Ægir - 01.09.1996, Page 136
PON
Með puttann á púlsinum
„Þegar skórinn kreppir að í efnahagslífi landsins finnum við fyrst fyr-
ir samdrættinum en þegar birtir til og veiðist betur finnum við fljót-
lega fyrir uppsveiflunni. Þannig má segja að við séum með puttann á
púlsinum," sagði Pjetur N. Pjetursson framkvæmdastjóri PON, Péturs
O. Nikulássonar sf., í samtali við Ægi.
„Ég hef á tilfinningunni að nú sé
margt á réttri leið í þessari atvinnu-
grein."
PON sf. er fjölskyldufyrirtæki og er
Pétur 0. Nikulásson stofnandi og annar
eigenda en sonur hans Pjetur N. Pjeturs-
son er meðeigandi og framkvæmdastjóri.
„Árið 1962 hófum við innflutning á
Steinbock gaffallyfturum og BT hand-
lyftivögnum og stöflurum. Seinna kom
til innflutningur og sala á Manitou úti-
lyfturum og Kalmar gámalyfturum.
Auk þess höfum við í gegnum tíðina
verið með alls konar vöruflokka, s.s.
veiðarfæri, umbúðir fyrir ferskan fisk og
saltfisk, en höfum á allra síðustu árum
sérhæft okkur æ meira í innflutningi og
sölu á alls konar lyftitækjum til daglegra
nota því það er slæmt að dreifa kröftun-
um of víða. Við viljum geta sinnt við-
skiptavinunum með fullkominni vara-
hlutaþjónustu sem við kappkostum að
hafa sem allra besta," sagði Pjetur.
PON hefur jafnan átt góða markaðs-
hlutdeild í sölu gaffallyftara á íslandi og
hefur unnið til margra verðlauna frá er-
lendum framleiðendum. 1984 var PON
söluhæst fyrirtækja í heiminum á BT
handlyftivögnum miðað við mannfjölda
á markaði. 1987 fékk fyrirtækið viður-
kenningu frá Manitou fyrir mesta sölu-
aukningu milli ára og árið 1992 frá
Steinbock Boss fyrir söluaukningu í 2.5
tonna rafmagnslyfturum.
Árið 1984 sameinuðust lyftarafram-
leiðendurnir Steinbock og Boss og selja
nú framleiðslu sína undir nafninu Boss.
Þróunin hefur verið mjög ör í fram-
leiðslu þeirra og má segja að Boss PE 25
rafmagnslyftarinn sé notaður á flestum
þeim stöðum sem krafist er mikillar
vinnu við blautar og erfiðar vinnuað-
stæður eins og í fiskiðnaði.
Boss PE 25 lyftarinn verður það sem
PON mun hafa í framlínunni á sjávarút-
vegssýningunni í Laugardalshöll. Raf-
magnslyftarar hafa nær alfarið leyst dísil-
og gaslyftara af hólmi enda margvíslegir
kostir við að nota raforku á slík tæki í
matvælaiðnaði. Hljóðlátir, iéttir, minni
mengun og snúningaliprir eru helstu
kostirnir.
En aðstæður í íslenskum fiskiðnaði
eru mjög erfiðar. Umhverfið er blautt,
kalt og salt. Vegna þessa endurbætir PON
rakavörn á öllum lyfturum sem seldir
eru hérlendis því sú rakavörn sem er-
lendir framleiðendur telja næga dugar
skammt. Þetta hefur leitt til þess að
framleiðendur leita ráða hjá sérfræðing-
um PON þegar verið er að endurbæta
rakavörnina.
„Boss hefur hlustað mikið á okkar
ábendingar og breytt ýmsu í frágangi
lyftaranna í samræmi við það."
Að sögn Pjeturs er fiskvinnslan
langstærsti markaðurinn fyrir lyftara þó
annar iðnaður þurfi einnig á þeim að
halda. íslenska álfélagið er t.d. með 25
stóra rafmagnslyftara frá PON.
„Þessu fylgir mikil varahlutaþjónusta
sem þarf að vera mjög góð. Við viljum
helst eiga allt á lager en það sem ekki er
til hér útvegum við innan sólarhrings frá
Evrópu. Við erum með okkar eigin sér-
fræðinga og viðgerðarmenn en víða í
fyrirtækjum eru menn afar slyngir að
bjarga sér ef eitthvað bilar. Það getur ver-
ið dýrt að stöðva heilt frystihús ef lyftari
bilar."
Neville Bowman Shaw forstjóri Boss af-
hendir Pjetri Pjetarssyni viðurkenningu fyt-
ir mesta söluaukningu árið 1992.
Hjá PON vinna 7 starfsmenn og fyrir-
tækið hefur einnig samstarf við fyrirtæki
sem heitir Lyftaraþjónustan og sér um
viðgerðir og viðhald.
Er samkeppni mikil á þessum mark-
aði?
„Það er gífurlega hörð samkeppni og
flest vörumerki sem framleidd eru i
heiminum flutt inn. Og allir bjóða gott
verð og væntanlega góða þjónustu. Okk-
ar styrkur felst í því að við höfum verið
34 ár á markaðnum og höfum staðið
okkur með verð og þjónustu og tækin
okkar hafa staðið uppúr þar sem reynir
virkilega á þau."
Pjetur rifjar upp að lokum sögu af við-
horfi til nýjunga. Árið 1962 flutti PON
inn fyrsta lyftarann og var hann seldur
til ísfélagsins í Vestmannaeyjum. Þegar
verkamennirnir sáu þetta nýmóðins fjöl-
múlavíl, sem ætti að taka frá þeim vinn-
una, hótuðu þeirra að leggja niður vinnu
þegar í stað. Samþykkt var að lyftarinn
yrði á staðnum þeim til afnota ef þeir
vildu án kvaða og þannig náðist full sátt.
Hálfum mánuði seinna kom fulltrúi
verkamanna flaumósa á fund forstjór-
ans. Lyftarinn var bilaður og verkamenn
höfðu samþykkt að leggja niður störf
yrði ekki gert við hann þegar í stað. □
136 ÆGIR