Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1996, Blaðsíða 110

Ægir - 01.09.1996, Blaðsíða 110
Fjöltækni eykur enn þjónustuna Bestir í loftinu ■J3 £ o 3 g g Björn Gunnlaugs- son forstjóri, Orri Björnsson starfs- maður, Guðmundur Óli Scheving sölu- stjóri og Óskar Bjömsson þjónustu- stjóri hjá Fjöltœkni. Fjöltækni sf.t iðnfyrirtæki úti í Örfirisey, er um margt dæmigert ■slenskt fyrirtæki, sem hefur vax- ið og dafnað í gegnum tíðina. Eig- andi fyrirtækisins, Björn Gunnars- son, stofnaði það við annan mann fyrir tuttugu árum, eða 1. október 1976 nánar til tekið. Fyrst um sinn var Fjöltækni rekið á fjórðu hæð við Nýlendugötu. í dag eiga fyrirtækið Björn og kona hans, Sigrún Petersen. Fjöltækni er nú staðsett við Fiskislóð, í nýlegu húsi, og hjá því vinna að jafnaði fimm manns. Starfsvettvangur fyrirtækisins hefur til þessa að mestu leyti verið gerð og framleiðsla ýmiss konar lofttjakka, til dæmis fyrir loftkerfi, og margvísleg vinna er tengist uppsetningu og við- haldi á loftkerfum. Fjöitækni er að grunninum til járnsmíðafyrirtæki með renniverkstæði, en jafnframt er fyrir- tækið í nokkuð miklum innflutningi og verslun. Af innflutningnum má nefna að Fjöltækni flytur inn allar vörur fyrir háþrýstivökvakerfi, t.d háþrýstirör svört, galvaniseruð, rústfrí stál 316, og saumuð rústfrí stál 316 og 304. Þá má einnig nefna að Fjöltækni flytur inn og selur kúluloka, þrýstimæla og rakasíur, svo og smurapparöt fyrir loftkerfi, há- gæða þýskan fittings, og galvaniseraðan stál 37,4. Einnig ber að nefna að frá breska fyrirtækinu John Gest Ltd. flytur fyrirtækið inn úrval plasthraðtengja og plaströraefni. Fjöltækni er leiðandi fyrirtæki í öllu er viðkemur loftþrýstibúnaði, loftverk- færum, og smíði á lofttjökkum ýmiss- konar. Fjöltækni er með umboð fyrir Compair Maxam stjórnbúnað. Starfs- vettvangur fyrirtækisins hefur hingað til að mestu leyti verið gerð og framleiðsla lofttjakka, t.d. fyrir loftkerfi, og marg- vísleg vinna er tengist uppsetningu og viðhaldi á loftkerfum. Þá hefur Fjöl- tækni um árabil nýverið hafið innflutn- ing á iðnaðarefnum frá þýska fyrirtæk- inu Weicon. Þar er um að ræða ýmiss- konar iðnaðarefni fyrir járniðnaðinn, svo sem fyrir bílaverkstæði og vélsmiðj- ur, margvíslegustu smurefni fyrir vélar, keðjur, bolta og rær, ryðleysi, gengju- lím, boltalím, legulím, flansalím, og svo mætti lengi telja. Þessi efni koma flest öll í handhægum umbúðum, hvort heldur sem er í úðabrúsum eða túpum. Ýmsar nýjungar í starfsemi Fjöltækni hafa verið teknar upp til að þjónusta enn stærri hóp viðskiptavina. Má þar nefna að fyrirtækið smíðar nú spíssarör og stýrirsslöngur í flestar vélar og tæki, svo og bremsurör í flesta bíla og tæki. Þessi vinna er öll unnin samkvæmt við- urkenndum staðli frá Bifreiðaskoðun ís- lands. Og af nýjungum í rekstrinum ber loks að nefna að nú í lok ágústmánaðar fékk fyrirtækið, að uppfylltum ströng- um skilyrðum, leyfi Siglingamálastofn- unar ríkisins og Vinnueftirlits ríkisins til smíði á háþrýstislöngum fyrir freon og ammóníak. Það liggur nokkuð í augum uppi að ekki dugar að nota hefðbundna garðslöngu við flutning á þessum efn- um, og segir Björn, framkvæmdastjóri Fjöltækni, brýnt að menn átti sig á því að slöngur sem flytja þessi efni þurfi að uppfylla ströngustu kröfur. Fjöltækni er í þann veginn að fara að kynna hér á markaði byltingu í lagna- efni er nefnist Rehau. Efnið var skoðað og tekið út af Rannsóknarstofnun bygg- ingariðnaðarins, og hefur nú verið sam- þykkt af henni. Efnið hentar sérlega vel sem lagnaefni fyrir neysluvatn, t.d. í íbúðarhúsum. Fjöltækni er að markaðs- setja Rehau lagnaefnið þessa dagana, og er fullyrt að með tilkomu þessa lagna- efnis lækki tilkostnaður húsbyggjenda til muna. Efnið hefur einnig verið við- urkennt af Siglingamálastofnun ríkisins, en það þykir henta sérlega vel í ýmsar lagnir skipa, til dæmis á millidekkjum. Af heimsókn í fyrirtækið er ljóst að einn helsti þáttur starfseminnar er fram- leiðsla á ýmisskonar slöngum og römm. Þar er augljóslega um að ræða sérhæfða starfsemi, því ljóst má vera að rör er ekki bara rör, en rör sem er til dæmis í háþrýstikerfi þarf jú að standast ýmis- legt. Því er mikilvægt að rörið svo og frágangur beggja enda uppfylli strangar kröfur. Þá er ekki óalgengt að sérsmíða þurfi, eða forma, hvert rör sem nota á hverju sinni, og er Fjöltækni vel í stakk búið til að uppfylla hverjar þær kröfur sem viðskiptavinurinn kann að setja fram hverju sinni. Björn lagði áherslu á að Fjöltækni hefði ávallt fylgst vel með hvað þetta varðar, og leggi metnað sinn í að vinna eingöngu með viðurkennd og örugg efni, og að uppfylla þau skilyrði sem honum eru sett hverju sinni, af hinum ýmsu eftirlitsstofnunum. f því sam- bandi má nefna ofan nefndar viður- kenningar. Björn sagði fagmennskuna vera í fyrirrúmi hjá Fjöltækni, og bætti við, réttilega, að fagmennska sé lykill- inn að allri velgengni, á þessu sviði sem öðrum. □ 110 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.