Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1996, Blaðsíða 44

Ægir - 01.09.1996, Blaðsíða 44
Skipasmíðastöðin hf., ísafirði: Nýsmíði á stokkunum „Við erum að smíða 30 tonna rækjubát fyrir Tind hf. á Sauðár- króki. Þetta er að mörgu leyti hefðbundinn rækjubátur, tæplega 15 metra langur, og við munum afhenda hann tilbúinn til veiða í haust, með sjókortum í skúffunni og öllu saman," sagði Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri Skipa- smíðastöðvarinnar hf. á ísafirði í samtali við Ægi. „Þetta eru afar ánægjuleg tímamót fyrir okkur og þennan iðnað í heild því þetta er eina nýsmíði stálfiskiskips sem er unnið að hér innanlands í augnablik- inu. Þetta er fyrsta nýsmíðin hér á ísa- firði síðan 1989." En það er fleira forvitnilegt og nýstár- legt við smíði þessa báts sem sýnir hvernig gamalgróin fyrirtæki geta með lítilli fyrirhöfn stokkið inn í tölvuöld- ina. Allt stál í skipið er skorið af tölvu- stýrðri skurðarvél sem sker af mikilli ná- kvæmni og með miklum hraða flókn- ustu stykki. Þetta er vél sem hefur verið í notkun hjá fyrirtækinu frá 1978 en hefur gengið í endurnýjun lífdaganna. „Við létum endurnýja allt rafkerfið í skurðarvélinni og síðan var settur tölvu- stýrður búnaður í stað þess gamla sem vann eftir fótósellum. Það var norskt fyrirtæki, sem sérhæfir sig í slíkum breytingum, sem sá um þetta fyrir okk- ur og kostnaðurinn var alls ekki mikill," sagði Sigurður. Eins og þetta sé ekki nóg þá er notuð nútímasamskiptatækni til þess að koma þessu öllu heim og saman. Sigurður hannaði skipið ásamt félaga sínum Gísla Ólafssyni. Það kemur í hlut Gísla að útfæra smíðateikningarnar en hann er búsettur í Seattle og starfar þar. Teikn- ingarnar eru sendar milli landa í tölvu- pósti á Internetinu og eru þaðan sendar beint til tölvunnar sem stjórnar skurð- arvélinni og pappír kemur aldrei við sögu á leiðinni. „Þetta hefur ekki verið gert hérlendis áður svo ég viti. Ég byrja daginn á því að opna pósthólfið mitt í tölvunni og þar bíður teikning dagsins. Fjarlægðin skiptir auðvitað engu máli, Gísli hefði þessvegna getað verið búsettur á Horn- bjargsvita. Það kom mér í rauninni á óvart hve einfalt og ódýrt það var að nálgast þessa tækni og nýta sér hana. Það hefur geng- ið alveg framúrskarandi vel að vinna með þetta og við erum mjög ánægðir," sagði Sigurður. Hver einasti plötubútur í bátinn er skorinn með þessum hætti og að mati Sigurðar sparast þarna mikil vinna sem annars hefði þurft að vinna með mann- afli. „Vélin sker svo miklu nákvæmar að það sparast gífurlega mikil vinna með slípirokkum sem með skurðarvinnunni var óþrifalegasta og leiðinlegasta verkið í smiðju eins og þessari. Þannig léttir tæknin af okkur verstu verkunum." Þessi nýja tækni getur af sér mikla hagkvæmni því afköst vélarinnar eru mikil og því gengur verkið hraðar en það annars hefði gert. Nákvæmni í skurði er og það mikil að samsetningin gengur betur en að jafnaði. „Það má segja að þetta sé eins og að setja saman mekkanó. Smiðirnir hafa nóg að gera og framleiðnin verður fyrir vikið miklu meiri og gerir okkur kleift að skila hagstæðari tilboðum en áður." Fyrir gömlu skurðarvélina þurfti að gera risavaxnar teikningar í fullri stærð af hverju stykki sem fótósella vélarinnar síðan las. Slíkur búnaður er í notkun í stærstu íslensku skipasmiðjunum í dag. „Við erum á því að þessi tækni geri okkur kleift að vera samkeppnisfærir í viðgerðum og nýsmíðum því þessi nýja skurðarvél sker auðvitað stál í hvað sem er, hvort heldur þar skal nýtast á sjó eða landi. Burðarvirki og tankar eða hvað sem smíðað er úr stáli, við getum nýtt þessa sömu tækni." Að sögn Sigurðar binda menn vestra vonir við að þessi nýsmíði sé sú fyrsta og fleiri muni fylgja í kjölfarið. Brýna nauðsyn beri til að vinna að endumýj- un flotans með eðlilegum hraða og merki séu um betri tíma í greininni en undanfarin ár. „Þessi tölvuvæðing okkar hefur hins- vegar fært okkur heim sanninn um að skrefin fram á við felast ekki alltaf í risa- vöxnum fjárfestingum í vélum og hús- um. Stundum eru skrefin fjárhagslega lítil en tæknilega stór." □ 44 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.