Ægir - 01.08.1998, Page 29
Tvískipt og enn betra
Sjómannaalmanak!
- Islensk skipaskrá með myndum í sérstakri búk
ásamt haínaskrá og kvúta allra báta og skipa
Sjómannaalmanakið 1999, sem út
kemur í desember nk., verður tví-
skipt: annars vegar hið eiginlega Sjó-
mannaalmanak með öllum helstu upp-
lýsingum sem hafa þarf við höndina í
sjávarútvegi, hvort heldur er til lands
eða sjávar, og svo Islensk skipaskrd með
myndum í sérstakri 500 síðna bók. I
henni verða litmyndir af nær öllum þil-
skipum sem gerð eru út á Islandi og skrá
yfir kvóta allra íslenskra skipa og báta. I
almanakinu '99 verða enn fleiri og
stærri skipamyndir en verið hafa áður.
Sérstaða Sjómannaalmanaksins felst
ekki síst í því að það er keypt í öll ís-
lensk skip yfir 12 metrum á lengd.
Almanakið er einnig keypt víða utan
flotans, enda grundvallarrit sem
stöðugt er verið að fletta upp í.
Meðal efnis £ Sjómannaalmanaki Fiski-
félags íslands 1999 má nefna:
• Itarleg þjónustuskrá sjávarútvegsins
• Vitar og sjómerki
• Sjávarföll við Island
• Sólartöflur og reikistjömur
• Lög og reglugerðir
s.s. siglingalög og reglur, sjómanna'
lög, búnaður skipa og öryggismál,
fiskveiðilög, stjórn fiskveiða, sér-
veiðar og veiðarfæri o.m.fl.
• Slysavamir og öryggismál
• Ymsar upplýsingar s.s. vegalengdir
milli hafna, umreiknistuðlar, fjar-
skipti, radíóvitar og strandstöðvar,
efnahagslögsagan, veiðisvæði helstu
fisktegunda o.m.fl.
• Dagatal 1999 og 2000
Og í sérstöku 500 síðna fylgiriti - ís-
lenskri skipaskrá með myndum:
• Fullkomin íslensk skipaskrá með lit-
myndum af nær öllum þilskipum og
skrá yfir kvóta allra íslenskra skipa
og báta
• ítarleg skrá yfir hafnir á íslandi með
nákvæmum upplýsingum um þjón-
ustu og aðstöðu við hverja höfn.
Gulu síðurnar:
/
Obreytt verð
frá í fyrra!
Verð fyrir skráningar í þjónustu-
skrá (gulu síðumar) Sjómanna-
almanaksins verður óbreytt frá fyrra
ári!
Bætt framsetning á upplýsingum
um fyrirtæki, þjónustu þeirra og
umboð í almanakinu hefur fengið
góðar viðtökur. Áfram verður hald-
ið á þeirri braut til að auðvelda not-
endum bókarinnar enn frekar að
afla sér upplýsinga um fyrirtæki,
þjónustu þeirra og umboð.
Skráin er þrískipt:
1. Fyrirtækjaskrá
Hér koma fram grunnupplýsingar
um fyrirtækið, allt eftir þörfum
þess. Fastar upplýsingar eru nafn,
kennitala, tengiliður, heimilisfang,
póststöð, sfmi, fax og netfang.
2. Þjónustuskrá
Hér er fyrirtækjum raðað eftir þjón-
ustuflokkum. Fyrirtækin velja sjálf
þann flokk (flokka) sem þau vilja
vera í. Hægt er að bæta við flokkum
eftir þörfum.
3. Umboðaskrá
Hér geta fyrirtæki skráð þau umboð
sem þau vilja kynna ásamt nafni
sfnu og símanúmeri.
Verð fyrir skráningu (án vsk.)
Fyrirtækjaskrá
Grunnskráning 4.000
Þjónustuskrá
Skráning í hvem flokk 1.000
Umboðaskrá
Skráning pr. umboð 1.000
Hafnir
Grunnskráning Án endurgjalds
Viðbótarupplýsingar 4-000
1 dálks mynd af höfn 4.000
2 dálka mynd 8.000
Heilsíðumynd 15.000
Varist eftirlíkingar!
/
Irúm 70 ár hefur aðeins verið til
eitt Islenskt Sjómannaalmanak,
gefið út af Fiskifélagi íslands. Það
kemur nú út í 74- sinn.
Af gefnu tilefni bendir Fiskifélag
Islands viðskiptavinum sínum á að
ganga úr skugga um við kaup á aug-
lýsingum hvort ekki er örugglega urn
að ræða Islenskt Sjómannaalmanak
Fiskifélags Islands.
Islenskt Sjómannaalmanak
Fiskifélags Islands byggir á áratuga
reynslu. Fiskifélagið mun eftir sem
áður gegna skyldum sínum við ís-
lenska sjómenn með því að gefa út
SJÓMANNAALMANAKIÐ - hið
eina sanna.
Islenskt sjómannaalmanak ‘99
verður uppfullt af upplýsingum
sem nauðsynlegar eru skipstjórnar-
mönnum sem öðrum sjómönnum
og þeim sem starfa við útgerð á
einn eða annan hátt.