Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1996, Blaðsíða 48

Ægir - 01.09.1996, Blaðsíða 48
Á. Bjarnason Rækjuvélar og smurkerfi LINCOLN UNCOLN SMURKERFI Ásgeir Bjarnason framkvæmdastjóri hjá Á. Bjamasyni. Ásgeir Bjarnason hefur tveggja áratuga reynslu af þjónustu við rækjuiðnaðinn í landinu. Undan- farinn áratug hefur hann rekið fyrirtækið Á. Bjarnason ehf., sem er um þessar mundir að flytja í Trönuhraun 1 í Hafnarfirði, og flutt inn hinar þekktu rækjupillun- arvélar frá bandaríska fyrirtækinu Laitram en þær eru í allflestum rækjuvinnslum hér á landi, enda er Laitram langstærsti framleið- andi rækjuvinnsluvéla í heimin- um. Nýr rækjusjóðari Á sjávarútvegssýningunni kynnir Á. Bjarnason nýja útgáfu af rækjusjóðara og rækjuþvælara frá Laitram. Það nýja við þessar útgáfur er að vélarnar eru orðnar einfaldari og mun þægilegri í þrifum, enda segir Ásgeir að hreinlætis- málin séu orðin mjög mikilvægur þátt- ur í vinnslunni. Auk þessara véla er hann með eftirpillara og flokkara, bæði fyrir pillaða og ópillaða rækju. Hann bætir því við að raunar sé það merkilegt hve lítið rækjupillunartæknin hafi breyst síðan vélarnar komu fram fyrir hartnær hálfri öld. Þó er stöðugt unnið að endurbótum á vélunum og reynt að gera þær þægilegri í meðförum og við- haldi. Nýr „kvennabani" Á. Bjarnason hefur einnig umboð fyrir Key Technology Inc. sem framleið- ir vélar fyrir rækjuiðnaðinn. Nýjasta tækið frá því fyrirtæki nefnist TEGRA og er ný og endurbætt útgáfa af „kvenna- bananum" svonefnda. Hér er um að ræða flokkunarvél sem byggir á tölvu- sjón og verður hún kynnt í fyrsta sinn á sýningunni í Laugardalshöll. TEGRA hefur það fram yfir fyrri vélar af þessari gerð að hún flokkar ekki bara eftir lit heldur einnig lögun. Vélin getur því sortérað frá hluti sem eru eins á litinn en öðruvísi í laginu en rækjan. Frá bandaríska fyrirtækinu Key Technology Inc. eru einnig á boðstólum íshúðunartæki sem varna því að rækjan þorni á geymslutímanum og skel- blásarar sem hreinsa skel frá rækju á færibandinu. Aukning ■ smurtækni Á síðustu árum hefur Á. Bjarnason aukið umsvif sín á sviði smurtækni og hefur það verið helsti vaxtarbroddur fyrirtækisins. Meðal þess sem þar er á boðstólum eru sjálfvirk smurkerfi frá þýsk-bandaríska fyrirtækinu Lincoln, sjálfvirkir smurskammtarar frá Perma og hágæða smurolíur fyrir matvælaiðnað- inn frá Optimol en bæði síðarnefndu fyrirtækin eru þýsk. Allar olíur á lager Ásgeir segist hafa á lager allar olíur fyrir iðnfyrirtæki, koppafeiti á vörubíla og vinnuvélar og smurkerfi fyrir litlar og stórar vélar. Hann segir að það kunni að hljóma einkennilega en staðreyndin sé sú að fæstar vélar sem notaðar eru í matvælaiðnaði séu búnar smurkerfi frá hendi framleiðenda. Það sé þó aðeins að breytast, til dæmis sé Baader komið með smurkerfi á sínar vélar. Ásgeir segir að olíurnar sem hann flytur inn hafi reynst vel og séu menn ánægðir með þær. □ 48 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.