Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.1998, Qupperneq 16

Ægir - 01.11.1998, Qupperneq 16
Glæst skip í eigu Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf. Hóhnaborg SU-11. Guðrún Þorkelsdóttir SU-211. Jón Kjartansson SU-111. Nýjasta skipið í flota HE, Votaberg SU- 10. nú ein fullkomnasta loðnuverksmiðja landsins. í sumar var lokið við endur- byggingu á löndunarhúsi og tækjum við loðnulöndunina. í verksmiðjunni er hægt að bræða 900 - 1100 tonn á sólarhring og þrjár gerðir af mjöli eru framleiddar. Geymslurými fyrir hrá- efni til bræðslu er mikið á Eskifirði, hægt er að geyma þar allt að 25.000 tonn til bræðslu, 7000 tonn af mjöli og 5000 tonn af lýsi. Hólmatindur og Hólmanes, skuttog- arar HE, veiða jöfnum höndum bolfisk og rækju og nótaskipið Guðrún Þor- kelsdóttir hefur einnig stundað rækju- veiðar. Bolfiskvinnsla hjá fyrirtækinu hefur dregist nokkuð saman en rækju- vinnsla og vinnsla á uppsjávarfiski til menneldis aukist að sama skapi. Vegna þessa keypti félagið fiskverkunarhús á Eskifirði og gerði upp og í því er nú hægt að frysta um 170 tonn á sólar- hring. Samtals er því frystigeta á loðnu um 250 tonn á sólarhring. Þrátt fyrir samdrátt í bolfiskvinnslu starfa að meðaltali 80 manns í frysti- húsinu og hefur með skipulagningu á veiðum og samvinnu við frystihús í nágrannabyggðarlögum tekist að halda uppi mjög stöðugri vinnu í hús- inu. Saltfiskverkun er alltaf nokkur hjá HE og fer hún fram í tveimur húsum. Afli og aflaverðmæti Heildarafli skipa Hraðfrsytihúss Eski- fjarðar var 127.215 tonn í fyrra. Þar af var botnfiskafli aðeins 1.992 tonn, rækja 1.565 tonn, kolmunni 1.061 tonn, norsk-íslensk síld 15.922 tonn og loðna 106.675 tonn. Aflaverðmæti skipanna var 946 milljónir króna. Heildarhráefniskaup félagsins í fyrra voru 164.240 tonn, sem er um tíu þús- und tonnum minna en árið 1996. Loðnuaflinn var nánast sá sami á milli ára en munurinn skýrist af minni síld- arafla og minni kaupum á iðnaðar- rækju. Helstu markaðslönd Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf. fyrir bolfiskafurðir eru Bandaríkin, Bretland og Frakkland. Fryst síld og loðna fara aðallega til Jap- ans og annarra Asíulanda auk Rúss- lands. Fryst rækja seist mest til Dan- merkur og Bretlands auk nokkurra annarra Evrópulanda. Stærstu mjöl- og lýsismarkaðanir eru í Bretlandi og Nor- egi. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hf. annast sölu á öllum frystum afurðum Hraðfrystihúss Eskifjarðar. Sölusam- band íslenskra fiskframleiðenda hf. annast sölu á öllum saltfiski sem fram- leiddur er hjá félaginu og fyrirtækið Fiskimið hf. sér um sölu á lýsi og mjöli. Sjóður fyrir efnalitla námsmenn Á síðasta aðalfundi Hraðfrystihús Eski- fjarðar lagði Aðalsteinn Jónsson fram tillögu um að stofna sjóð til styrktar efnalitlu ungu fólki á Eskifirði til fram- haldsnáms þar. Var tillagan samþykkt einróma. Stofnupphæðin var ein millj- ón króna og mun félagið leggja árlega sömu upphæð til sjóðsins. Jafnframt var sjóðsstjórninni falið að afla meira fjár til sjóðsins. Haukur Björnsson, for- maður stjórnar sjóðsins, segir að það hafi gengið vel, það sem af sé árinu hafi fengist loforð fyrir sex til sjö hundruðum þúsunda króna í sjóðinn. Fyrsta úthlutun úr sjóðnum var í haust en í sumar var auglýst eftir um- sóknum. Alls bárust 20 umsóknir og veittir voru 7 námsstyrkir. Aftur var auglýst í október s.l. og er umsóknar- frestur til 1. desember. Þegar eru komnar inn nokkrar umsóknir og seg- ist Haukur eiga von á fleirum. Þessi sjóðsstofnun Hraðfrystihúss Eskifjarðar er sennilega einsdæmi á landinu. Segir Aðalsteinn að hann hafi með þessari tillögu sinni viljað greiða götu efnalítilla námsmanna. Hann þekki það af eigin raun að vera fátæk- ur. Fjárfestingar Á síðasta ári var fjárfest í fiskiskipum fyrir 268 milljónir króna, í vélum, tækjum og áhöldum fyrir 107 16 A:GIR

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.