Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Blaðsíða 53
51
Er þetta í mjög góðu samræmi við áætlaða meðalneyzlu lands-
manna á árunum 1936—40 og 1941—45 (33); meðaldags-
neyzlan allt árið reiknaðist þá 34 mg á mann, en árstíðasveiflur
voru metnar þannig, að á haustin væri dagsneyzlan 40—50 mg
að meðaltali, en um eða undir 20 mg á vorin. Má heita, að þetta
komi og vel heim við niðurstöður manneldisrannsóknanna 1939
—1940 (32).
TAFLA 17.
C-vítamín í blóðvökva.
Vitamin C in blood plasma.
Dagsetning Date of examination FJöldi rannsókna Number examined C-vítamín. mg/lOOml Áætluð C-vítamín neyzla Estimated daily intake of Vit. C
Minnst Minimum Mest Maximum Meðaltal Averagc
Október 28.-30. 22 0,4 — 0,69 0,57 40 — 50 mg
Febrúar 14.-15. 10 0,1 — 0,46 0,30 25 — 30 mg
Apríl 30. til Maí 10. 10 0,1 — 0,23 0,16 20 — 23 mg
Júní 6.-7. 10 0,06 — 0,21 0,14 ca. 20 mg
Árstíðamunur á C-vítamínmagni blóðsins kemur greinilega
fram, þó að hóparnir séu fámennir, og er á sömu lund og annars
staðar, þar sem líkt háttar til, þó að sveiflurnar geti verið mis-
jafnlega miklar. Samkvæmt allviðtækum blóðrannsóknum í
Noregi reyndist, til dæmis, hámarkið, sem var í ágúst-septem-
ber, 0,93 mg í 100 ml blóðvatns, en lágmarkið 0,16 mg, í júní
(15), og í Danmörku var hámarkið 0,9 mg í ágúst, og lágmarkið
0,1 mg í júní (4). I þessum löndum er líka C-vítamínneyzlan
vafalaust miklu meiri sumar og haust en hér á landi, en minnu
munar sennilega á vorin.
Árstíðamunurinn á magni vítamínsins í blóðvökva eða blóð-
vatni hefur alltaf reynzt vera samfara hliðstæðum breytingum á
neyzlumagninu. Kemur slíkt samræmi og glögglega fram í töflu
17, þegar miðað er við meðaltölin. Frávik einstaklinga eru hins
vegar allmikil, en raunar getur og neyzla þeirra hafa verið tals-
vert misjöfn, þó að þeir hafi setið að sama borði.
Gildi blóðmælinga til að dæma um C-vítamínbúskap manna,
hefur verið dregið í efa, m. a. af því, að þær gefi aðeins stundar