Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1996, Blaðsíða 8

Ægir - 01.09.1996, Blaðsíða 8
Póstur og Sími: Sjómenn hafa verið samvinnuþýðir „Við sendum öllum skipum möppu með kortum og staðsetningar- punktum sem sýna legu strengsins. Auk þess geta þeir sem vilja feng- ið tölvudisk sem sýnir nákvæmlega legu hans og passar í þær tölvur sem stöðugt fleiri skipstjórnarmenn nota,“ sagði Páll Á. Jónsson yfir- tæknifræðingur á fjarskiptasviði Pósts og síma í samtali við Ægi. Strengurinn sem Páll vísar til er sæ- strengurinn Cantat 3 sem tekinn var í notkun árið 1994. Cantat 3 er umtals- vert mannvirki, 7.788 kílómetra lang- ur ljósieiðarastrengur sem tengir sam- an Kanada, ísland, Færeyjar, England, Danmörku og Þýskaland. í strengnum eru sex ljósþræðir eða þrjú pör og eru tvö í notkun en eitt til vara. Hvert ljós- leiðarapar getur annað rúmlega 30 þús- und talsímarásum. Hlutur Pósts og síma í kerfinu er um 1.890 talrásir í hvora átt en þegar flutningsgeta strengsins hefur verið nýtt að 50% í heild má Póstur og sími auka hlut sinn um helming í tæplega 4.000 talrásir án endurgjalds og án þess að eignarhlutur íslands í strengnum aukist en hann er 6%. Cantat 3 hefur, frá því hann var tek- inn í notkun, oft komist í fréttir vegna þess að bilanir í strengnum hafa verið tíðari en fyrirfram var búist við. Þegar strengurinn var lagður mótmæltu sjó- menn, sérstaklega í Vestmannaeyjum, nokkuð harkalega fyrirhugaðri legu strengsins um fiskmið sunnan eyjanna. Er samhengi þarna á milli, eru reiðir sjó- menn að skemma strenginn? „Nei, einmitt alls ekki," segir Páll Á. Jónsson. „Af þeim bilunum sem orðið hafa er aðeins ein sem rekja má til skemmda af völdum fiskiskips, svoköll- uð „togarabilun," og hún var í fær- eyskri lögsögu. Þvert á móti hafa sjó- menn verið mjög samvinnuþýðir og all- ir af vilja gerðir til þess að forðast að valda skemmdum á strengnum." Páll segir að deila megi um hvernig staðið var að því að ákveða legu strengs- ins sunnan Vestmannaeyja en nú séu menn alfarið horfnir frá því að færa hann. Lengi hafi menn óttast um kafl- ann sem liggur frá aðalstrengnum og í land í Eyjum, sem liggur á togslóðum, en þar hafi enn ekki bilað. Reynt var að grafa strenginn niður í sjávarbotninn á þeirri leið þar sem það var unnt og sjó- menn fá frá Pósti og síma nákvæmar upplýsingar um legu hans og þá kafla sem grafnir eru niður en það þýðir ekki að óhætt sé að toga yfir hann. Annar viðkvæmur kafli á strengnum Páll Jónsson yfirtœknifrœðingiir Pósts og síma. liggur í hafinu milli íslands og Færeyja þvert yfir svokallaðan Rósagarðþar sem hafa áratugum saman verið þekktar tog- slóðir. Á því hafsvæði hefur til skamms tíma verið varðbátur sem hefur haft það verkefni eitt að gæta strengsins. Bátur- inn hefur verið gerður út frá Færeyjum með tilstyrk eigenda strengsins. „Ég myndi segja að í heild hefði um- gengni sjómanna um strenginn verið góð og samvinna við þá til fyrirmynd- ar," sagði Páll. Það er flókið mál og erfitt að sjá um viðhald og rekstur strengs eins og þessa og ákveðinn hluti hans er í umsjá Pósts og síma. Nýiega var gerð sú breyting á að farið var að aflfæða strenginn frá Vest- mannaeyjum en áður hafði það aðeins verið gert frá Kanada og Þýskalandi. Það þýddi það að við bilun datt allur streng- urinn niður en nú eru líkur á að við bil- un haldist samband við annaðhvort Evr- ópu eða Ameríku. „Evrópusambandið er okkur mikil- vægast því mest af samskiptunum fer um þann hluta," segir Páll. „Við börð- umst lengi fyrir því að þessi breyting yrði gerð á aflfæðingunni en samstarfsaðilar okkar voru tregir, einmitt vegna þess að þeir óttuðust tíðar bilanir á leggnum sem kemur í land í Eyjum en það hefur ekki gerst." Páll sagði að miðað við þá útreikninga á flutningsþörf sem nú væri stuðst við ætti strengurinn og okkar hlutur í hon- um að duga næstu tvo áratugi þó erfitt væri að fullyrða um eftirspurn í fjarskipt- um þar sem tækni fleygir stöðugt fram. Cantat 3 er tengiliður íslands og lífæð við hið fræga Internet og Páll sagði að mikilvægi strengsins sæist best þegar hann bilaði. Þá fara öll fjarskipti íslands við umheiminn fram um gervihnetti eins og var áður en Cantat 3 var tekinn í notkun og þá linnir ekki kvörtunum og fyrirspurnum til Pósts og síma. „Ég tel að eftirspurn eftir flutnings- getu eigi eftir að aukast á næstu árum jafnvel enn hraðar en nú er talið. Myndsímar, aukin nettenging tölva og stöðugt meiri símanotkun og sam- keppni munu eiga þar stærstan þátt þó alltaf sé erfitt að spá, og sérstaklega um framtíðina." □ 8 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.