Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.08.1998, Qupperneq 12

Ægir - 01.08.1998, Qupperneq 12
Fjarskipti í sjávarútvegi Fj arlækningar úti á sjó með aðstoð tölvu- og tj arskiptatækninnar TJyrirtœkið Skyn ehf. í Reykjavík JT hefur á undanfómum misserum fengist við þróunarverkefni í sam- starfi við Landspítalann og Sjúkra- hús Reykjavíkur þar sent notuð er nútíma fjarskipta- og tölvutœkni til fjarlækninga. Þessi verkefni hafa opnað nýja möguleika í samstarfi og hagrœðingu sjúkrahúsanna, til að mynda með því móti að licegt er að senda röntgenmyndir frá sjiíkrahiís- um á landsbyggðinni til sérfræðinga á stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík og fá þar sjúkdómsgreiningu og fag- legar ráðleggingar. í framhaldi af þessu verkefni liefur Skyn ehf. hrund- ið öðru hliðstæðu í framkvæmd en þar er um að ræða fjarlækningar um borð í skipum á fjarlægum tniðum. Fyrir nokkrum vikum var settur upp búnaður í fimm skipum sem hægt er að nota til að tengjast um gervihnött við búnað á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur og þanniggeta læknar þar aðstoðað við sjúkdómsgreiningu í veikindatilfellum eða t.d. sagt til um meðferð sjúklings í slysatilfellum. Þetta getur ráðið miklu um rétt við- brögð í bráðatilfellum og hjálpað út- gerðunum í ákvörðunum um hvort kalla þurfi skip til hafnar frá fjarlæg- um tniðum með tilheyrandi kostnaði. Jón Bragi Björgvinsson hjá Skyn ehf. hefur borið hitann og þungann af þessu áhugaverða verkefni. Hann segir að fyrirtækið hafi sett upp búnað í tveimur togurum, þ.e. í Samherjaskip- inu Guðbjörginni ÍS og í Þerney RE, togara Granda hf.. Auk þess er búnað- 12 ÆCÍR ------------------------ Þannig lítur fjarlækningasettið út í dag. í töskunni er sími, myndavél, tölva og annað sem þarf til að komast í samband um gervihnött við Sjúkrahús Reykjavíkur. Firnm skip eru nú að gera tilraunir með búnaðinn. ur í tveimur skipum Landhelgisgæsl- unnar og einu af flutningaskipum Eimskips. Einn af samstarfsmönnum Skyns ehf. er Sigurður Ásgeir Kristins- son, læknir, sem farið hefur sem lækn- ir með varðskipum í Smuguna og er einn af læknum í þyrlusveit Sjúkra- húss Reykjavíkur. „Það skiptir okkur miklu máli að hafa mann eins og Sigurð með okkur sem þekkir aðstæður um borð í skip- um og veit hvað læknisfræðilega er hægt að gera um borð í skipum ef eitt- hvað kemur uppá," segir Jón Bragi í samtali við Ægi.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.