Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1996, Blaðsíða 152

Ægir - 01.09.1996, Blaðsíða 152
Vélsmiðjan Nonni hf Deutz-vélar, gámapokar og kínversk skip Vélsmiðjan Nonni hf. er rótgróið fyrirtæki, stofnað árið 1915 norður í Ólafsfirði, en hefur verið starfrækt í Reykjavík frá árinu 1975. Þar halda um stjórnvölinn feðgarnir Þorsteinn S. Jónsson og Þorsteinn J. Þorsteinsson og þótt þeir séu hættir að reka vélsmiðju eru þeir enn á kafi í vélum. Þeir eru nefnilega umboðsmenn fyrir skipavélar með hin- um þekktu þýsku merkjum Deutz-MWM. Deutz-MWM sameinuðust árið 1988. í ár hefur orðið uppstokkun hjá fyrir- tækinu og heitir það núna Deutz AG sem einbeitir sér að framleiðslu á dísil- vélum. Það skiptist þannig að Deutz-MWM framleiðir vatnskældar skipa- og bátavélar, Deutz Motor GMBH framleiðir loftkældar og olíukældar vél- ar sem gagnast bæði flotanum og þó sérstaklega verktökum í landi og loks Deutz Service International GMBH sem sér um varahlutasölu fyrir allar vélar sem framleiddar eru undir merki Deutz AG. Fyrirtæki þeirra feðga hefur umboð fyrir allar vélar framleiddar undir merki Deutz AG, svo og varahluti í þær. Fyrir u.þ.b. fjórum árum komst á samstarf milli Vélsmiðjunnar Nonna hf. og Deutz Service Danmark A/S í Kaup- mannahöfn sem er að fullu í eigu Deutz AG. Síðan hefur þjónustan batnað veru- lega þar sem ferðir frá Danmörku til ís- lands eru mjög tíðar. „Verðið á vara- hlutunum er það sama en við höfum komist allt niður í sex klukkustunda af- greiðslu á varahlutum frá því þeir voru pantaðir þar til þeir voru komnir í hendurnar á viðskiptavininum," segir Þorsteinn yngri. Hann bætir því við að Danirnir sýni íslandi mikinn áhuga og ætli þeir að fjölmenna á sýninguna. Þar verður kynnt ný kynslóð af vélum frá Deutz sem gerðar em til að uppfylla alla meng- unarstaðla sem Evrópusambandið setur. Ferskleikinn helst í 21 dag Önnur nýjung sem kynnt verður á sjávarútvegssýningunni eru sérstakir loftskiptir gámapokar sem notaðir eru til að auka geymslutíma ferskra fiskaf- urða sem fluttar eru út í gámum. „Við geymdum í þessum umbúðum eldislax í 21 sólarhring og fengum hann dæmdan fyrsta flokks hjá Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins," segir Þorsteinn eldri. „Þessir pokar em sérhannaðir fyr- ir gámaflutninga og henta bæði 20 og 40 feta gámum, auk þess sem hægt er að fá þá minni. Eftir hleðslu er pokinn lofttæmdur og síðan dælt í hann þeirri loftblöndu sem við á. Þetta sparar dýra flugfrakt. Pokarnir henta líka fyrir salt- fisk því hann gulnar ekki við geymslu, léttist minna og það myndast enginn roði í honum. Pokarnir eru framleiddir í Bretlandi en bandarískt fyrirtæki á og hefur feng- ið alþjóðlegt einkaleyfi á aðferðinni við að halda pokunum þannig í gámunum að hægt sé að stafla þeim. Pokarnir era framleiddir úr vistvænu plasti, eru fimmfaldir og það má keyra lyftara á þeim án þess þeir skemmist. Um þessar mundir fara fram tilraunir til að geyma í pokunum ferskt lambakjöt og lofa þær góðu," segir Þorsteinn. Kínversk gæðaskip Síðast en ekki síst hafa þeir feðgar tekið höndum saman við aðra feðga, Þorbjörn Á. Friðriksson og Steingrím Þorbjöm Á. Friðriksson forstjóri Varðelds, Þorsteinn S. Jónsson forstjóri Nonna og Þorsteinn J. Þorsteinsson framkvæmdastjóri Nonna. son hans, og fengið umboð fyrir kín- verska fyrirtækjasamsteypu sem starf- rækir sjö skipasmíðastöðvar í Kína og rekur fjölda verksmiðja sem framleiða hverskyns tækjabúnað í skip. Fyrirtæk- ið heitir Changjiang Shipping Group. Tengslin við þetta fyrirtæki eru til- komin í krafti þess að Steingrímur teng- ist stjórnendum fyrirtækisins fjölskyldu- böndum. Fyrirtækið hefur smíðað flest- ar ferjur sem sigla á hinu volduga Jangt- se-fljóti (þær em um 2000 talsins), auk fjölda annarra skipa, fiskiskipa, farþega- skipa, flutningaskipa og sérhæfðra skipa af ýmsu tagi. Kínverska fyrirtækið getur smíðað skip fyrir íslendinga sem eru miklu ódýrari en skip sem smíðuð eru í Evr- ópu. Gæðin em fyllilega sambærileg því skipin eru smíðuð eftir þeim alþjóðlegu stöðlum sem kaupandinn kýs. Til marks um gæði framleiðslunnar má nefna að fyrirtækið framleiðir vélar, skrúfur og margvíslegan annan búnað undir merkjum margra þekktustu fyrirtækja Evrópu sem treysta því vel fyrir að standast ströngustu gæðakröfur. Þeir fjórmenningar hafa stofnað fyr- irtækið Varðeldur ehf. um þessi við- skipti sem þeir segja Kínverjana vera mjög áhugasama um. í Kína séu að opnast stórir markaðir og Varðeldur hafl öll leyfi til viðskipta þar. Þarna bjóðist ódýr og vel byggð skip og viðskiptin gangi hratt og vel fyrir sig. Þeir segjast geta gengið frá hlboði í smíði togara eða loðnuskips á fáeinum dögum. □ 152 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.