Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Blaðsíða 25

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Blaðsíða 25
23 Miklu meira er í blöðum en leggjum, og er svo um aðrar jurtir. I blaði af vínrabarbara mældust 129,4 mg, en 20,4 í leggnum. Tómatar. 1 ensku töflunum eru talin 25 mg í tómötum, 18 í hinum dönsku, en aðeins 10 í norsku töflunum. Af þeim fáu sýnis- hornum, sem hér hafa verið athuguð, má ætla að meðalmagnið sé um eða undir 20 mg. Ýmsar aðrar jurtir. Af jurtum þeim, sem hér eru taldar, hafa fjallagrös, hvönn og söl, svo sem kunnugt er, verið notuð talsvert til manneldis hér á landi á liðnum öldum, en margar hinna, svo sem skarfakál og fíflarætur, hafa verið notaðar í viðlögum, einkum í harðindum, og til varnar gegn skyrbjúg. Fjallagrös voru athuguð tvisvar aðeins, höfðu verið geymd í nokkra mánuði. C-vítamín var ekki greinanlegt, en talsvert var af öðrum afsýrandi (,,reducerandi“) efnum, og er ekki fyrir það að synja, að örlítið magn C-vítamíns kunni að hafa dulizt þess vegna. Hvönn. Ræturnar voru grafnar í nóvember og desember. I „bruminu“, sem var mun stærra en sjálfur rótarstokkurinn, mældist frá 17,1—25,0 mg, en í rótarstokknum aðeins 4,8—8,1 mg. Tölurnar í töflu 8 sýna vegin meðaltöl þessara hluta. Úr- gangur taldist vera nálægt 40%, og svarar þá meðaltalið 12,8 mg til þess að úr 100 g af uppteknum rótum fáist 7,7 mg. Virðist ekki allfjarri lagi að líkja hvannarótum við kartöflur að C- vítamíngildi. Um tíma tíðkaðist það í sumum sveitum landsins að fara á rótafjall, og voru ræturnar oft geymdar í mold til vetrarins, en forn siður var það, segir í Ferðabók E. Ól. og B. P., að hafa hvannagarð heima við bæinn. Er ekki ólíklegt, að svo mikl- um birgðum hafi stundum verið safnað til vetrarins, að veruleg búbót hafi verið að vegna C-vítamínsins, og væri fróðlegt að kanna heimildir þar um. Miklu minna mun hafa kveðið að notkun hvannaleggja, nema e. t. v. þar sem hvannagarðar voru. Leggirnir hafa verið etnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.