Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1996, Blaðsíða 132

Ægir - 01.09.1996, Blaðsíða 132
Sæplast Endurvinnanleg ker „Á þessari sýningu leggjum við megináherslu á tvennt. Annars vegar eru það ker úr endurvinnanlegu plasti sem hafa vakið verðskuldaða athygli og fengið góðar undirtektir. Hinsvegar er það ný djúpsjávartrollkúla sem við vitum að sjómennirnir hafa verið að bíða eftir,“ sagði Þórir Matthías- son sölu- og markaðsstjóri hjá Sæplasti á Dalvík í samtali við Ægi. „Helstu kostir fiskikera úr endurvinn- anlegu plasti eru einkum þrir. í fyrsta lagi eru þau endurvinnanleg, í öðru lagi mun sterkari en eldri gerðir og í þriðja lagi hef- ur úretanið þann galla að það drekkur í sig vökva og þess vegna var hætta á skemmdum ef gat kom á ytri kápuna. Þetta vandamál hverfur með nýju kerun- um því þau eru alveg úr pólyetylíni sem drekkur ekki í sig vatn og því er auðvelt að gera við kerin án þess að eiga á hættu að vatn komist milli laga." Þetta nýja endurvinnanlega ker var sýnt sem þróunarverkefni á síðustu sjáv- arútvegssýningu og er afrakstur langrar þróunarvinnu Sæplastsmanna. Kerið hef- ur verið sýnt á þremur erlendum sýning- um síðan framleiðsla á því hófst og vakið töluverða athygli. í kjölfarið fylgdu síðan sölusamningar og vakti mesta athygli samningur um sölu á rúmlega 1000 kör- um tii Danmerkur þar sem kerin verða notuð í kjötvinnslu. „Við munum áfram bjóða eldri gerðir kera og kynnum á sýningunni 460 lítra og 660 lítra ker sem eru með sérstaklega styrktum botni og við teljum að muni vekja áhuga sýningargesta. Endurvinnan- legu kerin hafa enn ekki náð verulegri út- breiðslu á innanlandsmarkaði þó hann fari vaxandi en kerin eru nokkru dýrari en eldri gerðir." Það var Fiskmarkaður Suðurnesja sem varð fyrstur fyrirtækja á íslandi til að taka í notkun endurvinnanleg ker, en Þórir sagði að stöðugt fleiri gerðu sér grein fyr- ir kröfum nútímans um endurvinnslu. Sæplast er að taka í notkun nýtt verk- smiðjuhús norður á Dalvík sem er 1.260 fermetrar og við það tvöfaldast afkasta- geta fyrirtækisins en fram til þessa hefur verksmiðjan verið keyrð á vöktum allan sólarhringinn til þess að anna eftirspurn. „Þetta gefur okkur einnig færi á að stunda enn meiri þróunarvinnu en hing- að til," sagði Þórir. Þetta er aðeins hluti þeirrar uppbygg- ingar sem fram fer hjá Sæplasti því fyrir- tækið undirbýr nú að reisa verksmiðju á Indlandi og er í samstarfi við indverska aðila um það verkefni. Þórir sagði að enn væri ýmislegt óljóst um framvindu máls- ins og enn of snemmt að segja til uni hvenær framleiðsla hæfist. Þórir sagði að með tilkomu verksmiðjunnar væri greitt úr ýmsum tollamálum og erfiðleikum á flutningum en í þessum heimshluta eru gífurlega stórir markaðir sem vænlegir þykja til útflutnings. Nægir að nefna að í Indlandi býr milljarður manna. Útflutningur hefur um árabil verið um helmingur af framleiðslu Sæplasts en fyr- irtækið hefur einnig sterka stöðu á innan- landsmarkaði og taldi Þórir að hlutdeild Sæplasts innanlands væri um 60% en framleiðsluvörur Sæplasts hafa verið seld- ar til 70 landa í öllum heimsálfum og eru í stöðugri sókn. Nýja djúpsjávartrollkúlan sem kynnt verður á sýningunni heitir 1087 og er átta tommu miðjugatskúla úr nýju plastefni sem ekki hefur verið notað í kúlur áður. Kúlan þolir að fara niður á 750 faðma dýpi eða um 1950 metra og er að sögn Þóris líkleg til að verða vinsæl. „Við höfum verið með djúptrollkúlur með eyrum en þessi hönnun er sterkari og þolir betur álagið. Við höfum notið að- stoðar Iðntæknistofnunar við hönnun á þessari nýju kúlu sem ég veit að sjómenn hafa beðið eftir. Að baki þessari fram- leiðslu liggur mikil þróunarvinna og til- raunir en nú teljum við okkur hafa leyst verkefnið." Auk þess sem hér hefur verið nefnt framleiðir Sæplast rotþrær, tanka og vatnsrör og sitthvað fleira úr plasti. „Við vonumst eftir að sjá sem flesta gesti í sýningarbás okkar í LaugardalshöH og hlökkum til að hitta þá," sagði Þórir að lokum. □ 132 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.