Ægir - 01.08.1998, Blaðsíða 14
Hvaða tilgangi þjónar nýja
GMDSS fjarskiptakerfið?
Skammstöfuninni GMDSS hefnr œ
oftar brugðið fyrir í auglýsingum
og umfjöllunum um skip á síðustu
misserum og ekki að undra. Hér er
um að rœða nýtt alþjóðlegt neyðar-
fjarskiptakerfi sem skylda er að taka
að fidlu upp í íslenska flotanum
þann 1. febrúar nœstkomandi. Og
þessi breyting á ekki aðeins við um ís-
lenska flotann heldurgildir sama
lokadagsetning um allan heim. Mörg
skip í flotanum hafa nú þegar búið
sig undir breytinguna og tekið um
borð þann tœkjabúnað sem nýja
kerfið krefst en fjöldamargar litgerðir
eiga þegar eftir að stíga þetta skref.
GMDSS stendur fyrir enska heitið
Global Maritime Distress Safety Sy-
stem og segja má að hér sé jöfnum
höndum um að ræða kerfi sem er ör-
uggt neyðarfjarskiptakerfi og nýtist
jafnframt til almennra fjarskipta.
Kerfið byggir á sjálfvirkni í fjarskipt-
um með aðstoð gervihnatta og jarð-
lægra fjarskiptakerfa. Samkvæmt
reglugerð um GMDSS fjarskiptabúnað
er hafsvæðum heimsins skipt í fjögur
svæði, þ.e. Al, A2, A3 og A4. Mismun-
andi miklar kröfur eru gerðar til skipa
og báta varðandi fjarskiptabúnað eftir
því á hvaða hafsvæði þau sigla. Bún-
aðurinn vinnur þannig að sé skip statt
í neyð þá er sett af stað ferli þar sem
bæði er send út neyðartilkynning á
VHF bylgju, sem og um gervihnött og
til strandarstöðva. Með þessum fjöl-
þættu sendingum, sem eru sjálfvirkar,
á að tryggja að neyðartilkynning kom-
ist skýrt og greinilega á leiðarenda.
Skip búin GMDSS búnaði á sama haf-
svæði og það skip sem sendir út neyð-
arkall, les strax úr sendingunni og á að
geta séð samstundis um hvaða skip er
að ræða og hvar það er statt. Allt á
þetta að gera að verkum að á neyðar-
stundu geti hjálp borist eins fljótt og
nokkur kostur er.
T
íslenskt rœkjuskip að veiðum við ísröndina djúpt norður af landinu. GMDSS búnaðinum er cetlað að auka öryggi sjófarenda á
neyðarstundu og tryggja að neyðartilkynningar komist örygglega á leiðarenda, jafiit til strandarstöðva um gervihnött, sem og til skipa á
Sama hafsvaeði. Ljósmynil: Þorgeir Baldursson
14 MGm