Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1996, Blaðsíða 52

Ægir - 01.09.1996, Blaðsíða 52
Hampiðjan: Glorían vinsæl - flestir íslensku togaranna á Reykjaneshrygg með flottroll frá Hampiðjunni „Við munum leggja áherslu á Gloríutrollin, Dynex ofurlínuna, Dynex ofurtóg- in og síðast en ekki síst flotteininn okkar sem nýtur vaxandi vinsælda. Allt hvílir þetta þó á traustum grunni okkar hefðbundnu framleiðslu," sagði Örn Þorláksson sölustjóri línu og kaðla hjá Hampiðjunni í samtali við ÆGI. Örn sagði að í samvinnu við skip- stjórnarmenn og netahönnuði væru Gloríuflottrollin í stöðugri endurskoð- un. „Við notum stöðugt meira af Dy- neema í stóru möskvana sem gerir trollið léttara og meðfærilegra. Það hef- ur verið hæg þróun í þá átt að stækka trollið og við höfum reynt að mæta óskum viðskiptavinanna í þeim efn- um. Efri mörkin í þeim efnum eru ekki þekkt." Þegar spurt er um útbreiðslu Glor- íutrollanna í flotanum svarar Örn því til að á karfaveiðunum á Reykjanes- hrygg í vor hafi flestir íslensku tog- aranna verið með Gloríutroli. Mikið hefur verið flutt út af slíkum trollum og er því ekki að efa að þau hafi verið í notkun hjá fjölda erlendra togara á Hryggnum í vor. „Við erum alltaf að færa okkur meira inn á fjarlæga markaði s.s. Nýja- Sjáland, Namibíu og Suður-Ameríku. Einnig hefur verið góð sala hjá samstarfsaðili Hampiðjunnar í Seattle í Ameríku, Victory Fishing Gear en það selur einkum til útgerða í Kyrra- hafi." Dynex ofurlínan hefur verið í þróun og reynslu á vegum Hampiðjunnar í heilt ár. Byr VE hefur tekið þátt í til- raunaveiðum með Dynex línuna á ýmsum miðum við ólíkar aðstæður og að sögn Arnar eru sjómennirnir mjög ánægðir með árangurinn. „Byr hefur samtals tapað tveimur rekkum af línu, slitið innan við fimmtán sinnum og samkvæmt mæl- ingum er slitstyrkur línunnar 80% af því sem hann upphaflega var og út- gerðin hikar ekki við að nota hana annað ár. Núningsþolið virðist vera gíf- urlegt því það sér varla á línunni eftir þessa notkun. Þetta þætti gífurlega góður árangur við hefðbundnar línu- veiðar." Byr hefur veitt suður af Vestmanna- eyjum á mjög erfiðum botni, djúpt í Berufjarðarál á grálúðuslóðum og vest- ur á Hampiðjutorgi á rúmlega 1400 metra dýpi. „Færin sem einnig eru gerð úr 6,5 mm. Dynex með slitstyrk upp á 2.800 kíló hafa reynst framúrskarandi. í miklum straumi taka þau lítið rek á sig og auðvelt að draga þau inn. Þetta er allt til hægðarauka og framfara fyrir sjómenn." Örn sagði að eftir þetta tilrauna- tímabil væru Hampiðjumenn tilbúnir til að afgreiða ofurlínu til þeirra sem vildu kaupa. Efnið í línuna er framleitt í verksmiðju DSM í Hollandi en fléttað saman hjá Hampiðjunni hér heima. Hráefninu fer fram því á leiðinni eru þræðir sem eru 50% sterkari en þeir sem hefur verið unnið úr hingað til. „Þessi nýja lína er dýrari en nú gefst kostur á að blanda ofurefninu við þræði úr öðrum efnum og lækka þannig verðið án þess að minnka slit- styrkinn mikið. Við köllum þetta Dy- nex-Combi og hún verður nokkurs Örn Þorláksson sölustjóri línu og kaðla hjá Hampiðjunni. konar millistig því við munum einnig framleiða 5 mm. línu úr blöndu af Dy- nex og öðrum efnum og hún verður fyrst og fremst hugsuð fyrir minni báta." Hampiðjan hefur framleitt sýnishorn til tilrauna af Dynexlínu 2.5 mm. fyrir norska markaðinn þar sem hún er notuð sem flotlína. Hampiðjan á 80% hlut í DNG og Sjóvélum sem sameinuðust um síð- ustu áramót. Með samvinnu þessara þriggja fyrirtækja ásamt íslenskri vöru- þróun er unnið að heildarlausn fyrir krókaveiðar. íslensk vöruþróun leggur til LineTec átaksmæli og stjórnkerfi til línuveiða og yrði þetta að einu full- komnasta línukerfi í heiminum að sögn Arnar. Flottógið sem Hampiðjan framleiðir hefur náð mikilli fótfestu á markaðn- um og hefur sérstaklega hitt í mark hjá grásleppukörlum og þeim sem veiða í þorskanet. Einnig er teinninn fluttur út til Japans þar sem hann er notaður við hefðbundnar netaveiðar og í fiskeldi. „Fyrst þetta hátækniland þar sem mikið er framleitt af veiðafærum vill kaupa af okkur flottein hljótum við að vera á réttri leið," sagði Örn að lok- um. □ 52 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.