytinga sem hún leiddi til og áður er lýst má sjá fráhvarf frá fyrri afstöðu dómstóla til takmörkunar á tjáningu í umræðu um opinbera starfsmenn og stofnanir þjóðfélagsins sem áður var talin sjálfsögð á grundvelli 108. gr. alm. hgl. Gott dæmi sem endurspeglar þessa afstöðu er H 1998 1376 (Húsnæðisstofnun ríkisins). 1 þriðja lagi má benda á nýja tjáningarhætti sem stjómarskráin verndar afdráttarlaust eftir 1995, eins og rétt til að tjá skoðanir sínar í verki með mót- mælastöðu, H 1999 3386 (mótmæli á Austurvelli). Þótt tæplega sé hægt að greina nákvæmlega þátt 10. gr. MSE í þeirri niðurstöðu, er ljóst að hið rúma gildissvið 73. gr. sækir fyrirmynd til og er nátengt vilja stjómarskrárgjafans til að færa ákvæðið til samræmis við 10. gr. MSE. Af öllu því sem nú hefur verið rakið er ljóst að þáttur 10. gr. MSE til aukinnar verndar tjáningarfrelsis að íslenskum rétti er stór og vel sýnilegur við skoðun dóma á þessu sviði. Af þeirri reynslu sem nú er fengin má ætla að 10. gr., og ekki síður dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu um túlkun ákvæð- isins, muni áfram hafa vaxandi áhrif á þróun mála varðandi vernd tjáningar- frelsis hér á landi við skýringu á 73. gr. stjskr. Hafa ber í huga að 10. gr. er að ýmsu leyti ítarlegri en 73. gr. stjskr. sérstaklega 1. mgr. 10. gr. um nánari skil- greiningu á því hvað felst í tjáningarfrelsinu. Á heildina litið hafa áhrif 10. gr. MSE á íslenskan rétt tvímælalaust orðið til góðs og styrkt stoðir lýðræðislegs og opins þjóðfélags. Þó verður að ætlast til að dómstólar rökstyðji vel hvemig stjórnarskrárvemd tjáningarfrelsisins er út- færð, sérstaklega ef um ræðir breytta eða nýja túlkun á 73. gr., t.d. um gildissvið ákvæðisins í ljósi 10. gr., en á það skortir í dómi Hæstaréttar frá 14. mars 2002 (minnisblað ríkisstjómar). Þá ber að hafa hugfast að skuldbindingar sam- kvæmt 10. gr. MSE og öðrum réttindaákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu leggja skyldur á aðildarriki til að vemda ákveðin lágmarksréttindi. Þau eiga ekki að standa í vegi fyrir því að ákvæði stjórnarskrárinnar þróist í átt til ríkari verndar en mælt er fyrir um í ákvæðum sáttmálans og framkvæmd Mannrétt- indadómstóls Evrópu.® HEIMILDIR: Alþingistíðindi, A-deild, 1919. Alþingistíðindi, A-deild, 1992-1993. Alþingistíðindi, A-deild, 1994-1995. Alþingistíðindi, B-deild, 1995. Betænkning nr. 1220/1991. SOU nr. 1993:40. NOU 1993:18. NOU 1999:27: Ytringsfrihed bpr finde sted. 417
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.