Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1998, Síða 31

Ægir - 01.08.1998, Síða 31
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Smábátamenn með eigið umhverfis- og upprunamerki andssamband smábátaeigenda hefur ákveðið að skapa smábáta- útgerðinni eigið unihverps- og upprunamerki. Stjórn sambandsins segir þetta nauðsynlegt skrefsem muni þó ekki verða fljótstigið. „Landssamband smábátaeigenda hefur alla tíð talið það forsendu vel rekins sjávarútvegs að viðhaldið væri fjölbreytni í skipagerðum og notkun veiðarfæra," segir í samþykkt stjórnar LS. „Engu að síður hafa hagsmuna- samtök stórútgerðarinnar linnulaust borið samtökunum á brýn að þau stunduðu þveröfugan málfluting. Þol- inmæði smábátaeigenda er þrotin gagnvart yfirgangi og úrræðaleysi stór- útgerðarinnar. Smábátaeigendur hafa ákveðið að gera hvað þeir geta til að taka sín mál í eigin hendur. Sú krafa markaðarins fer vaxandi að neytendur séu upplýstir um uppruna vöruteg- unda. Viðbrögð forsvarsmanna sjávar- útvegsins hafa verið fumkennd og ekki líkleg til árangurs. Landssamband smábátaeigenda hefur ákveðið að sýna frumkvæði í þessu máli og kanna til hlítar möguleika á því að skapa smá- bátaútgerðinni þá sérstöðu sem henni ber með því að skapa sitt eigið upp- runa- og umhverfismerki. Smábátaeig- endur gera sér fulla grein fyrir að hvorki er það einfalt né fljótgert að stíga þetta skref en eru þess fullvissir að um síðir mun arður skila sér til þjóðarinnar og styrkja stöðu íslensks sjávarútvegs á hágæðamörkuðum heimsins. FRAMTAK, Hafnarfirði Kraftmrikril og lipur viðgerðarþjónusta nú einnig dísilstillingar framtak - alhliða viðgerðarþjónusta; _________» VÉLAVIÐGERÐIR _________» RENNISMÍÐI _________» PLÖTUSMÍÐI BOGI • DÍSILSTILLINGAR Viðurkennd MAK Þjónusta. FRAMTAK c,í.íífSS VÉLA. OG SKIPAÞjÓNUSTA Drangahraum Ib Hafnarfirði Sími 565 2556 • Fax 565 2956 Æ6JR 31

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.