Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1996, Blaðsíða 106

Ægir - 01.09.1996, Blaðsíða 106
Vökvakerfi hf, háþrýstikerfa Allt til „Það má segja að kjarni málsins sé að við gerum það sem viðskipta- vinurinn vill. Þær lausnir sem henta honum best finnum við og leysum málið á eins fljótan og ódýran hátt og hægt er,“ sagði Jón Lyngmó framkvæmdastjóri Vökvakerfa hf. ■ samtali við Ægi. Vökvakerfi hf. er kornungt fyrir- tæki, nánar tiltekið rúmlega ársgam- alt og hefur komið sér fyrir í Duggu- voginum númer 23. Þar starfa tveir starfsmenn sem stendur, Jón Lyngmó framkvæmdastjóri sem jafnframt er einn eigenda og Gísli Rúnar Guð- mundsson bifvélavirki og alt- múlígmand. Fyrirtækið stendur ekki alveg eitt því að því standa sterkir bakhjarlar sem eru Atlas hf. og Vél- smiðjan Þrymur á ísafirði og mun Vökvakerfi deila bás með Atlas hf. á sjávarútvegssýningunni. Eins og augljóslega felst í nafni fyr- irtækisins eru vökvakerfi bæði ær þeirra og kýr. Þar eru smíðaðar slöng- ur lágþrýstar eða háþrýstar eftir atvik- um og spíssarör fyrir flestar gerðir véla bæði skipavélar og bílvélar. „Það getur oft verið hagkvæmara og fljótlegra að smíða nýtt rör eða slöngu í staðinn fyrir að sérpanta það að utan í gegnum umboðsmann vél- arinnar," sagði Gísli Rúnar. Tengi, nipplar, kranar Rörafestingar frá Stauff ásamt YN röratengjum með eða án stálgrips eru til á lager og alls konar slöngutengi, nipplar, kranar og rennilokar. Þeir fé- lagar smíða spíssarör í bíla og skip, ol- íurör og eldsneytisrör, bremsurör og nippla, loftbremsuslöngur, olíuslöngur fyrir sjálfskiptikæla og síðast en ekki síst heilu vökvakerfin og háþrýstidæiu- stöðvar eftir óskum og þörfum við- skiptavina hvort sem það er um borð í skip, bíla eða aftan á traktora og taka að sér að stilla og yfirfara körfulyftur hvort sem þær eru knúðar rafmagni eða glussa. Vökvakerfi í skip Þrátt fyrir ungan aldur hefur fyrir- tækið þegar séð um smíði á vökva- kerfum í tvö skip og í öðru tilvikinu Jón Lyngmó framkvœmdastjóri og Gísli Rúnar Guðmundsson bifvélavirkjameistari hjá Vökvakerfum. fylgdi dælustöðin og allt saman með. Þeir Jón og Gísli segjast leggja slík kerfi eftir óskum viðskiptavina í hverju tilviki og bjóða ráðgjöf og hönnun kerfanna ef því er að skipta en þeir byggja á 18 ára reynslu við að þjónusta viðskiptavini í hinum ýmsu atvinnugreinum við lausnir á vanda- málum þeirra í tengslum við loftolíu og eldsneytislagnir. Til þessa hafa þeir haldgóða menntun sem nýtist vel í starfi og þjónustu. „Við viljum benda á að við smíð- um spíssarör með hlífðarkápu algjör- lega frá grunni eftir þörfum manna og teljum að það sé þjónusta sem aðrir bjóða ekki," sagði Gísli og minnti einnig á ýmsa sérsmíði svo sem fóðr- ingahólka til breytinga á fjöðrunar- búnaði og allar slíkar óskir sem hægt væri að uppfylla. „Við eigum einnig mikið úrval af polyamid rörum fyrir loft- og elds- neytislagnir ásamt tengjum." En hvað er það nú sem helst bilar í vökvakerfum og hafa orðið miklar tækniframfarir í gerð þeirra? „Það getur allt bilað," sagði Jón, „en helst eru það lagnir og rör í kerfum sem eru undir miklu álagi sérstaklega úti á sjó. Þar geta hlutir orðið fyrir skemmd- um. Hvað varðar tækniframfarir þá eru kerfin í eðli sínu lík því sem þau hafa lengi verið en það má kannski segja að notkun þeirra hafi breiðst út. Þannig sýnist okkur að skip noti vökakerfi í auknum mæli í stað rafmagns á milli- dekkinu til að knýja færibönd og ann- að." Bjartsýnir eftir fyrsta árið Þeir félagar sögðu að lokum að vissu- lega væri mikil samkeppni í þjónustu af þessu tagi en þar kæmi sér vel að hafa sterka samstarfsaðila sem byggðu á langri reynslu. Þeir voru á einu máli um að traust skipti miklu máli og þessvegna væri mjög mikilvægt að veita eins góða þjón- ustu og hægt væri svo viðskiptavinur- inn kæmi aftur. „Við erum bjartsýnir eftir þetta fyrsta ár því okkur hefur gengið vel og haft nóg að gera." □ 106 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.