Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Blaðsíða 38

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Blaðsíða 38
II. KAFLI. PART n. GEYMSLA OG MATREIÐSLA. PRESERVATION AND COOKING. Ýmsar geymslnaðferðir. Frysting. Frysting matvæla til geymslu hefur ýmsa kosti til að bera, og er hér átt við hraðfrystingu, þar sem frostið er yfir 20° C. Má geyma flest matvæli þannig um langan tíma, græn- meti sem annað. 1 grænmeti eru oft kveikjur (enzym), sem örfa sýringu (oxi- datio) askorbínsýru og þar með eyðingu hennar. Til þess að losna við verkun þeirra dugar að snögghita grænmetið, þ. e. stinga því niður í sjóðandi vatn, og er það gert áður en fryst er. Við hitunina eyðist að vísu nokkuð af vítamíninu, en heildartapið verður þó að jafnaði minna með þessu móti. I grænkáli, sem ekki var hitað fyrir frystingu, eyddist svo að segja allt C-vítamínið. Haustið 1945 voru hafnar tilraunir með hraðfrystingu græn- metis undir umsjón dr. Jakobs Sigurðssonar. Tók hann flest sýn- ishornin, sem hér greinir frá, og voru þau rannsökuð sama dag og þau voru tekin úr frystiklefa, og einnig eftir að þau höfðu verið geymd í einn dag eða lengur í kæliskáp. Er árangur sýndur í töflu 12.*) Blómkál virðist þola frystingu allvel, og heldur það allt að tveimur þriðju af C-vítamíninu, samkvæmt þessum athugunum (sbr. og töflu 4). Hvítkál tapar nokkru meira strax í byrjun, en hin öra og áframhaldandi lækkun C-vítamínmagnsins í geymsl- unni gæti bent til þess, að það hafi ekki verið nægilega gegnhitað fyrir frystinguna. Að það geti haldizt betur, sést af sýnishornum, *) Dehydroaskorbínsýra var og mæld nokkrum sinnum, og reyndist hverf- andi lítil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.