Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1996, Blaðsíða 130

Ægir - 01.09.1996, Blaðsíða 130
Samey hf: Ný tækni við kassamerkingar fyrir frystitogara „Við höfum lengi verið umboðsmenn fyrir vörumerkingarbúnað frá Wil- lett og viljum kynna frá þeim athyglisverða nýjung fyrir fiskvinnslu sem er bleksprautuprentarar sem merkja beint á kassana. Þessi bún- aður er þegar kominn um borð í Guðbjörgu ÍS, Arnar HU og Venus HF. Þetta er fljótvirkara, öruggara og sparar vinnu," sagði Þorkell Jónsson framkvæmdastjóri í Samey í samtali við Ægi. í tveimur skip- anna er prentarinn tengdur beint við tölvu í brúnni sem stjórnar því hvað er prentað á hvern kassa svo allt verði rétt. Upplýsingar frá prentaranum fara síðan í tölvuna í brúnni og þannig verður til mjög nákvæmt bókhald yfir afköst vinnslunnar og birgðir hverju sinni. „Þetta þýðir að útgerðarmaðurinn sem vill fylgjast með aflabrögðum getur hringt beint í tölvuna í brúnni og séð upp á kassa hver staðan er. Þetta er komið í þessa þrjá stóru tog- ara en mér finnst sennilegt að fleiri sjái sér hag í þessu. Norðmenn hafa notað svipuð kerfi í mörg ár svo þetta er ekki ný uppfinning," sagði Þorkell. Samey er alhliða rafverktakafyrirtæki sem einkum beinir sjónum sínum að hvers konar stýrikerfum og heildarlausn- um varðandi rafbúnað og vinnslustýr- ingum. Mælitækni, mælinemar, iðntölv- ur og forritun þeirra, skjástýrikerfi, töflu- smíði, vörumerkingar og pökkunarlínur fyrir síld og loðnu eru meðal þess sem Samey fæst við en þeir eru og umboðs- menn fyrir CUBIC töfluefni, Control Techniques hraðabreyta og mjúkræsa, Willett vörumerkingakerfi, Unitronics iðntölvur, Citect skjástýrikerfi, Circutor mælibúnað og Bentron Power spennu- gjafa. Á sjávarútvegssýningunni mun Sam- ey einkum kynna vörumerkingarbúnað- inn en einnig sérstaklega Citect skjástýri- kerfið sem er að sögn Þorkels eitt full- komnasta Windows skjástýrikerfi sem býðst á markaðnum í dag. Með Citect skjástýrikerfinu eru skjá- myndir notaðar til þess að fylgjast með mælingum frá iðntölvum, safna upplýs- ingum og hafa vakandi auga með fram- leiðsluferli verksmiðjunnar eða fram- leiðslulínunnar og sjá stöðugt rauntíma- upplýsingar um það sem er að gerast. Þorkell Jónsson framkvœmdastjóri í Samey. Sem dæmi um mælingar sem stýri- kerfið getur vaktað í frystihúsi er raforku- notkun, hitastig í kæli- og frystiklefum, kalda- og heitavatnsnotkun, uppsafnað- ar vogartölur, nýting plötufrysta, hæð í kæiimiðilstanki, ammoníak í andrúms- lofti, afköst flökunarvéla, gangtími véla og pækilstyrkur. „í mjög mörgum tilvikum er hægt að taka inn skjástýrikerfi og nýta þann vél- búnað sem til er á staðnum. Einmenn- ingstölvur eru á borðum flestra yfir- manna í öllum fyrirtækjum og iðntölv- ur eru fyrir hendi. Við tengjum tölvurnar saman og komum kerfinu á lappirnar. Síðan hefur gefið besta raun að kenna mönnum undirstöðuatriðin og gera þeim þannig kleift að láta tölvuna gera nákvæmlega það sem hentar á hverjum vinnustað," sagði Þorkell. Með kerfinu er auðvelt að fletta upp upplýsingum aftur í tímann og beita því þannig við gæðastjórnun eða til að rekja bilanir. Það getur annast stjórnun véla t.d. afhrímingu og stjórnun eimsvala. Sérstök skrá geymir allar að- varanir en þær geta farið beint á prent- ara eða í boðtæki. Öll skjáframsetning er á íslensku. „Þetta er einfaldur hugbúnaður sem enga sérþekkingu þarf til að nota. Not- endur geta sjálfir byggt upp og viðhaldið kerfinu." Námskeið í uppbyggingu kerfisins eru í boði hjá Rafiðnaðarskólanum og það tengist öllum viðurkenndum iðntöivum- „Það hafa orðið gífurlegar framfarir í gerð stýrikerfa eins og þessa sem gera þau bæði mun ódýrari en áður og auð- veldari í notkun." Þorkell nefndi sem dæmi um starf- semi og viðfangsefni Sameyjar að þegar Sundafrost frystigeymslan var byggð var Samey alverktaki í rafmagni og rafbún- aði í samvinnu við ístak hf. og Kæli- smiðjuna Frost og þar er Citect skjástýri- kerfi. Hjá Samey starfa 12 manns, mest tæknimenn og rafvirkjar. Þorkell sagði að aukin umsvif og batnandi afkoma í sjáv- arútvegi gæfu tilefni til bjartsýni. □ 130 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.