Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1996, Blaðsíða 166

Ægir - 01.09.1996, Blaðsíða 166
Besta hf hreinlæti Sérfræðingar í „Á undanförnum árum hefur gæðastjórnun rutt sér mjög til rúms í sjávarútvegi og öllum matvælaiðnaði og því hefur fylgt ný hugsun og auknar kröfur," sagði Friðrik Ingi Friðriksson framkvæmdastjóri Besta í samtali við Ægi. Að sögn Inga mun Besta einkum leggja áherslu á þrennt á sjávarútvegssýn- ingunni og allt eru það hlutir sem sér- staklega henta sjávarútvegi og fisk- vinnslu sem er stöðugt vaxandi markað- ur fyrir Besta og þær vörur sem fyrirtækið býður. „í fyrsta lagi eru það hreinlætisáhöld frá danska fyrirtækinu Vikan sem hafa viðurkenningu til notkunar í matvæla- iðnaði og standast mjög vel þær miklu kröfur. í öðru lagi er það okkar framleiðsla á ýmsum sérútbúnum burstum fyrir fisk- vinnsluvélar og færibönd. Menn eru stöðugt að átta sig betur á notagildi sér- hæfðra bursta af ýmsu tagi til nota við færibandastýringar, sem hluta af ýmsum sérhæfðum fiskvinnsluvélum og víðar." Besta hf. framleiðir bursta eftir þörfum hvers og hefur þannig tekið virkan þátt í þeirri nýsköpun sem hefur að undan- förnu átt sér stað í iðnaði tengdum sjáv- arútveginum. Uppfinningamenn og hönnuðir sem sjá fjölþætt notagildi bursta í stað hnífa eða þéttinga leita til Besta. Starfsmenn fyrirtækisins leggja mikið kapp á að veita sem besta ráðgjöf og fyrirgreiðslu og byggja þar á áratuga reynslu á þessu sviði. „Þriðja atriðið sem við leggjum mikla áherslu á er síðan sápur og sápuskammt- arar fyrir starfsmenn. Sápuskammtararn- ir okkar eru með sápuna í algjörlega lok- uðu hólfi því hún er í pokum og þegar hver poki er tómur er nýr settur í. Auk þess bjóðum við sérstakt hreinsi- efni til að nota þegar ekki er þörf á þvotti heldur sótthreinsun með sprittblöndu sem drepur 99% allra þekktra gerla á 15 sekúndum en þurrkar ekki húðina." Besta var stofnað 1987 en saga þess er í raun miklu iengri. Hana má rekja aftur tii ársins 1930 þegar Hróbjartur Árnason, Friðrik Irtgi Friðriksson framkvœmdastjóri Besta. fyrsti íslendingurinn með meistarabréf í burstagerð, stofnaði fyrirtækið Bursta- gerðina sem trúlega flestir þekkja. Besta var upphaflega deild í Bursta- gerðinni, síðar sjálfstætt fyrirtæki og varð fljótlega margfalt stærra en móðurfyrir- tækið. Nú er Besta-nafnið notað á allar vörur sem fyrirtækið framleiðir og selur. Árið 1990 var opnað útibú frá Besta á Suðurnesjum sem nýlega flutti í nýtt húsnæði. „Það má segja að með stofnun Besta hafi Burstagerðin flust til nútímans," seg- ir Friðrik Ingi. Besta er fyrirtæki sem sérhæfir sig í öllu sem lýtur að hreinlæti og hreingern- ingum eins og nútímarekstur gerir kröfu til að staðið sé að þeim. Besta selur gólf- hreinsiefni fyrir hörð gólf frá Butchers og efni og áhöld sérstaklega fyrir eldhús frá Ecolab sem er stærsta fyrirtæki í heimin- um á því sviði. Húðhirðuefni og sápu- skammtarar eru frá Gojo sem er enn- fremur eitt hið stærsta í heimi á því sviði. Frá Vikan koma burstar og áhöld til hreingerninga en moppuvagnar, ræst- ingavagnar og slíkir hlutir frá Jani-Jack. Auk þessa býður Besta margvísleg áhöld, s.s. bursta, kústa, plastpoka, gúmmí- hanska, pappírsþurrkur, pokagrindur, moppur og þessháttar sem að gagni kem- ur við hreingemingu. Sumir burstarnir eru eigin framleiðsla, s.s. bílakústar, strá- kústar, skrúbbur og burstamottur, meðan annað er innflutt. Einnig selur Besta vélar til gólfþvotta og vélsópa frá Hako, gólfhirðuvélar frá Clarke, Windsor og fleirum og eru með fjölbreytt úrval af vatnssugum og teppa- hreinsivélum. Auk þessa selur Besta snjó- plóga og götusópa fyrir sveitarfélög, flug- velli og gatnakerfi þannig að hreinlæti og hreinsun á stórum sviðum og smáum er það sem fyrirtækið fæst við. En það er stöðugt unnið að því að fullkomna vinnubrögð og bæta í hreinlætisiðnaðin- um. „Það sem er helst að ryðja sér til rúms er svæðaskipting og notkun mismunandi lita sem mjög mikið er notuð erlendis. Þá eru notaðir ákveðnir burstar og tæki á á- kveðnum svæðum og merkt með litum. Til dæmis gætu verið rauðir burstar í móttökunni í frystihúsi, bláir í vélasal og hvítir í vinnslusal og þess gætt að vinna aðeins með hverjum bursta á sínu svæði. Sum fyrirtæki kjósa reyndar að nota lá- rétta skiptingu og nota einn lit af burst- um á gólf, annan á veggi og þann þriðja á borð og tæki í vinnsluhæð." Friðrik Ingi segir að þessi hugsunar- háttur ryðji sér mjög til rúms, einkum eftir því sem gæðastjórnun í matvælaiðn- aði verður útbreiddari. „Stundum átta menn sig ekki á þýð- ingu þessa en þá er nóg að minna á sam- líkinguna um klósettið og eldhúsvaskinn. Þar notar þú ekki sömu burstana." □ 166 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.