Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1996, Blaðsíða 136

Ægir - 01.09.1996, Blaðsíða 136
PON Með puttann á púlsinum „Þegar skórinn kreppir að í efnahagslífi landsins finnum við fyrst fyr- ir samdrættinum en þegar birtir til og veiðist betur finnum við fljót- lega fyrir uppsveiflunni. Þannig má segja að við séum með puttann á púlsinum," sagði Pjetur N. Pjetursson framkvæmdastjóri PON, Péturs O. Nikulássonar sf., í samtali við Ægi. „Ég hef á tilfinningunni að nú sé margt á réttri leið í þessari atvinnu- grein." PON sf. er fjölskyldufyrirtæki og er Pétur 0. Nikulásson stofnandi og annar eigenda en sonur hans Pjetur N. Pjeturs- son er meðeigandi og framkvæmdastjóri. „Árið 1962 hófum við innflutning á Steinbock gaffallyfturum og BT hand- lyftivögnum og stöflurum. Seinna kom til innflutningur og sala á Manitou úti- lyfturum og Kalmar gámalyfturum. Auk þess höfum við í gegnum tíðina verið með alls konar vöruflokka, s.s. veiðarfæri, umbúðir fyrir ferskan fisk og saltfisk, en höfum á allra síðustu árum sérhæft okkur æ meira í innflutningi og sölu á alls konar lyftitækjum til daglegra nota því það er slæmt að dreifa kröftun- um of víða. Við viljum geta sinnt við- skiptavinunum með fullkominni vara- hlutaþjónustu sem við kappkostum að hafa sem allra besta," sagði Pjetur. PON hefur jafnan átt góða markaðs- hlutdeild í sölu gaffallyftara á íslandi og hefur unnið til margra verðlauna frá er- lendum framleiðendum. 1984 var PON söluhæst fyrirtækja í heiminum á BT handlyftivögnum miðað við mannfjölda á markaði. 1987 fékk fyrirtækið viður- kenningu frá Manitou fyrir mesta sölu- aukningu milli ára og árið 1992 frá Steinbock Boss fyrir söluaukningu í 2.5 tonna rafmagnslyfturum. Árið 1984 sameinuðust lyftarafram- leiðendurnir Steinbock og Boss og selja nú framleiðslu sína undir nafninu Boss. Þróunin hefur verið mjög ör í fram- leiðslu þeirra og má segja að Boss PE 25 rafmagnslyftarinn sé notaður á flestum þeim stöðum sem krafist er mikillar vinnu við blautar og erfiðar vinnuað- stæður eins og í fiskiðnaði. Boss PE 25 lyftarinn verður það sem PON mun hafa í framlínunni á sjávarút- vegssýningunni í Laugardalshöll. Raf- magnslyftarar hafa nær alfarið leyst dísil- og gaslyftara af hólmi enda margvíslegir kostir við að nota raforku á slík tæki í matvælaiðnaði. Hljóðlátir, iéttir, minni mengun og snúningaliprir eru helstu kostirnir. En aðstæður í íslenskum fiskiðnaði eru mjög erfiðar. Umhverfið er blautt, kalt og salt. Vegna þessa endurbætir PON rakavörn á öllum lyfturum sem seldir eru hérlendis því sú rakavörn sem er- lendir framleiðendur telja næga dugar skammt. Þetta hefur leitt til þess að framleiðendur leita ráða hjá sérfræðing- um PON þegar verið er að endurbæta rakavörnina. „Boss hefur hlustað mikið á okkar ábendingar og breytt ýmsu í frágangi lyftaranna í samræmi við það." Að sögn Pjeturs er fiskvinnslan langstærsti markaðurinn fyrir lyftara þó annar iðnaður þurfi einnig á þeim að halda. íslenska álfélagið er t.d. með 25 stóra rafmagnslyftara frá PON. „Þessu fylgir mikil varahlutaþjónusta sem þarf að vera mjög góð. Við viljum helst eiga allt á lager en það sem ekki er til hér útvegum við innan sólarhrings frá Evrópu. Við erum með okkar eigin sér- fræðinga og viðgerðarmenn en víða í fyrirtækjum eru menn afar slyngir að bjarga sér ef eitthvað bilar. Það getur ver- ið dýrt að stöðva heilt frystihús ef lyftari bilar." Neville Bowman Shaw forstjóri Boss af- hendir Pjetri Pjetarssyni viðurkenningu fyt- ir mesta söluaukningu árið 1992. Hjá PON vinna 7 starfsmenn og fyrir- tækið hefur einnig samstarf við fyrirtæki sem heitir Lyftaraþjónustan og sér um viðgerðir og viðhald. Er samkeppni mikil á þessum mark- aði? „Það er gífurlega hörð samkeppni og flest vörumerki sem framleidd eru i heiminum flutt inn. Og allir bjóða gott verð og væntanlega góða þjónustu. Okk- ar styrkur felst í því að við höfum verið 34 ár á markaðnum og höfum staðið okkur með verð og þjónustu og tækin okkar hafa staðið uppúr þar sem reynir virkilega á þau." Pjetur rifjar upp að lokum sögu af við- horfi til nýjunga. Árið 1962 flutti PON inn fyrsta lyftarann og var hann seldur til ísfélagsins í Vestmannaeyjum. Þegar verkamennirnir sáu þetta nýmóðins fjöl- múlavíl, sem ætti að taka frá þeim vinn- una, hótuðu þeirra að leggja niður vinnu þegar í stað. Samþykkt var að lyftarinn yrði á staðnum þeim til afnota ef þeir vildu án kvaða og þannig náðist full sátt. Hálfum mánuði seinna kom fulltrúi verkamanna flaumósa á fund forstjór- ans. Lyftarinn var bilaður og verkamenn höfðu samþykkt að leggja niður störf yrði ekki gert við hann þegar í stað. □ 136 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.