Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Blaðsíða 18

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Blaðsíða 18
16 ekkert er að hafa af C-vítamíni utan þess, sem daglega fæst í kartöflum og mjólk. Talið er, að 10 mg af C-vítamíni á dag nægi til að koma í veg fyrir skyrbjúg. Svo mikið ætti að geta fengizt úr 200 g af kartöfl- um eftir veturlanga geymslu. En minni ætti kartöfluneyzlan helzt ekki að vera. Gulrófur. Af gulrófum voru rannsökuð 50 sýnishorn, þar af 29 í október og nóvember, fimm í september, en hin á öðrum tímum árs. Lagði Sturla Friðriksson, mag. scient, til flest sýnishornin, sem rannsökuð voru að haustinu (sept. 1952, okt. 1953 og nóv. 1951). Mynd 5 sýnir, hve mikið mældist af C-vítamíni í hverju sýnis- horni og enn fremur, hvenær rannsókn fór fram. Mælingargildin eru talsvert dreifð, en yfirgnæfandi meiri hlut- inn er innan markanna 30 og 50 mg. Meðaltal þeirra allra er 39,0, að heita má hið sama og meðaltal haustmælinganna (sept.-nóv.), en það var 39,1. Fram til febrúar er heldur ekki neina lækkun að sjá á myndinni, en eftir þann tíma eru aðeins fjögur sýnishorn rannsökuð, tvö um mánaðamótin maí-júní og tvö i ágúst (geymd í jarðhúsum til júlíloka), og er meðaltal þeirra 37,2 mg. Samkvæmt þessu virðist C-vítamínið ekki rýrna að neinu ráði við geymsluna. Þó ber að athuga, að hér var ekki nema að litlu leyti um að ræða, svo að öruggt væri, endurteknar rannsóknir á sömu afbrigðum og úr sömu uppskeru. En hvað sem því líður, sýnist lítill vafi á því, að C-vítaminið endist vel í gulrófum, a. m. k. mun betur en í kartöflum. Það mun láta nærri, að helmingi meira sé af C-vítamíni í nýj- um rófum en nýjum kartöflum. En þegar líður á veturinn verður munurinn æ meiri, þó að gert sé ráð fyrir meiri aukningu á úr- gangi úr rófum en kartöflum. Meðaltal rófnanna reyndist hér líkt því, sem gefið er upp ann- ars staðar, t. d. í enskum og dönskum næringarefnatöflum (1; 12), þar er viðmiðunartalan 40 mg, en í norskum töflum (30) 30 mg. Næpur. Athuguð voru 15 sýnishorn í október og nóvember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.