Ægir - 01.09.1996, Síða 88
Elcon ehf.:
„Nýi tölvuplotterinn
er hrein hylting"
Artii Marinósson
framkvœmdastjóri,
Eiríkur Þórarinsson
l
yfirmaður a verk-
stœði og Rúnar Ind-
riðason rafeinda-
virki hjá Elcon.
- þróun tölvutækninnar gerir all-
an búnað einfaldari en jafnframt
miklu fullkomnari
„Um þessar mundir leggjum við
meðal annars áherslu á djúpsjávarbún-
að fyrir togarana en með honum er
beitt nýrri hlið á tölvutækninni til að
auðvelda fiskveiðar. Sá búnaður sem við
bjóðum er frá þýska fyrirtækinu Elac.
Einnig má nefna svonefndan
„tölvuplotter" sem má kalla fiskveiði-
tölvu sem skráir niður upplýsingar frá
staðsetningartækjum eftir ákvörðun
notenda hennar," sagði Árni Marinós-
son, framkvæmdastjóri Elcon ehf. í við-
tali við Ægi.
„Segja má, að báðar þessar tækninýj-
ungar, sem við leggjum áherslu á, byggi
á þróun tölvutækninnar, sem fleygt hef-
ur ört fram eins og kunnugt er. Þessa
framþróun hafa framleiðendur síðan
nýtt sér í sívaxandi mæli. Afleiðingin er
sú, að í dag er þessi búnaður bæði miklu
einfaldari í notkun og jafnframt mun
fullkomnari.
Djúpsjávarbúnaðurinn frá Elac kom
fyrst um borð í Arnar frá Skagaströnd
árið 1992. Bæði eigendur skipsins og
sérfræðingar Elac lögðu mikla áherslu á
uppsetningu hans þar um borð og að
allt væri sem best úr garði gert. Sú vinna
sem þar var lögð fram og síðan í öðrum
skipum hefur skilað sér í endurbótum
og nýjungum, sem við kynnum nú fyr-
ir viðskiptavinum okkar.
Þá vildi ég nefna að við kynnum
nýja ratsjá fyrir minni báta frá japanska
fyrirtækinu Anritsu. Hann byggir á
nýrri tækni. í fyrsta skipti er nú boðið
upp á ratsjá með svokölluðum tölvu-
skjá. Þetta er „plasmaskjár" og fyrir vik-
ið tekur hann mun minna rými en eldri
ratsjárskjár. Hefur það verulega þýðingu
fyrir minni báta með tiltölulega lítið
rými í stýrishúsi. Þarna eru einkum
hafðar í huga þarfir báta allt að 20
tonnum.
Ég minntist áðan á tölvuplotterinn,
sem er öflugt og þróað tæki frá hol-
lenska fyrirtækinu Chartvorx. Hann
hefur slegið í gegn hjá fiskimönnum í
nágrannalöndunum og raunar hér á
landi einnig. Þarna er um að ræða
venjuleg sjókort í tölvutæku formi. Kort
sem keyra má upp sem glærur. Þarna
geta menn verið með allan heiminn
undir ef þeir þess óska og svo líka eru
menn með það svæði og þann skala
sem þeir vilja vinna á. Þá eru menn
gjarnan að vinna á svokölluðum
fiskikortum, sem sjómenn þekkja. Þú
ert bara með þær skýringar sem þú vilt
hafa inni á skjánum og skráir það sem
þú vilt skrá inn með hjálp staðsetning-
artækis auk þeirra upplýsinga, sem frá
sjálfum þér koma.
Fuilyrða má að þessi nýi tölvuplotter
sé bylting frá því sem áður var. Áður var
þetta aðeins einfaldur „plotter" og not-
andinn var bundinn ýmsum ytri að-
stæðum. í nýja kerfinu heftir þig ekkert,
gangöryggi hefur einnig aukist mikið.
Allt upplýsingaflæði í sambandi við
veiðarnar svo sem festur og ferlar, um
önnur skip, þetta er allt skráð á staðn-
um og auðvelt að aðlaga sig aðstæðum
á hverjum tíma. Áður fyrr var notand-
inn bundinn ákveðnu magni af upplýs-
ingum, sem hægt var að geyma. Nú eru
engin takmörk á upplýsingamagni og
tölvurnar örfljótar að nálgast þær.
Þá emm við með nýjungar í dýptar-
mælum fyrir minni báta frá fiskileitar-
tækjahluta japanska fyrirtækisins
Suzuki. Þessir mælar eru bæði hagstæð-
ir í notagildi og verði. Að lokum langar
mig að nefna nýtt staðsetningartæki frá
Philips Navigation í Danmörku. Þeir
verða þarna sjálfir á sýningunni og
kynna það. Tæki frá þeim hafa löngum
verið burðarásinn í þjónustu Elcon."
Elcon ehf. er fyrirtæki sem byggir á
langri reynslu. Það býður viðskiptavin-
um sínum upp á allskonar siglinga- og
fiskileitartæki, staðsetningar- og örygg-
istæki. Framkvæmdastjóri þess, Árni
Marinósson hóf rekstur í eigin nafni
árið 1980 en hlutafélagið var síðan
stofnað árið 1988. Sjálfur byggir Árni á
reynslu af sjávarútvegi allt frá árinu
1963. „Fjöregg okkar hjá Elcon hefur á-
vallt verið sem best og mest þjónusta
við viðskiptavini okkar hvort sem er á
sviði sölu, þjónustu eða viðhalds. Hing-
að geta menn komið hvenær sem er og
fengið bæði upplýsingar og kennslu." □
88 ÆGIR