Ægir - 01.09.1996, Side 106
Vökvakerfi hf,
háþrýstikerfa
Allt til
„Það má segja að kjarni málsins sé að við gerum það sem viðskipta-
vinurinn vill. Þær lausnir sem henta honum best finnum við og leysum
málið á eins fljótan og ódýran hátt og hægt er,“ sagði Jón Lyngmó
framkvæmdastjóri Vökvakerfa hf. ■ samtali við Ægi.
Vökvakerfi hf. er kornungt fyrir-
tæki, nánar tiltekið rúmlega ársgam-
alt og hefur komið sér fyrir í Duggu-
voginum númer 23. Þar starfa tveir
starfsmenn sem stendur, Jón Lyngmó
framkvæmdastjóri sem jafnframt er
einn eigenda og Gísli Rúnar Guð-
mundsson bifvélavirki og alt-
múlígmand. Fyrirtækið stendur ekki
alveg eitt því að því standa sterkir
bakhjarlar sem eru Atlas hf. og Vél-
smiðjan Þrymur á ísafirði og mun
Vökvakerfi deila bás með Atlas hf. á
sjávarútvegssýningunni.
Eins og augljóslega felst í nafni fyr-
irtækisins eru vökvakerfi bæði ær
þeirra og kýr. Þar eru smíðaðar slöng-
ur lágþrýstar eða háþrýstar eftir atvik-
um og spíssarör fyrir flestar gerðir véla
bæði skipavélar og bílvélar.
„Það getur oft verið hagkvæmara
og fljótlegra að smíða nýtt rör eða
slöngu í staðinn fyrir að sérpanta það
að utan í gegnum umboðsmann vél-
arinnar," sagði Gísli Rúnar.
Tengi, nipplar, kranar
Rörafestingar frá Stauff ásamt YN
röratengjum með eða án stálgrips eru
til á lager og alls konar slöngutengi,
nipplar, kranar og rennilokar. Þeir fé-
lagar smíða spíssarör í bíla og skip, ol-
íurör og eldsneytisrör, bremsurör og
nippla, loftbremsuslöngur, olíuslöngur
fyrir sjálfskiptikæla og síðast en ekki
síst heilu vökvakerfin og háþrýstidæiu-
stöðvar eftir óskum og þörfum við-
skiptavina hvort sem það er um borð í
skip, bíla eða aftan á traktora og taka
að sér að stilla og yfirfara körfulyftur
hvort sem þær eru knúðar rafmagni
eða glussa.
Vökvakerfi í skip
Þrátt fyrir ungan aldur hefur fyrir-
tækið þegar séð um smíði á vökva-
kerfum í tvö skip og í öðru tilvikinu
Jón Lyngmó framkvœmdastjóri og Gísli
Rúnar Guðmundsson bifvélavirkjameistari
hjá Vökvakerfum.
fylgdi dælustöðin og allt saman með.
Þeir Jón og Gísli segjast leggja slík
kerfi eftir óskum viðskiptavina í
hverju tilviki og bjóða ráðgjöf og
hönnun kerfanna ef því er að skipta
en þeir byggja á 18 ára reynslu við að
þjónusta viðskiptavini í hinum ýmsu
atvinnugreinum við lausnir á vanda-
málum þeirra í tengslum við loftolíu
og eldsneytislagnir. Til þessa hafa þeir
haldgóða menntun sem nýtist vel í
starfi og þjónustu.
„Við viljum benda á að við smíð-
um spíssarör með hlífðarkápu algjör-
lega frá grunni eftir þörfum manna og
teljum að það sé þjónusta sem aðrir
bjóða ekki," sagði Gísli og minnti
einnig á ýmsa sérsmíði svo sem fóðr-
ingahólka til breytinga á fjöðrunar-
búnaði og allar slíkar óskir sem hægt
væri að uppfylla.
„Við eigum einnig mikið úrval af
polyamid rörum fyrir loft- og elds-
neytislagnir ásamt tengjum."
En hvað er það nú sem helst bilar í
vökvakerfum og hafa orðið miklar
tækniframfarir í gerð þeirra?
„Það getur allt bilað," sagði Jón, „en
helst eru það lagnir og rör í kerfum sem
eru undir miklu álagi sérstaklega úti á
sjó. Þar geta hlutir orðið fyrir skemmd-
um. Hvað varðar tækniframfarir þá eru
kerfin í eðli sínu lík því sem þau hafa
lengi verið en það má kannski segja að
notkun þeirra hafi breiðst út. Þannig
sýnist okkur að skip noti vökakerfi í
auknum mæli í stað rafmagns á milli-
dekkinu til að knýja færibönd og ann-
að."
Bjartsýnir eftir fyrsta árið
Þeir félagar sögðu að lokum að vissu-
lega væri mikil samkeppni í þjónustu af
þessu tagi en þar kæmi sér vel að hafa
sterka samstarfsaðila sem byggðu á
langri reynslu.
Þeir voru á einu máli um að traust
skipti miklu máli og þessvegna væri
mjög mikilvægt að veita eins góða þjón-
ustu og hægt væri svo viðskiptavinur-
inn kæmi aftur.
„Við erum bjartsýnir eftir þetta fyrsta
ár því okkur hefur gengið vel og haft
nóg að gera." □
106 ÆGIR