Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1996, Blaðsíða 150

Ægir - 01.09.1996, Blaðsíða 150
Ellingsen í 80 ár: Sækjum fram í veiðarfærum Á síðasta ári hóf Ellingsen sam- starf við Netagerðina Ingólf í Vestmannaeyjum um innflutning á netum og trollum frá Swan Net Ltd. á írlandi. Að sögn Óttars Ell- ingsen framkvæmdastjóra hafa viðtökur markaðarins verið góðar og því hefur nú verið stigið nýtt skref í átt til þess að veita enn betri þjónustu í veiðarfærum. „Á sínum tíma fóru tveir starfsmenn héðan út í sjálfstæðan rekstur og stofn- uðu víraverkstæðið Ingvar og Ari hf. Þetta fyrirtæki keypti Ellingsen fyrir nokkmm árum en nú hefur Netagerðin Ingólfur gengið til liðs við það og mun það bjóða upp á alla hefðbundna neta- þjónustu við skip og báta auk þess að vera aðalþjónustuaðili fyrir Swan Net Ltd. en það var skýr krafa viðskiptavin- anna að fá þjónustu hér í Reykjavík. Með tilkomu þessa verkstæðis getum við útvegað hvaða skipi sem er hvaða þjónustu sem er, hvort sem það er handfærabátur eða frystitogari," sagði Óttar í samtali við Ægi. Verkstæðið er nú rekið í húsnæði Ell- ingsen við Eiðisgranda en að sögn Ótt- ars verður það með tímanum flutt á nýjar slóðir nær höfninni þar sem auð- veldara verður að bjóða viðgerðarþjón- ustu og uppsetningar á stórum flottroll- um. Af stóru flottrollunum er það annars nýtt að frétta, að í upphafi þessa árs var hafist handa við að betrumbæta og hanna uppá nýtt flottrollið frá Swan Net sem ætlað er til úthafskarfaveiða. Trollið sem sett var á rnarkað á síðasta ári reyndist ekki henta í úthafinu vegna of smárra möskva og þar afleiðandi of mikillar mótstöðu. í júní síðasliðnum var nýja úthafskarfatrollið sett um borð í frystitogarann Akureyrin EA 110 og fór skipið með trollið til úthafskarfaveiða á Reykjaneshrygg. Eftir að veiðum var þar hætt hefur skipið verið við veiðar á Grænlandsmiðum og trollið komið mjög vel út. Er þar greinilegur mikill munur á milli skipa hverjir fiska mest. Öll önnur skip Samherja eru með flottroll frá Hampiðjunni úr polyethyle. Bestu einkunn sem við gátum hugsað ÓttarB. Ellingsen framkvœrndastjóri Ellingsen. okkur að fá voru orð skipstjórans á Ak- ureyrinni EA, Sturlu Einarssonar, sem sagði m.a. að vinna með trollinu væri algjörlega eins og hugur manns og eng- inn sem væri með troll frá samkeppnis- aðilanum, Hampiðjunni, gæti leikið það eftir sem honum væri kleift að gera með Swan Net trollinu. Nú loksins fyndist honum persónulega að Hamp- iðjan væri búin að fá samkeppnisaðila inná markaðinn. Enda á meðan önnur skip voru 10-12 tíma að fiska fyrir vinnsluna var hann aðeins 5-8 tíma á togi. Trollið er af nýrri gerð eins og áður sagði og er 2754 metrar í ummál. Til gamans má geta þess að írarnir hjá Swan Net kalla trollið „White Tiger" vegna stærðar þess. Einnig má geta þess að mótstaða trollsins er minni í sjó en Gloriu 2048. Eldri karfatrollin hafa aftur á móti komið mjög vel út í Smugunni og má þar nefna skip eins og Akureyrin EA sem gerði mettúr á síðastliðnu ári með Swan Net trolli að stærð 1689. Og eins er Klakkur SH sem kom fyrstur skipa með fullfermi úr Smugunni með Swan net troll 1536. Nú, ánægjulegast við þetta er að nú í dag seljum við báðar gerðinar af trollunum, eldri gerðina í Smuguna og nýju útgáfuna í úthafskarf- ann, þannig að við getum ekki annað en verið bjartsýnir með framtíðina. Ellingsen hefur einnig verið að selja troll og snurvoðir fyrir smærri skip úr Dyneema en það er mikið undraefni og hefur tilkomu þess í netagerð verið líkt við þá byltingu sem varð þegar nælonið leysti hampinn af hólmi á sínum tíma í veiðarfæragerð. Alls hafa 12 skip og bát- ar í Vestmanneyjum veðjað á undraefn- ið en efni þetta ryður sér nú til rúms víða við Norður-Atlantshafið. „Þetta „ofurefni" er svo sterkt að þar sem áður þurfti 6 mm dugar 2 mm þráður sem er jafn sterkur eða sterkari, " sagði Haukur Þorvaldsson. Af þessu leið- ir að troll úr ofurefninu er mun léttara í drætti, flýtur betur í sjónum og er fiskn- ara. Ellingsen og Ingólfur hafa í vor selt nokkrum Vestmannaeyjabátum slík troll og skipstjórar og útgerðarmenn eru afar hrifnir. Minnsti báturinn sem hef- ur tekið slíkt troll um borð er með 135 ha. vél en þeir stærstu eru togararnir Þórunn Sveinsdóttir VE og Bylgja. „Það er óhætt að tala um byltingu í þessum efnum og ég er persónulega sannfærður um að þetta á eftir að ryðja sér verulega til rúms í flotanum á næstu árum." Verksmiðjan í Hollandi sem Elling- sen skiptir við framleiðir tiltekinn kvóta af þessu ofurefni samkvæmt einkaleyfl hráefnisframleiðandans D.S.M. í Hol- landi sem hefur úthlutað Evrópu 1000 tonna kvóta. Samtals fara 800 tonn af Evrópukvótanum til fslands. Vegna aukinnar áherslu á veiðarfæra- sölu hefur Ellingsen hafið sölu á vörum frá danska framleiðandanum Utzon sem framleiðir tóg, trollgam og allt efni til netagerðar. Að sögn Hauks og Óttars er verkstæðið rekið sem sjálfstæð eining en það verður fyrst um sinn rekið undir nafninu Netagerðin Ingólfur-Ingvar og Ari hf. □ 1 50 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.