Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1996, Blaðsíða 88

Ægir - 01.09.1996, Blaðsíða 88
Elcon ehf.: „Nýi tölvuplotterinn er hrein hylting" Artii Marinósson framkvœmdastjóri, Eiríkur Þórarinsson l yfirmaður a verk- stœði og Rúnar Ind- riðason rafeinda- virki hjá Elcon. - þróun tölvutækninnar gerir all- an búnað einfaldari en jafnframt miklu fullkomnari „Um þessar mundir leggjum við meðal annars áherslu á djúpsjávarbún- að fyrir togarana en með honum er beitt nýrri hlið á tölvutækninni til að auðvelda fiskveiðar. Sá búnaður sem við bjóðum er frá þýska fyrirtækinu Elac. Einnig má nefna svonefndan „tölvuplotter" sem má kalla fiskveiði- tölvu sem skráir niður upplýsingar frá staðsetningartækjum eftir ákvörðun notenda hennar," sagði Árni Marinós- son, framkvæmdastjóri Elcon ehf. í við- tali við Ægi. „Segja má, að báðar þessar tækninýj- ungar, sem við leggjum áherslu á, byggi á þróun tölvutækninnar, sem fleygt hef- ur ört fram eins og kunnugt er. Þessa framþróun hafa framleiðendur síðan nýtt sér í sívaxandi mæli. Afleiðingin er sú, að í dag er þessi búnaður bæði miklu einfaldari í notkun og jafnframt mun fullkomnari. Djúpsjávarbúnaðurinn frá Elac kom fyrst um borð í Arnar frá Skagaströnd árið 1992. Bæði eigendur skipsins og sérfræðingar Elac lögðu mikla áherslu á uppsetningu hans þar um borð og að allt væri sem best úr garði gert. Sú vinna sem þar var lögð fram og síðan í öðrum skipum hefur skilað sér í endurbótum og nýjungum, sem við kynnum nú fyr- ir viðskiptavinum okkar. Þá vildi ég nefna að við kynnum nýja ratsjá fyrir minni báta frá japanska fyrirtækinu Anritsu. Hann byggir á nýrri tækni. í fyrsta skipti er nú boðið upp á ratsjá með svokölluðum tölvu- skjá. Þetta er „plasmaskjár" og fyrir vik- ið tekur hann mun minna rými en eldri ratsjárskjár. Hefur það verulega þýðingu fyrir minni báta með tiltölulega lítið rými í stýrishúsi. Þarna eru einkum hafðar í huga þarfir báta allt að 20 tonnum. Ég minntist áðan á tölvuplotterinn, sem er öflugt og þróað tæki frá hol- lenska fyrirtækinu Chartvorx. Hann hefur slegið í gegn hjá fiskimönnum í nágrannalöndunum og raunar hér á landi einnig. Þarna er um að ræða venjuleg sjókort í tölvutæku formi. Kort sem keyra má upp sem glærur. Þarna geta menn verið með allan heiminn undir ef þeir þess óska og svo líka eru menn með það svæði og þann skala sem þeir vilja vinna á. Þá eru menn gjarnan að vinna á svokölluðum fiskikortum, sem sjómenn þekkja. Þú ert bara með þær skýringar sem þú vilt hafa inni á skjánum og skráir það sem þú vilt skrá inn með hjálp staðsetning- artækis auk þeirra upplýsinga, sem frá sjálfum þér koma. Fuilyrða má að þessi nýi tölvuplotter sé bylting frá því sem áður var. Áður var þetta aðeins einfaldur „plotter" og not- andinn var bundinn ýmsum ytri að- stæðum. í nýja kerfinu heftir þig ekkert, gangöryggi hefur einnig aukist mikið. Allt upplýsingaflæði í sambandi við veiðarnar svo sem festur og ferlar, um önnur skip, þetta er allt skráð á staðn- um og auðvelt að aðlaga sig aðstæðum á hverjum tíma. Áður fyrr var notand- inn bundinn ákveðnu magni af upplýs- ingum, sem hægt var að geyma. Nú eru engin takmörk á upplýsingamagni og tölvurnar örfljótar að nálgast þær. Þá emm við með nýjungar í dýptar- mælum fyrir minni báta frá fiskileitar- tækjahluta japanska fyrirtækisins Suzuki. Þessir mælar eru bæði hagstæð- ir í notagildi og verði. Að lokum langar mig að nefna nýtt staðsetningartæki frá Philips Navigation í Danmörku. Þeir verða þarna sjálfir á sýningunni og kynna það. Tæki frá þeim hafa löngum verið burðarásinn í þjónustu Elcon." Elcon ehf. er fyrirtæki sem byggir á langri reynslu. Það býður viðskiptavin- um sínum upp á allskonar siglinga- og fiskileitartæki, staðsetningar- og örygg- istæki. Framkvæmdastjóri þess, Árni Marinósson hóf rekstur í eigin nafni árið 1980 en hlutafélagið var síðan stofnað árið 1988. Sjálfur byggir Árni á reynslu af sjávarútvegi allt frá árinu 1963. „Fjöregg okkar hjá Elcon hefur á- vallt verið sem best og mest þjónusta við viðskiptavini okkar hvort sem er á sviði sölu, þjónustu eða viðhalds. Hing- að geta menn komið hvenær sem er og fengið bæði upplýsingar og kennslu." □ 88 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.