Ægir - 01.09.1996, Qupperneq 130
Samey hf:
Ný tækni við kassamerkingar
fyrir frystitogara
„Við höfum lengi verið umboðsmenn fyrir vörumerkingarbúnað frá Wil-
lett og viljum kynna frá þeim athyglisverða nýjung fyrir fiskvinnslu
sem er bleksprautuprentarar sem merkja beint á kassana. Þessi bún-
aður er þegar kominn um borð í Guðbjörgu ÍS, Arnar HU og Venus
HF. Þetta er fljótvirkara, öruggara og sparar vinnu," sagði Þorkell
Jónsson framkvæmdastjóri í Samey í samtali við Ægi. í tveimur skip-
anna er prentarinn tengdur beint við tölvu í brúnni sem stjórnar því
hvað er prentað á hvern kassa svo allt verði rétt. Upplýsingar frá
prentaranum fara síðan í tölvuna í brúnni og þannig verður til mjög
nákvæmt bókhald yfir afköst vinnslunnar og birgðir hverju sinni.
„Þetta þýðir að útgerðarmaðurinn
sem vill fylgjast með aflabrögðum getur
hringt beint í tölvuna í brúnni og séð
upp á kassa hver staðan er.
Þetta er komið í þessa þrjá stóru tog-
ara en mér finnst sennilegt að fleiri sjái
sér hag í þessu. Norðmenn hafa notað
svipuð kerfi í mörg ár svo þetta er ekki
ný uppfinning," sagði Þorkell.
Samey er alhliða rafverktakafyrirtæki
sem einkum beinir sjónum sínum að
hvers konar stýrikerfum og heildarlausn-
um varðandi rafbúnað og vinnslustýr-
ingum. Mælitækni, mælinemar, iðntölv-
ur og forritun þeirra, skjástýrikerfi, töflu-
smíði, vörumerkingar og pökkunarlínur
fyrir síld og loðnu eru meðal þess sem
Samey fæst við en þeir eru og umboðs-
menn fyrir CUBIC töfluefni, Control
Techniques hraðabreyta og mjúkræsa,
Willett vörumerkingakerfi, Unitronics
iðntölvur, Citect skjástýrikerfi, Circutor
mælibúnað og Bentron Power spennu-
gjafa.
Á sjávarútvegssýningunni mun Sam-
ey einkum kynna vörumerkingarbúnað-
inn en einnig sérstaklega Citect skjástýri-
kerfið sem er að sögn Þorkels eitt full-
komnasta Windows skjástýrikerfi sem
býðst á markaðnum í dag.
Með Citect skjástýrikerfinu eru skjá-
myndir notaðar til þess að fylgjast með
mælingum frá iðntölvum, safna upplýs-
ingum og hafa vakandi auga með fram-
leiðsluferli verksmiðjunnar eða fram-
leiðslulínunnar og sjá stöðugt rauntíma-
upplýsingar um það sem er að gerast.
Þorkell Jónsson framkvœmdastjóri í Samey.
Sem dæmi um mælingar sem stýri-
kerfið getur vaktað í frystihúsi er raforku-
notkun, hitastig í kæli- og frystiklefum,
kalda- og heitavatnsnotkun, uppsafnað-
ar vogartölur, nýting plötufrysta, hæð í
kæiimiðilstanki, ammoníak í andrúms-
lofti, afköst flökunarvéla, gangtími véla
og pækilstyrkur.
„í mjög mörgum tilvikum er hægt að
taka inn skjástýrikerfi og nýta þann vél-
búnað sem til er á staðnum. Einmenn-
ingstölvur eru á borðum flestra yfir-
manna í öllum fyrirtækjum og iðntölv-
ur eru fyrir hendi. Við tengjum tölvurnar
saman og komum kerfinu á lappirnar.
Síðan hefur gefið besta raun að kenna
mönnum undirstöðuatriðin og gera
þeim þannig kleift að láta tölvuna gera
nákvæmlega það sem hentar á hverjum
vinnustað," sagði Þorkell.
Með kerfinu er auðvelt að fletta upp
upplýsingum aftur í tímann og beita
því þannig við gæðastjórnun eða til að
rekja bilanir. Það getur annast stjórnun
véla t.d. afhrímingu og stjórnun
eimsvala. Sérstök skrá geymir allar að-
varanir en þær geta farið beint á prent-
ara eða í boðtæki. Öll skjáframsetning
er á íslensku.
„Þetta er einfaldur hugbúnaður sem
enga sérþekkingu þarf til að nota. Not-
endur geta sjálfir byggt upp og viðhaldið
kerfinu."
Námskeið í uppbyggingu kerfisins eru
í boði hjá Rafiðnaðarskólanum og það
tengist öllum viðurkenndum iðntöivum-
„Það hafa orðið gífurlegar framfarir í
gerð stýrikerfa eins og þessa sem gera
þau bæði mun ódýrari en áður og auð-
veldari í notkun."
Þorkell nefndi sem dæmi um starf-
semi og viðfangsefni Sameyjar að þegar
Sundafrost frystigeymslan var byggð var
Samey alverktaki í rafmagni og rafbún-
aði í samvinnu við ístak hf. og Kæli-
smiðjuna Frost og þar er Citect skjástýri-
kerfi.
Hjá Samey starfa 12 manns, mest
tæknimenn og rafvirkjar. Þorkell sagði að
aukin umsvif og batnandi afkoma í sjáv-
arútvegi gæfu tilefni til bjartsýni. □
130 ÆGIR