Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1996, Blaðsíða 34

Ægir - 01.09.1996, Blaðsíða 34
ÍSAGA: Styttist í að verksmiðjan verði stækkuð .Vaxtarbroddurinn hjá ÍSAGA hefur að undanförnu legið í framleiðslu á gastegundum sem notaðar eru í matvælaiðnaði. Það eru bjartir tím- ar framundan og hefur þar mest að segja stækkun álversins í Straums- vík, gerð jarðganga undir Hvalfjörð og aukin matvælaframleiðsla," segir Guðmundur K. Rafnsson deildarstjóri framleiðslu- og málmiðnað- arsviðs ÍSAGA ehf. ,ÍSAGA er eina fyrirtækið sinnar teg- undar hér á landi, það framleiðir loft og lpftblöndur til notkunar í iðnaði og fyr- ir sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir, það er til húsa við Breiðhöfða í Reykjavík og unt 30 manns vinna hjá því. í Þorláks- höfn er koltvísýringsverksmiðja í eigu ÍSAGA og þar vinna þrír starfsmenn. Burðarásinn í starfseminni er 900m3/ kls. súrefnis og köfnunarefnisskilja sem er frekar ný af nálinni. Einnig eru fram- leidd 40 tonn af asetylengasi en sú fram- leiðsla fullnægir innanlandsþörfinni. Rætur ÍSAGA ehf. ná til ársins 1910 þegar hafist var handa við að reisa vita við strendur landsins. Vitarnir brenndu asetylengasi og þótti nauðsynlegt að byggja verskmiðju hér á landi. Þorvald- ur Krabbe, þáverandi vitamálastjóri, fór til Stokkhólms og bauð Gustaf Dalén og fyrirtæki hans, AB Gasaccumulator (AGA), að taka þátt í að reisa slíka verk- smiðju í Reykjavík. ÍSAGA leit dagsins ljós og framleiðslan hófst 1919. AGA átti í fyrirtækinu til ársins 1973 þegar það seldi hlut sinn, samskiptin við Sví- ana voru þó mikii áfram, 1988 keyptu þeir aftur hlut í fyrirtækinu og fyrir þremur árum keyptu þeir allt hlutafé fyrirtækisins og eiga það einir nú. Að baki AGA stendur einn af stærstu gas- framleiðendum heims, sem rekur verk- smiðjur í 35 löndum í þremur heimsálf- um. Hjá samsteypunni vinna um 10 þúsund manns. Fyrirtækið er enn að færa út kvíarnar og á næstunni verður hafist handa við að byggja verksmiðjur í löndum Austur-Evrópu. Vitarnir eru löngu hættir að brenna asetylengasi, fyrir þremur árum var slökk á síðasta gasvitanum, þó er einn gasviti í Hvalfirði sem minnir á gamla tíma. ÍSAGA hefur hins vegar þróast í takt við nýja og breytta tíma. Fyrirtækinu eru skiptist upp í fjögur svið, framleiðslu- og málmiðnaðarsvið sem er langstærst, heilbrigðissvið, stór- iðnaðarsvið og matvælasvið. Fyrirtækið framleiðir allar venjulegar loftegundir til notkunar í iðnaði og heilbrigðisþjón- ustu. „Við framleiðum súrefni, köfnun- arefni og asetylengas í verksmiðjunni á Beiðhöfða. f verksmiðjunni í Þorláks- höfn er framleidd kolsýra. Úr borholu við Hæðarenda í Grímsnesi fæst náttúr- leg kolsýra sem við hreinsum. Argon er eina gastegundin sem við framleiðum ekki. Það flytjum við inn svo og helíum. Argon er í svo litlu magni í ioftinu að það svarar ekki kostnaði að framleiða það hér. Hins vegar styttist í að verk- smiðjan verði stækkuð, það gæti jafnvel orðið á næsta ári, og þá kemur til álita að hefja framleiðslu á Argoni. Það hillir undir enn bjartari tíma hjá ísaga vegna stækkkunar álversins í Straumsvík, Hvalfjarðarganga, aukinnar matvæla- framleiðslu svo eitthvað sé nefnt," segir Guðmundur. Gastegundirnar eru notaðar á mis- munandi hátt. Til dæmis eru argon og köfnunarefni notuð til að hreinsa ál og hindra að bráðinn massinn komist í snertingu við súrefni. Þeir sem vinna við fiskeldi nota súrefni til að bæta lífs- skilyrði við fiskeldi. í matvælaiðnaði, til að mynda í frystihúsum þar sem hrá- efnið er leifturfryst, er notað köfnunar- efni eða kolsýra. Áætlað verðmæti gassölunnar á þessu ári er 530 til 540 milljónir króna, en fyr- ir þremur árum var salan í kringum 300 milljónir króna. Á því sést hve ör vöxtur fyrirtækisins hefur verið á undanförn- Guðmundur K. Rafnsson deildarstjórí fram- leiðsiu- og máimiðnaðarsviðs hjá ÍSAGA. um árum. Framleiðsla á gasi krefst mik- illa fjárfestinga eða um það bil 15 til 20 prósenta af sölu á ári. Á þessu ári segir Guðmundur að fjárfest verði í hylkjum, búntum, tönkum, fyrir fljótandi loftteg- undir, flutningstönkum, frystibúnaði og fleiru fyrir um 100 milljónir króna. Framleiðsla og meðferð á gasi er eng- inn barnaleikur og krefst mikillar að- gæslu. Guðmundur segir að fyrirtækið hafi lagt mikla áherslu á fræðslu, bæði fyrir starfsmenn og viðskiptavini. Gefn- ir hafa verið út bæklingar, myndbönd framleidd auk þess sem fyrirtækið hefur boðið upp á sérstök öryggisnámskeið fyrir viðskiptavini sína. í hvert skipti sem ný gastegund kemur á markaðinn er boðið upp á námskeið í notkun hennar. Auk þess sem viðskiptavinirnir geta hvenær sem er haft samband við starfsmenn fSAGA til að fá leiðbeining- ar um hvað eina sem þeir vilja vita. Bæklingar og rit frá ÍSAGA hafa einnig verið notuð við kennslu í verkmennta- skólum landsins. ÍSAGA starfrækir auk þess fullkomna rannsóknarstofu þar sem hægt er að ganga úr skugga um gæði framleiðslunnar en miklar kröfur eru gerðar um að þau standist alla al- þjóðlega staðla. Næsta ár fær ÍSAGA svo væntanlega ISO 9002 gæðvottun. □ 34 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.