Ægir - 01.08.1998, Síða 16
Fjarskipti í sjývarútvegi
T Tið tókum upp samvinnu við Rad-
v íómiðun og gerðumst söluaðilar
fyrir Sailor GMDSS fjarskiptabúnað.
Aðurgátum við boðið einstaka hluti í
GMDSS búnaði en með tilkomu Sail-
or tœkjanna getum við boðið lieild-
stœðar lausnir á þessu sviði. Ég held
að enginn vafi leiki á að viðskiptin
með GMDSS-búnað verða mikil á
nœstu mánuðum og líklegt að þau
nái hámarki í janúar," segir Reynir
Guðjónsson, framkvæmdastjóri lijá
ísmar í Reykjavík. Haitn segir að hjá
ísmar hafi verið lögð mikil vinna í að
yfirfara reglugerðina um GMDSS-
neyðar- og öryggiskerfið, sem verður
lagaskylda í skipum frá 1. febrúar, og
greina úr henni aðalatriðin þaimig
að kaupendur fái þatutig gleggri
mynd afþeim ákvœðum sem þarfað
uppfylla.
„Ég held að það verði mjög fáir sem
fari út í að lesa sig í gegnum reglugerð-
ina, enda er hún mjög flókin og viða-
mikil. Við bendum okkar viðskiptavin-
um á að senda til okkar upplýsingar
um skip sín, á hvaða hafsvæðum þau
verða, hvernig þau eru búin fjarskipta-
tækjum og þá munum við senda til
baka upplýsingar og tilboð um lausnir.
Við höfum búið okkur vel undir að
þjónusta viðskiptavinina á þennan
hátt þannig að þeir þurfi ekki að leggj-
ast yfir þann frumskóg sem reglugerð-
in er," segir Reynir.
Söluhámark GMDSS-tækja
upp úr áramótum
„Ég á ekki von á að almennt muni út-
gerðaraðilar fara af stað í GMDSS-væð-
inguna fyrr en um næstu áramót. Ein-
hverjir munu kannski setja þessa fjár-
festingu á yfirstandandi rekstrarár en
væntanlega horfa flestir á næsta ár.
Janúarmánuður verður sýnilega undir-
lagður hjá okkur vegna þjónustu við
GMDSS."
Reynir segir að meginmarkið reglu-
gerðarinnar um GMDSS séu skýr.
Tryggja eigi að neyðartilkynningar
skipa heyrist örugglega til allra nær-
staddra skipa og strandarstöðva, án til-
lits til á hvaða hafsvæði skipin eru.
Ekki sé annað hægt að segja en til-
koma þessa kerfis sé stórt skref fram á
við.
GMDSS kerfið
er stórt skref
framávið
- segir Reynir Guðjónsson, framkvœmdastjóri Ismar
Reynir Guðjónson, framkvæmdastjóri Ismar og Birgir Benediktsson, viðgerðarstjóri, spá
miklum viðskiptum í GMDSS tækjum á komandi mánuðum. Mynd: Haukur Snorrason
„Hins vegar eru menn ekki sam-
mála um allar leiðir sem farnar eru í
þessum efnum vegna þess að frá þeim
tíma sem reglugerðin var sett hafa
komið fram nýjungar í fjarskiptamál-
um og eru að koma fram um þessar
mundir. GMDSS-kerfið hefur vissulega
marga kosti en mér finnst það skiljan-
legt að kaupendur horfi einnig á þró-
unina i gervihnöttum og gervihnatta-
símum," segir Reynir en bætir við að
vegna samkeppninnar um allan heim
í sölu á GMDSS búnaði þá sé ekki
óraunhæft að reikna með að hún skili
einhverjum verðlækkunum fram und-
ir 1. febrúar 1999 þegar öll skip eiga að
uppfylla reglugerð og vera með full-
komið GMDSS kerfi um borð. Á fjar-
skiptasviðinu hefur fsmar boðið
GMDSS neyðarhandtalstöðvar, rat-
sjársvara og Inmarsat C tæki, auk þess
að selja siglinga- og fiskleitartæki fyrir
skip og báta.
16 ÆGÍU