Ægir

Volume

Ægir - 01.06.1998, Page 7

Ægir - 01.06.1998, Page 7
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Trilluútgerð er smáfyrirtækjarekstur Erni er tíðrætt um málstað trillukarls- ins og í ljósi þess hve atvinnuskapandi trilluútgerðin er þá segir hann að horfa verði á hvern smábát sem smá- fyrirtæki. Þegar ráðist sé gegn smá- bátaútgerðinni með þá kröfu að fækka bátunum þá sé um leið verið að setja fram kröfu um að fækka smáfyrirtækj- um landsins. „Trilluútgerðin fellur vel að sjálf- stæðishugsjóninni vegna þess að þetta eru allt smáfyrirtæki. Við hvern smá- bát sem hverfur er einu fjölskyldufyr- irtækinu færra. Við höfum líka haldið á lofti þeirri staðreynd að hver smá- bátur skapar þrisvar sinnum meiri vinnu á sjó en stærri skipin. í ljósi þess viljum við halda þeirri spurningu mjög á lofti hversu mikið vinnst við að skerða veiðirétt smábátamanna og hvað tapast. Þar eru í raun öll rök okk- ar megin. Smábátar koma með fyrir- taks hráefni að landi, smábátasjó- menn standa og falla með sínum rekstri og áhættunni er þannig dreift mjög víða. Veiðarfærin eru kyrrstæð og valda engri röskun í lífríkinu, mengun er engin við veiðar og olíu- kostnaður lítill og síðast en ekki síst eru mannlífið og menningin tengd trillunum og trillukarlinum sem eru ómissandi fyrir sérhvert sjávarpláss," segir Örn. Örn segir að þeim mótrökum hafi verið beint gegn smábátaútgerðinni að hún geti aldrei orðið nógu stöðugur hráefnisaflandi þannig að fiskvinnslan geti treyst á. Veður geti hamlað útgerð smábátanna stóran hluta ársins og vissulega megi þessi rök að nokkru til sanns vegar færa. „En við höfum líka bent á að frysti- togarar koma ekki með neinn afla til vinnslu í landi og þeim hefur fjölgað ótrúlega á undanförnum árum. Með því að smábátarnir eru orðnir öflugri og hraðskreiðari þá hefur verið hægt að ganga lengra til móts við vinnsl- una. Það eru líka nýleg dæmi um fisk- vinnslur í sjávarplássum sem byggja eingöngu á smábátunum í útgerð. Ég veit líka dæmi þess að sérhæfðar fisk- vinnslur líta ekki við öðru hráefni en línufiski til að uppfylla gæðakröfurnar i vinnslunni. Þannig eigum við fjöl- marga aðila í vinnslunni sem styðja okkar sjónarmið um að verja smábáta- útgerðina." Örn Pálsson: Mannlífog menning tengd trillukörlum er ómissandi fyrir hvert sjávarpláss. ÆGIIR 7

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.