Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1996, Blaðsíða 38

Ægir - 01.09.1996, Blaðsíða 38
Sjóklæðagerð íslands, 66°N: Nýjung í öryggismálum sjómanna „Það má segja að íslenskir sjó- menn hafa alltaf verið okkar bestu samstarfsmenn. Okkar sjó- fatnaður hefur gegnum árin alltaf verið þróaður í takt við það sem þeir hafa viljað. Við slökum aldrei á í gæðunum og sjómennirnir vita að þeir geta treyst því,“ sagði Þórarinn Elmar Jensen fram- kvæmdastjóri Sjóklæðagerðar ís- lands, 66°N í samtali við Ægi. „Það sem við munum leggja aðalá- herslu á að kynna á sjávarútvegssýning- unni er björgunarjakkinn Grettir Ás- mundarson sem er hinn fyrsti sinnar tegundar á íslandi og er hannaður af hönnuði okkar Kristínu Halldórsdóttur í samvinnu við Siglingamálastofnun og Iðntæknistofnun." Við ofkælingu í vatni leitast líkaminn við að halda uppi eins miklum líkams- hita og auðið er og dregur því verulega úr blóðstreymi til handleggja og fót- leggja. Við það fellur líkamshiti útlima fljótlega niður að umhverfishita með tilheyrandi dofa og lömun. Þess vegna getur vesti sem bæði heldur mönnum á floti og hindrar ofkælingu riðið bagga- muninn milli þess hvort menn sem falla í sjó lifa eða deyja. Björgunarjakkinn Grettir er hannað- ur samkvæmt staðli EN 395 (100N) um björgunarfatnað en búinn ýmsum auka- búnaði sem ekki er kveðið á um þar. Hann er með einangrun í hettu, klofbót og ermum sem hlífa helstu hitataps- svæðum líkamans, höfði, nára og hol- hönd. Neoprene-hlífar framan á ermum og neðan á bol eru til að hindra gegn- umstreymi vatns um líkamann því ef vatn helst stöðugt við líkamn nær hann að hita það upp og nota sem einangrun. í vinstri boðung er vasi fyrir öryggisljós- ið, lífsmark sem kviknar sjálfkrafa ef það lendir í sjó. Ljósið hefur stöðuga 10 klst. virkni og sést í 10 sjómílna radíus en að auki með handvirkum rofa svo hægt er að kveikja og slökkva að vild. 66°N flotvinnugallinn og björgunar- jakkinn Grettir er hluti af „fjölskyldu björgunarfatnaði" sem samanstendur auk hans af smekkbuxum með einangr- un í klofi, vesti 100N, vesti 50N, barna- vesti og sundjakka. „Það er von okkar hjá 66°N að þessi jakki sem er nýjung og verður kynntur í fyrsta sinn á sjávarútvegssýningunni verði þarft innlegg í umræðu um öryggi til sjós og reynist sá „Grettir" sem við bindum vonir við," sagði Þórarinn Elmar. Hann sagði að við þróun og endur- bætur á hefðbundnum sjófatnaði væri öryggi sjómanna það sem haft væri að leiðarljósi. Þannig yrði stefnt að því að allur sjófatnaður verði framleiddur með sérstökum vasa fyrir öryggisljósið Lífs- mark og ný lína í sjófatnaði væri komin í enn skærari gulum lit en sá appel- sínuguli sem flestir kannast við og að auki væri búið að auka við endurskin á göllunum. „Allt stuðlar þetta að auknu öryggi og ég tel að Lífsmarkið sem er íslensk uppfinning Þorsteins Sigfússonar sé hin merkasta uppfinning en það er framleitt hjá DNG á Akureyri." 66°N Sjóklæðagerðin hf. á sér merka sögu sem hófst árið 1926 og á því fyrir- tækið 70 ára afmæli á þessu ári. Það byrjaði í bakhúsi við Laugaveg, flutti síðan í Skerjafjörð en byggði yfir sig á Skúlagötu 51 eftir bruna 1940. í dag eru bækistöðvarnar við Skúlagötu, við Faxa- fen og Súðarvog hér í Reykjavík en aust- ur á Selfossi er framleiðsla og önnur á Akranesi. Alls eru 160 manns á launa- skrá hjá 66°N í 110 stöðugildum. Stjórn- endur fyrirtækisins em þeir feðgar Þórar- inn Elmar, Gestur Már og Markús Örn. Sjó- og regnfatnaður hefur lengst af verið uppistaðan í framleiðslunni og t.d. hefur Blái vinylglófinn sem allir þekkja verið framleiddur í 36 ár sem segir sína sögu. „í dag flytjum við út meira af sjófatn- aði en við seljum á innanlandsmarkaði en við sendum fyrst sendinguna út 1985 og seljum aðallega til Bandaríkj- anna, Kanada, Bretlands og Hollands." Nýþróun hefur alltaf verið sterkur þáttur í rekstri 66°N Sjóklæðagerðarinn- ar hf. og fyrir 4 árum hófst framleiðsla á sérþróuðum útivistarfatnaði úr svoköll- uðum öndunarefnum undir vömmerk- inu Six-Tex og einnig hófst hamleiðsla á flísfatnaði um líkt ieyti. „Þessi fatnaður hefur náð miklum vinsældum á íslenskum markaði og meðal erlendra ferðamanna og fyrir- spumir hafa borist um útflutning. Slysa- varnarfélag íslands og Landsbjörg nota nú þennan fatnað fyrir björgunarsveitir sínar. Við höfum ekki haft undan að framleiða því þetta hefur verið svo vin- sælt." □ 38 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.