Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1996, Blaðsíða 64

Ægir - 01.09.1996, Blaðsíða 64
Verðbréfamarkaður íslandsbanka Stóraukinn áhugi almenn- ings á hlutafé í sjávarútvegi „Við verðum vör við að fólk almennt, bæði smærri og stærri fjárfestar hafa mun meiri áhuga á fyrirtækjum í sjávarútvegi en áður og fylgjast vel með þessum atvinnuvegi og framvindu mála þar. Við verðum einnig vör við að ungt fólk, jafnvel unglingar hafa aukinn áhuga á verð- bréfamarkaði," sagði Margrét Sveinsdóttir forstöðumaður einstak- lingsþjónustu VÍB í samtali við Ægi. VÍB mun kynna þjónustu sína á sjávarútvegssýningunni í félagi við aðra. „Það má segja að þjónusta okkar við sjávarútveginn sé tvíþætt. Annars vegar er það þjónusta við fyrirtækin sjálf sem felst meðal annars í skuldabréfa- og hlutabréfaútboðum. Þessa þjónustu hafa nokkur stærstu sjávarútvegsfyrir- tækin á markaðnum sótt til okkar og nægir að nefna Granda hf., Harald Böðvarsson hf. og Þormóð ramma hf. Þessa dagana stendur einmitt yfir hluta- bréfaútboð fyrir Granda hf. Hins vegar má nefna ávöxtun fjár til lengri eða skemmri tíma eins og best hentar áformum hvers fyrirtækis. Þetta er auðvitað þjónusta sem við bjóðum fyrirtækjum almennt en hún er ávallt sniðin að þörfum viðskiptavinarins hverju sinni," sagði Margrét. Hún sagði að sú mikla athygli og um- fjöllun sem sjávarútvegurinn hefði fengið að undanförnu hefði skilað sér í meiri áhuga fjárfesta en áður. Þeir sem fjárfesta í sjávarútvegi vilja fylgjast grannt með framgangi í atvinnugrein- inni og því skipta upplýsingar um fyrirtækin mjög miklu máli. „Síðan bjóðum við auðvitað fjár- málaþjónustu almennt fyrir einstak- linga bæði ráðgjöf við fjárfestingar sem og aðstoð við kaup og sölu verðbréfa. Þetta er þjónusta sem hentar oft afar vel t.d. sjómönnum sem þurfa að dvelja langdvölum fjarri heimaslóð og geta Margrét Sveinsdóttir forstöðumaður einstak- lingsþjónustu VÍB. ekki alltaf brugðist við þeim atvikum sem upp koma í fjármálum þeirra með nægilega skjótum hætti." Margrét sagði að slík fjármálaráðgjöf til einstaklinga væri mjög stór og vax- andi þáttur í starfi VÍB og þetta væri þjónusta sem stöðugt fleiri nýttu sér og það ætti við fólk í öllum stéttum þjóðfé- lagsins og öllum störfum. „Það hefur mjög aukist að stofna til samskipta við ráðgjafa sem síðan sjá um að ávaxta sparifé viðskiptavina. Síðan fara samskiptin ýmist fram í gegnum síma eða þá að menn koma á staðinn. Sumir leggja línurnar og láta síðan sér- fræðinga okkar um að stýra málum í einstökum atriðum." Margrét sagði að eftir því sem fjölg- aði fólki sem fjárfesti í hlutabréfum fjölgaði einnig þeim sem fylgdust grannt með þeim fyrirtækjum sem eru skráð á hlutabréfamarkaði og þannig yrði markaðurinn til þess að treysta tengslin milli atvinnulífsins og almenn- ings. Margrét sagði að full ástæða væri til þess að hvetja fólk til þess að kanna þá möguleika sem fælust í því að fjárfesta sparifé sitt í verðbréfum þar á meðal hlutabréfum. Þetta ætti jafnt við um sparifé sem ávaxta ætti til eftirlauna- áranna sem og laust fé. „Það er útbreiddur misskilningur að það séu eingöngu stórir fjármagnseig- endur sem fjárfesta á þessum markaði. Það eru margir möguleikar og þeim fer fjölgandi. Við ráðleggjum fólki oftast að dreifa áhættunni og kaupa t.d ríkis- skuldabréf eða bréf í traustum sjóðum fyrir hluta sparifjárins en ekki eingöngu hlutabréf. Hlutabréf eru í eðli sínu áhættusöm en gefa jafnan von um meiri hagnað." Margrét lýsti þeirri skoðun sinni að kynslóðaskipti væru að verða í við- horfi fólks til fjárfestinga með þessum hætti. Ungt fólk leitaði oft ráðgjafar og sýndi mikinn áhuga á fjárfestingum þó það hefði ekki alltaf mikið fé handa á milli. □ 64 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.