Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.06.1998, Qupperneq 37

Ægir - 01.06.1998, Qupperneq 37
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Feðgarnir og trillukarlamir Hjörtur Arnfmnsson og Kristinn, sonur hans, glaðbeittir á hafnarkantinum í Neskaupstað. þetta. Atkvæðaveiðarnar hafa farið verst með kvótakerfið." Og Hjörtur heldur áfram að úttala sig um kvótakerfið. „Það er þrisvar búið að úthluta kvóta síðan ég byrjaði á kvóta sem hét þá aflahámark árið 1986. Staðreyndin er sú að sá kvóti sem hefur verið út- hlutað eftir að kvótakerfið var sett á, þ.e. tvisvar sinnum til viðbótar upp- haflegu úthlutuninni, hefur verið seld- ur strax og það eru stóru karlarnir sem kaupa. Síðan fara þessir sömu seljend- ur aftur inn í krókakerfið og stóla á það að fá aðra úthlutun við næstu kosningar. Hefði ég valið krókakerfi árið 1986 en ekki kvótakerfið þá hefði ég að sjálfsögðu selt og verið búinn að selja kvótann tvisvar í dag og hættur þessu striti. Ég hef ekki séð stóran pen- ing útúr þessum gjöfum sem alltaf er verið að tala um að okkur séu gefnar. Áður en kvótakerfið kom réri ég einn á litlum opnum báti og var að fiska þetta 80 til 100 tonn á ári. Fyrsti kvót- inn sem ég fékk var 87 tonn. Þá var veiðireynsla mín s.l. 3 ár 97 tonn, fékk sem sagt 10% skerðingu. Síðan kom önnur skerðing og önnur og í dag á ég út úr þessum kvóta rúmlega 30 tonn. Svo ég get ekki séð að ég hafi fengið neitt á silfurfati út úr þessu. Maður er búinn að tapa mörgum tugum tonna út í kerfið því það er alltaf verið að kaupa atkvæði, það er alveg á hreinu. Og það verð ég að segja um blessaða vinstri flokkana að þeirra stefna virðist bara vera í dag að kaupa atkvæði, alveg eins og Sverrir Hermannsson og hans menn. Það eru þess vegna atkvæðaveiðarnar sem fara verst með kvótakerfið." Trúðum ráðamönnum Þegar talið berst að því hvað eigi að koma í staðinn fyrir núverandi kerfi verður fátt um svör. „Þau hefur eng- inn og við eigum heldur engin svör við því hvað skuli koma í staðinn. Þrátt fyrir að núverandi kerfi sé mein- gallað og óréttlátt þá hefur það þó gert það að verkum að menn eru að veiða skipulegar en áður. Þegar kvótinn var settur á var okkur sagt af þáverandi sjávarútvegsráðherra og núverandi viðskiptaráðherra, sem var þá hans aðstoðarmaður, að kvót- inn væri eina vitið, við fengjum að gera það sem við værum að gera í dag plús-mínus skerðinguna. Við fylgdum þessu og trúðum en þessir ráðamenn hafa verið að ljúga í okkur alla tíð síð- an við byrjuðum í kvótakerfinu. Þeir komu að vísu ekki á rúmstokkinn til okkar og sögðu þetta, en þetta var það sem haldið var fram. Fyrir hverjar kosningar höfum við verið mínusaðir stórlega og það verður kannski gert aftur núna. Stór flutningur á kvóta hefur verið í gegnum smábátakerfið og yfir á þá stóru. M3ÍR 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.